Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 61

Peningamál - 01.03.2005, Qupperneq 61
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 61 Þetta sést t.d. á því að líkindadreifingin tvö ár fram í tímann er mun breiðari en dreifingin eitt ár fram í tímann þar sem óvissan eykst eftir því sem spáð er lengra fram í tímann. Þar sem svæðið undir kúrfunni verður ávallt að vera jafnt einum, endurspeglast aukin óvissa einnig í því að kúrfan verður lægri og flatari. Að lokum endurspeglast áhættu- matið í lögun líkindadreifingarinnar: samhverft áhættumat endurspegl- ast í samhverfri líkindadreifingu en dreifingin verður skekkt sé óvissan talin meiri í aðra hvora áttina. Í spá Seðlabankans í desember 2004 var talið að óvissa eitt ár fram í tímann væri samhverf, en að hún væri fremur upp á við tvö ár fram í tímann.4 Eitt ár fram í tímann var spáð 3,5% verðbólgu og þar sem áhættumatið var samhverft, samsvarar það einnig meðaltali spár- innar. Tvö ár fram í tímann var hins vegar talið líklegast að verðbólga yrði 3,6%. Þar sem dreifingin er skekkt upp á við var meðaltal spár- innar hins vegar 3,8%. Af þeim sökum liggja 56% líkindadreifingar- innar fyrir ofan kryppugildið en einungis 44% hennar fyrir neðan það. Fremur litlar líkur voru taldar á því að verðbólgumarkmið bankans næðist á tímabilinu miðað við þáverandi stýrivaxtastig. Þetta sést t.d. á því að einungis um 20% líkur voru á því að verðbólga yrði á bilinu 2-3% eftir eitt og tvö ár. Mat á óvissuþáttum Við mat á óvissu verðbólguspárinnar er reynt að leggja mat á óvissuna framundan í stað þess að framreikna einungis fyrri spáskekkjur. Horft er á undirliggjandi áhrifaþætti verðbólguþróunarinnar og metið hvort óvissa um þá sé meiri eða minni en sögulegar spáskekkjur eða sveiflur í þessum stærðum gefa til kynna. Jafnframt er lagt mat á það hvort óvissa þeirra sé meiri upp á við eða niður á við. Þessir þættir lúta m.a. að alþjóðlegri efnahagsþróun (t.d. útflutningi, olíuverði og almennu innflutningsverði), innlendri eftirspurn (t.d. einkaneyslu, fjárfestingu, 4. Matið á spáóvissunni gefur þannig möguleika á að reikna út líkur þess að verðbólga næstu tveggja ára verði á tilteknu bili, sbr. myndir 1 og 2 sem sýna t.d. að það voru taldar 50% líkur á að verðbólga eftir tvö ár yrði á bilinu tæplega 3-4,5% og tafla 7 í Peningamálum 2004/4 sem sýnir t.d. að taldar voru um 57% líkur á að verðbólga yrði á bilinu 1-4%, þ.e. innan þolmarka. Mynd 2 Líkindadreifing verðbólguspár Seðlabankans í Peningamálum 2004/4 Verðbólga 1 ár fram í tímann (2005:3) Líkindadreifing verðbólguspár Seðlabankans í Peningamálum 2004/4 Verðbólga 2 ár fram í tímann (2006:3) Kryppugildi = meðaltal: 3,5% 50%: 3,0%-4,1% 75%: 2,6%-4,5% 50% 50% 90%: 2,2%-4,9% 0,0% 1,0% 2,0% 2,5% 4,0% 8,0% 44% 56% Meðaltal: 3,8% Kryppugildi: 3,6% 50%: 2,9%-4,5% 0,0% 1,0% 2,0% 2,5% 4,0% 8,0% 75%: 2,4%-5,2% 90%: 1,8%-5,8%
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.