Peningamál - 01.03.2005, Síða 69

Peningamál - 01.03.2005, Síða 69
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PEN INGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 1 69 Hér á landi hafa reglulega verið reiknaðir þrír mælikvarðar á raungengi. Þessir þrír raungengismælikvarðar sýna yfirleitt svipaða þróun til lengri tíma litið, þótt frávik eigi sér stað á einstökum tímabil- um. Þegar hefur verið getið um hlutfallslegt neysluverðlag og launa- kostnað á einingu. Þriðja aðferðin er að nota verðvísitölu vergrar landsframleiðslu í stað neysluverðlags. Hver mælikvarði fyrir sig hefur bæði kosti og galla. Verðlag landsframleiðslu er breiðari mælikvarði á verðlag en vísitala neysluverðs, sem er að vissu leyti kostur. Tekið er tillit til allrar vöru og þjónustu sem framleidd er hér á landi eða flutt inn. Sem mælikvarði á samkeppnisstöðu getur raungengi þannig reiknað hins vegar gefið misvísandi skilaboð, því ekki er gerður grein- armunur á hlutfallslegum kostnaði eða verðlagi og viðskiptakjörum. Þar sem utanríkisviðskipti hafa tilhneigingu til að vera sérhæfð, byggð á hlutfallslegri hagkvæmni, mæla verðvísitölur landsframleiðslu ósam- bærilega hluti. Þannig vegur fiskverð þungt í íslensku landsframleiðsl- unni, en ekki í landsframleiðslu viðskiptalandanna. Hækkun fiskverðs, sem að öðru óbreyttu felur í sér betri viðskiptakjör, leiðir t.d. til þess að verðlag landsframleiðslu hækkar á Íslandi og þar með mælt raun- gengi. Samkeppnisstaða virðist því hafa versnað, þótt staða a.m.k. sjávarútvegsfyrirtækja þurfi ekki að hafa breyst eða gæti jafnvel hafa batnað. Á mynd 1 má sjá að þrátt fyrir mismunandi aðferðafræði og galla gefur raungengi miðað við verðlag landsframleiðslu svipaða nið- urstöðu og raungengi miðað við neysluverðlag. Raungengi miðað við laun mælir þróun launakostnaðar á fram- leidda einingu hér á landi og erlendis. Auk launa- og gengisbreytinga hafa framleiðnibreytingar áhrif á þennan mælikvarða. Hann er ólíkur fyrrgreindum mælikvörðum á raungengi að því leyti að hann tengist ekki beint kenningunni um kaupmáttarjafnvægi. Því á síður við að nota þennan kvarða þegar fjallað er um jafnvægisraungengi í lengri tíma samhengi. Breytingar á hlutfallslegum launakostnaði á einingu gefa vísbendingu um afkomu fyrirtækja og samkeppnisstöðu þeirra. Í fyrra var raungengi þannig reiknað að meðaltali svipað og á árunum 1999 og 2000, en 7% hærra en það var að meðaltali sl. tíu ár og 2% hærra en sl. tuttugu ár. Að því gefnu að gengi krónunnar haldist stöð- ugt það sem eftir er ársins og launaþróun verði eins og í spá Seðla- bankans má áætla að raungengi miðað við launaþróun ársins 2005 verði 19% hærra en það var að meðaltali sl. tíu ár og tæplega 15% hærra en sl. tuttugu ár. Mynd 1 sýnir þróun framangreindra þriggja raungengisvísitalna fyrir tímabilið 1980-2006. Eins og sést eru verulegar sveiflur í öllum þessum vísitölum. Myndin sýnir að raungengi var töluvert lægra árin 2001 og 2002 á alla þrjá mælikvarðana en nokkru sinni áður á tíma- bilinu frá 1980. Haldist gengi krónunnar jafnhátt út árið 2005 yrði raungengi hins vegar svipað og toppárið 1988 ef miðað er við neyslu- verðlag, en nokkru lægra miðað við hina kvarðana.4 Nærtækt er að bera raungengið um þessar mundir saman við sögulegt meðaltal und- anfarinna ára og fyrri hámörk. Ekki er þó víst að sögulegt meðaltal eða fyrri hámörk gefi fyllilega rétta vísbendingu um líklegar breytingar Mynd 1 Þrír mismunandi mælikvarðar á raungengi 1980-2005 1980 1985 1990 1995 2000 2005 75 80 85 90 95 100 105 110 115 1980=100 Hlutfallslegt neysluverð Hlutfallslegur launakostnaður á einingu Hlutfallslegt verð vergrar landsframleiðslu Heimild: Seðlabanki Íslands. 4. Það sem af er ári hefur raungengi á mælikvarða hlutfallslegs neysluverðlags þó verið 5% lægra en þegar það náði hámarki á fyrsta ársfjórðungi árið 1988.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.