Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 78

Peningamál - 01.09.2005, Blaðsíða 78
GJALDEYRISFORÐI SEÐLABANKA P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 78 P E N I N G A M Á L 2 0 0 5 • 3 kerfið). Eftir að Bretton-Woods-kerfið leið undir lok snemma á átt- unda áratugnum og fjármagnsflutningar á milli landa urðu frjálsari var einnig farið að líta á fjármagnshreyfingar á milli landa sem viðmið við æskilega stærð forða og þá einkum meðal nýmarkaðsríkja. Horft var til þess að forði gæti dugað til að mæta fjárhagsskuldbindingum þjóðarbús, t.d. skammtímaskuldum, afborgunum langtímalána og fjár mögnun viðskiptahalla næstu 12 mánuði. Slíkar viðmiðanir eru einkum taldar eiga við ríki sem gætu átt á hættu að aðgangur þeirra að erlendu lánsfé lokaðist um lengri tíma, t.d. ef lánardrottnar og fjárfestar misstu tiltrú á viðkomandi ríkjum. Þessi hugsun spratt upp í kjölfar alvarlegrar fjármálakreppu í nýmarkaðsríkjum á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar. Slík viðmið eiga síður við meðal þróaðri ríkja með fljótandi gengi með greiðan aðgang að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Þrátt fyrir ýmis sjónarmið eru eins og fyrr segir engin einhlít viðmið um ákvörðun á stærð forða. Tilgangur ríkja með forðahaldi Margt hefur verið skrifað um tilgang þess að halda gjaldeyrisforða, (sjá t.d. Archer og Halliday (1998), Nugée (2000), Williams (2003) og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2004)). Segja má að tvö sjónarmið séu ríkjandi, þ.e. annars vegar peningastefnusjónarmið og hins vegar öryggissjónarmið en telja má að þau hafi bæði legið beint og óbeint að baki forðahaldi á Íslandi. Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands er í 4. og 20. grein fjallað um gjaldeyrisforðann. „4.gr. Seðlabanki Íslands skal sinna viðfangsefnum sem sam- rýmast hlutverki hans sem seðlabanka, svo sem að varð veita gjaldeyrisvarasjóð og að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi, þ.m.t. greiðslukerfi í landinu og við útlönd.“ „20. gr. Seðlabanki Íslands varðveitir gjaldeyrisvarasjóð í samræmi við markmið og hlutverk bankans. Bankastjórn setur starfs reglur um varðveislu gjaldeyrisvarasjóðsins sem banka ráð staðfestir, sbr. 28. gr. Seðlabankanum er heimilt að taka lán til að efla gjald eyris varasjóðinn. Honum er jafnframt heimilt að taka þátt í samstarfi erlendra seðlabanka og alþjóðlegra banka- eða fjármálastofnana um lánveitingar til að efla gjald eyrisvarasjóð þátttakenda.“ Í lögunum er ekki tiltekið hvert hlutverk gjaldeyrisforðans skal vera. Í frumvarpi því sem varð að lögum um Seðlabankann 2001 sagði í skýringum við 4. gr. að viðfangsefni flestra seðlabanka væri að varðveita gjaldeyrisvarasjóð þjóðar sinnar en hlutverk hans væri m.a. að tryggja fjárhagslegt öryggi þjóðarinnar út á við. Bankastjórn Seðlabankans setur nánari reglur um varðveislu og ávöxtun gjald eyrisforðans í bankastjórnarsamþykktum auk þess sem þær fjalla um það hver skuli vera lágmarksstærð gjaldeyrisforðans og gjaldmiðlaskipting hans. Rammagrein 1 Forðahald Seðlabanka Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.