Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 17

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 17
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 17 í stað 23% í ágústspánni. Ekki er spáð miklum hækkunum á næsta ári en þó er gert ráð fyrir að hrávöruverð haldi velli að einhverju leyti vegna áframhaldandi aukningar eftirspurnar frá nýmarkaðsríkjum, einkum í Asíu. Vegna þeirra miklu verðhækkana sem áttu sér stað í upphafi árs 2011 verður meðalverð fyrir árið 2012 þó lægra en í ár. Verð sjávarafurða hækkar enn en álverð hefur lækkað mikið Verð sjávarafurða hefur haldið áfram að hækka það sem af er ári og er meðalverð á fyrstu átta mánuðum ársins um 13% hærra en á sama tíma fyrir ári. Verðhækkunin nær til allra afurða þótt dregið hafi úr verðhækkunum á fiskmjöli og er því spáð að verð þess muni lækka hratt á næstu mánuðum. Gert er ráð fyrir að verð sjávarafurða muni hækka um hátt í 10% á þessu ári, sem er heldur meiri hækkun en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála. Jafnframt er spáð nokkru meiri hækkun á næsta ári, eða rúmlega 6% í stað 4% í ágúst, þar sem gert er ráð fyrir að eftirspurn haldi áfram að ýta undir verðhækkanir. Álverð styrktist framan af ári en tók að lækka upp úr því miðju í takt við almennt lækkandi hrávöruverð. Mikil verðlækkun varð síðan í september en þá var verðið um 15% lægra en meðalverð á fyrstu átta mánuðum ársins. Engu að síður er gert ráð fyrir að álverð á árinu 2011 verði rúmlega 16% hærra en í fyrra, sem er svipað og gert var ráð fyrir í síðustu Peningamálum. Þrátt fyrir þessa miklu verðlækkun í september er verðhækkunin fyrir árið í heild svipuð þar sem þjóð- hagsreikningar fyrir annan ársfjórðung benda til þess að íslensku álfyrirtækin hafi selt álafurðir á verði töluvert yfir heimsmarkaðsverði í þeim fjórðungi, en spá Seðlabankans frá því í ágúst var byggð á þróun heimsmarkaðsverðs. Horfur um álverð fyrir næstu ár eru svipaðar og í ágústspánni. Viðskiptakjör batna Miklar breytingar hafa orðið á alþjóðlegri verðþróun á þessu ári. Á fyrri hluta ársins hækkaði útflutningsverðlag umtalsvert. Verð olíu og almennrar hrávöru hækkaði einnig mikið. Viðskiptakjörin á fyrri hluta ársins voru því verulega neikvæð og verri en áður hafði verið reiknað með. Eins og rakið er hér að framan hefur álverð og verð olíu og hrávöru lækkað mikið á seinni hluta ársins en verð sjávarafurða hækkað. Viðskiptakjaraáhrif þessara sviptinga hafa á heildina verið jákvæð. Viðskiptakjörin á þessu ári batna því um 0,9% en í síðustu Peningamálum var gert ráð fyrir að þau myndu versna um 2,2%. Horfur fyrir næsta ár hafa einnig batnað verulega, sérstaklega vegna lægra olíuverðs, og er nú gert ráð fyrir að viðskiptakjör batni um tæp 4% á næsta ári en verði svo nánast óbreytt út spátímann. Þessi viðsnúningur nær þó ekki að bæta upp mikla rýrnun viðskiptakjara undanfarinn áratug. Raungengi enn mjög lágt í sögulegu samhengi Mælt í erlendum gjaldmiðli hefur kostnaðarstig hér á landi lækkað mikið á undanförnum fjórum árum sem hefur bætt samkeppnis- stöðu samkeppnis- og útflutningsatvinnugreina og þar með stutt við útflutning þrátt fyrir verulegan samdrátt í alþjóðaviðskiptum í kjölfar fjármálakreppunnar. Sveigjanleikinn hér á landi til að takast á 1. Verð á hrávöru án olíu í USD. Heimildir: Macrobond, Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-7 Heimsmarkaðsverð á hrávöru1 1. ársfj. 2003 - 4. ársfj. 2014 Heimsmarkaðsverð á hrávöru PM 2011/3 PM 2011/4 50 100 150 200 250 300 350 ‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03 ‘14 90 100 110 120 130 140 150 1.000 1.375 1.750 2.125 2.500 2.875 3.250 Heimildir: Hagstofa Íslands, London Metal Exchange, Seðlabanki Íslands. Vísitala, jan. 1999 = 100 Mynd II-8 Verð á sjávarafurðum og áli Í erlendum gjaldmiðli Verð sjávarafurða (v. ás) Álverð (h. ás) - Spá - $/tonn ‘13‘11‘05 ‘07 ‘09‘03‘01‘99 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Framlag helstu undirliða til ársbreytingar viðskiptakjara er fengið með því að vega saman árlega breytingu viðkomandi undirliðar með vægi hans í út- eða innflutningi vöru og þjónustu. Liðurinn „annað“ er afgangsliður. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Vísitala Mynd II-9 Viðskiptakjör og framlag undirliða 2000-20141 Sjávarafurðaverð (v. ás) Álverð (v. ás) Framlag viðskiptakjara þjónustu (v. ás) Hrávöruverð (v. ás) Olíuverð (v. ás) Annað (v. ás) Viðskiptakjör vöru og þjónustu (h. ás) Viðskiptakjör vöru og þjónustu (v. ás) -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 84 87 90 93 96 99 102 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.