Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 43

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 43
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 43 Í töflu 2 er að finna samantekt á áætluðum tekjuáhrifum af þeim tekjuöflunaraðgerðum sem áformaðar eru á árunum 2012- 2015. Þar má sjá að áætlað er að tekjuöflunaraðgerðir ársins 2012 gildi óbreyttar fram til ársins 2015 að undanskildum ákvæðum sem snerta séreignarsparnaðinn. Tekjur af sölu eigna og arðgreiðslum eru einnig taldar haldast óbreyttar út tímabilið. Kolefnisgjaldið tekur hins vegar breytingum vegna áform- aðrar breikkunar skattstofnsins. Þess utan verða áfengis-, tóbaks- og bensíngjöld hækkuð til samræmis við verðlag um 5,1%. Gjaldahliðin 2012 Mildari aðlögunarferill gerir það að verkum að ráðstafanir til að lækka útgjöld ríkissjóðs eru talsvert minni en síðustu þrjú ár. Áætlað er að útgjöld ríkissjóðs verði lækkuð um 8,6 ma.kr. á árinu 2012. Á árunum 2013-2015 verður aðlögun útgjalda enn hægari, en þá er ráðuneytum ætlað að lækka útgjöld um 5 ma.kr. á ári í sérstökum aðhaldsaðgerðum. Af 8,6 ma.kr. samdrætti í útgjöldum ársins 2012 kemur stærstur hluti til með beinum 6,6 ma.kr. niðurskurði fjár- heimilda. Niðurskurðurinn miðast við að dregið sé úr útgjöldum sem nemur 3% í almennri stjórnsýslu og þjónustu en 1,5% í velferðar- málum (heilbrigðisþjónustu, bótakerfi og sjúkratryggingum). Því til viðbótar er áætlað að kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs í fjármögnun Lánasjóðs íslenskra námsmanna lækki tímabundið um 1 ma.kr., útgjöld velferðarráðuneytisins lækki um 600 m.kr. vegna frestunar um eitt ár á hluta aðhaldsaðgerða sem útfærðar voru í fjárlagafrum- varpi þessa árs hjá heilbrigðisstofnunum og sérstakt viðbótarframlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lækki um 350 m.kr. Aðhaldsaðgerðum er skipt eftir hagrænni skiptingu í töflu 3 en samtals nema þær tæplega 8,6 ma.kr. eða 0,5% af landsframleiðslu. Gangi þetta eftir verður þetta minnsta umfang aðhaldsað- gerða eftir fjármálakreppuna, en aðhaldsaðgerðir námu 2,6% af landsframleiðslu árið 2009, 3,5% árið 2010 og loks 1,4% á þessu ári. Á árunum 2009-2012 munu því aðhaldsaðgerðir samtals nema 8% af landsframleiðslu eða 124,9 ma.kr. Þar af er aðhald í rekstri 43,1 ma.kr., í tilfærslum nemur aðhaldið 34 ma.kr. og loks hefur viðhalds- og stofnkostnaður verið skorinn niður um 31,3 ma.kr. Tafla 2 Sérstakar tekjuaðgerðir 2012-2015 Greiðslugrunnur, ma.kr. 2012 2013 2014 2015 Tekjuskattur einstaklinga 1,4 1,4 1,4 1,4 Launaskattur á fjármálafyrirtæki 4,5 4,5 4,5 4,5 Auðlegðarskattur 1,5 1,5 1,5 1,5 Kolefnisgjald 0,8 2,1 2,8 3,5 Veiðigjald 1,5 4,5 4,5 4,5 Arður 2,0 2,0 2,0 2,0 Eignasala 7,0 8,0 8,0 8,0 Annað 3,0 3,0 Skattar af séreignarsparnaði 2,0 Samtals 20,7 24,0 27,7 28,4 Tafla 3 Aðhaldsaðgerðir eftir hagrænni skiptingu Í milljónum króna Lækkun Heildarvelta Lækkun % Rekstur -4.409 189.568 -2,3 Tilfærslur -3.992 208.007 -1,9 Viðhald og stofnkostnaður -182 20.836 -0,9 Samtals -8.584 418.411 -2,1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.