Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 33

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 33
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 33 Þótt enn sé til staðar nokkuð af nýju húsnæði til að mæta aukinni eftirspurn, má ætla að smám saman fari að bera á aukinni þörf sem kalla mun á frekari nýfjárfestingu í húsnæði. Til viðbótar eru framundan nokkur stór fjárfestingarverkefni líkt og t.d. bygging nýs stúdentagarðs í Reykjavík. Byggingaframkvæmdir munu væntanlega hefjast í byrjun næsta árs en afhending íbúða verður í tveimur áföngum á seinni hluta ársins 2013. Nýverið samþykkti Borgarráð Reykjavíkur einnig vilyrði fyrir byggingu fleiri stúdentaíbúða en þær áætlanir eru skemmra á veg komnar. Samkvæmt spánni mun íbúða- fjárfesting aukast um 14-22% á ári á þessu og næstu þremur árum. Hlutdeild íbúðafjárfestingar í landsframleiðslu verður því komin í tæp 4% í lok spátímans samanborið við 5% langtímahlutfall. Heildarfjárfesting eykst umtalsvert á spátímanum Þegar allt er talið er spáð að heildarfjárfesting muni aukast um 6,7% á þessu ári. Á næsta ári er spáð enn frekari vexti eða 16½% þegar allir undirliðir fjárfestingar leggjast á sömu sveif. Árið 2013 dregur heldur úr vextinum við það að stóriðjutengd fjárfesting minnkar að magni til frá fyrra ári. Á móti þeim samdrætti kemur talsverð aukning atvinnuvegafjárfestingar utan stóriðju, skipa og flugvéla. Heildarfjárfesting í hagkerfinu var í sögulegu lágmarki á fyrri hluta þessa árs eða tæplega 12% af landsframleiðslu. Samdráttur fjárfestingar lék afar veigamikið hlutverk í þeim mikla efnahagssam- drætti sem varð á árunum 2009 og 2010 og því viðbúið að fjár- festing myndi gegna stóru hlutverki í efnahagsbatanum. Hins vegar er fjármagnsstofninn stór í hlutfalli við framleiðslustigið og því líklegt að talsvert sé til staðar af illa nýttum fjármunum og framleiðslugetu og að framleiðni fjármagns sé því minni en ella. Við slíkar aðstæður er hvati til nýfjárfestingar takmarkaður og því líklegt að hækkun fjárfestingarhlutfallsins á næstu árum verði hæg. Hlutfallið verður tæplega 17% í lok spátímans eða nærri 5 prósentum undir lang- tímameðaltali. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar neikvætt á næstu árum Stór hluti aðlögunar efnahagslífsins að breyttum aðstæðum eftir fjár- málakreppuna átti sér stað í gegnum utanríkisviðskipti. Sérstaklega bitnaði samdráttur innlendrar eftirspurnar á innfluttum neyslu- og fjárfestingarvörum. Eftir því sem innlend eftirspurn hefur tekið við sér hefur dregið úr framlagi utanríkisviðskipta til hagvaxtar og varð það neikvætt í fyrra. Búist er við að svo verði áfram á stærstum hluta spá- tímans. Samkvæmt spánni er gert ráð fyrir að innflutningur vaxi um 2-4% á ári á spátímanum í takt við áframhaldandi bata innlendrar eftirspurnar. Eins og rakið er í kafla II er hins vegar útlit fyrir heldur veikari vöxt útflutnings. Framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verður því neikvætt á þessu og næsta ári sem nemur ½ prósentu en verður þó heldur minna neikvætt en gert var ráð fyrir í ágúst þegar reiknað var með að það yrði neikvætt um allt að 0,8 prósentur á þessu og næsta ári. 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-16 Þjóðarútgjöld og innflutningur 1990-20141 Þjóðarútgjöld Innflutningur -30 -20 -10 0 10 20 30 ‘14‘12‘10‘08‘06‘04‘02‘00‘98‘96‘94‘92‘90 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % Mynd IV-17 Verg landsframleiðsla 1. ársfj. 2008 - 4. ársfj. 20141 Breyting milli ársfjórðunga (árstíðarleiðrétt) Breyting frá sama ársfjórðungi árið áður -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 2014201320122011201020092008 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. % af VLF Mynd IV-15 Fjárfesting sem hlutfall af VLF 2000-20141 Atvinnuvegafjárfesting Íbúðafjárfesting Fjárfesting hins opinbera Heildarfjárfesting 0 5 10 15 20 25 30 35 ‘14‘13‘12‘112’10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.