Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 81

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 81
GJALDEYRISFORÐI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 81 leika, sbr. yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og bankans frá mars 2001 sem áður er getið. Til viðbótar því sem að framan er sagt má líta á gjaldeyrisforðann sem varasjóð til að mæta áföllum á markaði, t.d. lausafjárvanda fjármálafyrirtækja af völdum erfiðleika við endurfjármögnun erlendra skulda. Slíkan vanda mætti e.t.v. leysa með neyðarlánum. Erfitt gæti reynst að ákveða undir hvaða kringumstæðum grípa mætti til aðgerða af þessu tagi. Ákvörðun um stærð forða út frá þessu sjónarmiði gæti kallað á freistnivanda (e. moral hazard) og seðlabankar gefa almennt ekki yfirlýsingar um að slík trygging geti verið fyrir hendi. Í lögum um Seðlabanka Íslands segir að þegar sérstaklega stendur á og bankinn telur þess þörf, til að varðveita traust á fjármálakerfi landsins, geti hann veitt lánastofnunum í lausafjárvanda ábyrgðir eða önnur lán á sérstökum kjörum gegn tryggingum eða öðrum skilyrðum sem bankinn setur. Slík fyrirgreiðsla væri háð ströngum skil- yrðum og óheimil nema tryggt væri að ekki væri um eiginfjárvanda að ræða í viðkomandi stofnun eða stofnunum. Seðlabankanum er sem sagt heimilt að veita lán með skilyrðum þegar um er að ræða lausafjárvanda t.d. til að koma í veg fyrir að lánstraust fjármálakerfisins bíði hnekki sem gæti orsakað víðtækari fjármálakreppu. Þó er skýrt að þessar heimildir veita ekki allsherjartryggingu fyrir fjármálakerfið og ættu sjónarmið um það alls ekki að vera leiðandi við ákvörðun um stærð forða. Íslenskur fjármálamarkaður er í örum vexti. Erlendar skuldir bankanna hafa vaxið ört og um leið mikilvægi þess að njóta aðgangs að erlendu lánsfé. Það hlutverk forðans að vera til reiðu ef efnahagsleg áföll raska venjulegum viðskiptum og tekjustreymi er ein af forsendunum fyrir lánstrausti ríkissjóðs. Stærð forðans hefur því áhrif á lánshæfismat ríkissjóðs. Fyrirtækin þrjú sem meta lánshæfi íslenska ríkisins (Moody’s, S&P og Fitch) hvöttu öll til þess á sínum tíma að erlend staða Seðlabankans yrði styrkt til muna í kjölfar þess að verulegum fjár- hæðum hafði verið varið til þess að hamla gegn hraðri lækkun á gengi krónunnar á árunum 2000 og 2001. Bankinn reiddi sig á þeim tíma á erlend skammtímalán til þess að halda gjaldeyrisforðanum yfir tilgreindri lágmarksstærð sem þýddi að erlend staða bankans (hreinn gjaldeyrisforði) rýrnaði. Lánshæfismatsfyrirtækin hafa þó ekki kveðið upp úr um hver sé æskileg stærð forðans. Ljóst er að ákveðinn lágmarksforði verður að vera til staðar til að viðhalda lánstrausti ríkissjóðs á erlendum mörkuðum og þar með aðgengi hans og annarra innlendra fyrirtækja, þ.m.t. banka, að erlendu lánsfé. Önnur sjónarmið Á Íslandi og víðar er gjaldeyrisforða ætlað að tryggja að nægilegur sjóður sé til taks til þess að mæta greiðslum vegna erlendra skuld bind- inga ríkissjóðs. Í löndum þar sem gjaldeyrismarkaður er grunnur og kaup viðkomandi ríkis á gjaldeyri í skiptum fyrir innlenda mynt geta haft töluverð áhrif á innlenda gjaldeyrismarkaðinn er nauðsynlegt að hafa gjaldeyrisforða sem getur þá virkað sem sveiflujöfnunartæki þegar greiða þarf vexti eða afborganir af erlendum lánum ríkissjóðs við komandi lands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.