Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 1

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 1
7. janúar 1998, 1. tölublað 18. árgangur. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Bæjarstióm Sauðárkróks 1 ’ Flestir bæjarfiilltrúar gefa ekki kost á sér í nýja sveitarstjóm Útlit fyrir miklar sviptingar í sveitarstjórnarpótlitíkinni Fjöldi fólks fagnaði nýju ári, enda blíðskapaneður og stjömu- bjartur hiniinn. Myndin er tekin við brennuna á Sauðárkróki, sem var glæsileg og logaði vel. Að venju var einnig flug- eldasýning og hafði fólk orð á því að trúlega hefði hún aldrei verið eins glæsileg og einmitt í þetta sinn. Lögreglan á Sauðárkróki Rannsóknarlögreglu- maður til starfa Þeir sem áhuga hafa á póli- tíkinni em þegar famir að spá og spekúlera varðandi sveitarstjóm- arkosningar að vori. Segja má að ný staða sé komin upp í pólitíska landslaginu við sameiningu sveitarfélaga, eins og gerst hefur í Skagafirði og Vestur-Húna- vatnssýslu. Að margra áliti þýð- ir þetta miklar breytingar í póli- tíkinni og ljóst er að í Skagafirði verða þær mjög miklar. Það þykir t.d. nokkuð sýnt að fæstir þeirra sem nú skipa aðalsæti í bæjarsjóm Sauðárkróks muni gefa kost á sér áffam. Nýir leið- togar hafa verið nefndir til sög- unnar og ýmislegt þykir benda til þess að fólk úr dreifbýlinu muni gera sig mjög gildandi í nýrri sveitarstjóm sem kosin verður í vor. Anna Kristín Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, Bjöm Sigurbjömsson hjá Alþýðuflokknum og Steinunn Hjartardóttir Sjálfstæðisflokki em öll ákveðin í því að gefa ekki kost á sér áfram. Stefán Logi Haraldsson efsti maður á lista Framsóknarflokksins verður í Svíþjóð fram á haust og ljóst að hann verður ekki til taks í vor. Ovíst er hvort Bjöm Bjömsson annar bæjarfulluúa Sjálfstæðis- fokksins gefi kost á sér áfram, en hann segist a.nt.k. ekki ætla sér í „slag” til að hreppa sæti ofarlega á lista. Líklegt þykir að Bjami Ragnar Brynjólfsson bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins muni gefa kost á sér áfram og Herdís Sæmundardóttir, sem kom inn í bæjarstjómina fyrir Stefán Loga, þykir einnig mjög líkleg til for- ustu innan sveitarstjómar hjá Framsóknarmönnum. Hvað K- listann áhrærir, þá er ekki ennþá farið að rannsaka það mál, hvort boðið verður fram að vori. Brynjar Pálsson einn forsvars- manna listans, segir að alént verði ekki boðið fram undir K- inu áfram, ef af yrði mundi það verða SK, Skagaljörður Krókur, eða jafnvel KS, en Brynjar er eins og flestir vita fyrrum starfs- ntaður kaupfélagsins. Um fjölda framboða í vor er vitaskuld ómögulegt að segja til um á þess- ari stundu. Nýafstaðin sameining sveit- arfélaga hefur leitt ffam á sjónar- sviðið tvö leiðtogaefni fyrir framboðin að vori. Bjama Egils- son á Hvalnesi og Ingibjörgu Hafstað í Vík. Bjami þykir mjög líklegur sem leiðtogaefni Sjálf- stæðisflokksins og margir spytja sig hvort Ingibjörg sé ekki lík- legur oddviti Skagafjarðarlist- ans, þó svo að hún hafi ekki tekið þátt í undirbúningi að stofnun framboðsins. Telja verð- ur líklegt að einhvers konar skoðanakönnun verði viðhöfð varðandi röðun á lista flesua framboðanna. í byrjun ársins tók til starfa við lögregluembættið á Sauð- árkróki Arni Pálsson rann- sóknarlögreglumaður, sem áður starfaði hjá lögreglunni í Reykjavík. Að sögn Björns Mikaelssonar yfirlögreglu- þjóns hefur verið unnið að því undanfarin ár að fá veitingu fyrir rannsóknarlögreglu- manni á Sauðárkróki. Norð- urland vestra er síðasta svæð- ið til að fá slíka veitingu, en starf rannsóknarlögreglu- manns er liður í vörnum gegn vímuefnum. Að sögn Bjöms Mikaelsson- ar kemur þessi nýi starfsmaður til með að létta álagi af öðmm starfsmönnum, auk þess að vinna að rannsókn mála sem upp koma. Á sfðasta ári voru bókuð um 1000 mál hjá lögregl- unni á Sauðárkróki. Þá kemur til starfa í þessum mánuði ungur lögreglumaður, sem hyggst leggja starfíð fyrir sig og fara í lögregluskólann í haust. Sveinn Brynjar Pálmason heiúr hann og er Sauðkrækingur. Búið var að auglýsa starf lög- reglumanns þrisvar sinnum, en aldrei sótti neinn skólagenginn lögreglumaður um starfið, að sögn yfirlögregluþjóns. □ Skagstrendingur fyrsti Norðlendingur ársins Fyrsti Norðlendingur ársins kom í heiminn á fæðingardeild Héraðssjúkrahússins á Blönduósi fimmtudaginn 2. janúar kl. 1,38. Það var Dagbjört Agnarsdóttir ungur Skagstrendingur sem eignaðist myndar stúlkubam, 15 merkur. Fæðingar á Norðurlandi vestra vom heldur færri í fyrra en árið á undan. Á Sjúkrahúsi Skagafirðinga á Sauðárkróki fæddust 44 böm, einu færra en árið áður. Á Siglufirði komu 20 böm í heim- inn, en vom 27 árið áðurog Blönduósi 13, fjómm færri en 1996. Skipting milli kynja var jöfn á Siglufirði, stúlkumar vom í Fyrsti Norðlendingur ársins miklum meirihluta á Blönduósi, 9 á móti 4, en á Sauðárkróki fæddist á Héruðss júkrahúsinu á vom drengimir 24 og stúlkumar 20. Blönduósi snemma nætur 2. jan. 2 —KTeHgtff ckjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 o • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA O • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNU STA 0) • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN • VÉLA- OG VERKFÆRAÞJÓNUSTA mi bílaverkstæði Simi: 453 5141 Sæmundargata lb 550 Sauðárkrókur Fax:453 6140 # Bílaviðgerðir -S' Hjólbarðaviðgerðir yfíéttingar jfáprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.