Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 7

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 7
1/1998 FEYKIR 7 Þegar buxurnar Allt getur nú gerst. Þegar ég kom inn í bankann minn í dag, þennan eina og sanna í Varma- hlíð, hlammaði ég mér niður, í kaffisopa að lokinni afgreiðslu. í því sem ég sest, heyri ég brest einn mikinn að baki, sem dynk- ur sé af frostsprungu, jafnvel undir mér. Þetta er í gólfinu hugsa ég en segi: Það herðir frostið? Ég fékk enga svörun, lýk drykkjunni og snarast út. Hnslast þegar um mig heljar- kuldi á afturendann, glansandi sólskin samt, sá ekki bliku á lofti. Það er ekki um að villast, frostið herðir, sagði ég og greip aftur fýrir þar sem mér fannst kuldinn bíta sárast. Geip þá í tómt svo sannarlega. Ég skildi á augabragði hvað hafði gerst, bæði kudlann og brestinn inni, rassinn úr buxunum. Rassinn úr og ekkert meira einhvað varð til bragðs að taka, eflaust gœtifarið fleira, sem fyrst eg œtti heim að aka. Ég snaraðist inn í bílinn, til að bjarga fyrir hom. Hvort var nú ráðlegra að fara heim til kon- unnar eða bera sig upp við ein- hverja á Króknum, því þangað var ferðinni heitið. Sjálfsagt yrði best að fara heim og leita ásjár konunnar. Hún mundi óðara búa svo um hnútana að ég færi í heilum flíkum í bæinn. Mér fannst þó betra að bmna á Krókinn, en bregða sér heim eítir brók, svo ég bara spýtti í og ók á brjáluðum hraða í borgina, þessa breiðu og beinu braut, Sauðárkróksbrautina, sem ligg- ur hér miðsvæðis í sveitarfélag- inu okkar, sameinar sveitar- kjamana, og er svo haganlega hönnuð að hvergi festir snjó nema á einum stað, en það er fundið fé, því menn losnuðu við hvimleiða hraðahindrun með því snilldarbragði. Ekki var ég lengi að renna þessa kílómetra í bæinn og inn- an tíðar líður eðalvagninn minn liðlega út Skagfirðingabrautina og Aðalgötuna og leggur hveija hraðahindmnina af annarri að baki með velþóknun. Bærinn er fullur af fólki bæði akandi og gangandi,........og ég að láta nokkum mann sjá mig með rassinn úr buxunum! Ég klemmdi mig niður í bflsætið. Þar sem ég nálgaðist Bjama Har. vissi ég ekki mitt ijúkandi ráð, hvað til skuli verða hjá mér, svona illa kominn í buxufnar, þá kviknar hjá mér ljós. Bjami kann ráð við öllu og svo em þar afgreiðslumeyjar sem kunna sitt fag. Ég snarstansa með rikk, stekk út á götuna og inn í búð í hvelli. Og kemur þá ekki önnur afgreiðslustúlkan brosandi fram að disknum á móti mér, um leið og hún segir svo fallega: Það veit ég að þú gefur okkur vísu í dag. Það er nú það, sagði ég, og hlýnaði öllum að innan við svo ánægjulegt ávarp. Heldurðu ekki að ég sé bú- inn að missa rassinn úr buxun- um, sagði ég svo. Þar með var hin afgreiðslustúlkan komin fram og kallaði: Ertu búinn að týna buxunum? Svo gott sem svaraði ég. Stend hér berskjald- aður frammi fyrir ykkur, allur gatslitinn. Bláköld alvaran blasir við, bwcnarœflamir sundur. Bjargaðu þessu, þig ég bið þá er góðurfundur. Við emm nú ekki lengi að bjarga svoleiðis smámunum, sagði blessuð stúlkan. Og hvað mér þótti vænt um hana þegar hún dró út úr einni hillunni for- kunnar fínar buxur, í svörtum lil og stííþressaðar, eins og þær væm að koma beint úr verk- smiðjunni. Gjörðu svo vel og prófaðu þessar, sagði hún. Þess þurfti þó raunar ekki þar sem hún var búin að mæla mig í bak og fyrir, bregða máli bæði á strenginn og þessar glæsilegu buxur. Tölumar stóðu svo heima sem nokkur hlutur gat verið. Og ég, svona feiminn eins og ég nú er, stamaði út úr mér: Á ég svo að hafa buxnaskipti héma fýrir framan ykkur. Ef þú vilt það síður, sértu hræddur við okkur, skaltu fara inn á skrif- stofuna að skipta. Ekki svo að skilja að ég sé beint hræddur, sagði ég, en það gæti valdið misskilningi ef ég er að striplast hér berlæraður um bjartan dag- inn. Það var þá sem önnur þeirra slökkti ljósið, svo það var næstum hálfrokkið inni. Hér er ekki birtunni íýrir að fara, sögðu þær blessaðar skellihlæjandi, en ég brá mér inníýrir og skipú. Og var ekki lengi, kom fram að vörmu spori í svörtum stíf- stroknum buxum, sem ég væri að fara á konsert hjá kómum. Anœgjan úr augum skein, er ég kom til baka. Nú er ég á grœnni grein á götunni án saka. Það er nú varla saknæmt, bregði menn sér úr buxunum um stundarsakir, sagði önnur, og hin var ekki sein á sér að botna setninguna, og sagði, ef menn gera ekkert meira. Ég er harðánægður með þessar fínu buxur, segi ég við þær stúlkumar og held svo áfram. Eg bermig vel í buxumfínum, bara að ég verði ekki alveg snar. Þið hafið bjargað brókum mín- um blessaðar góðu stúlkumar. Ég snaraðist út á götu með plastpoka dinglandi við hlið biluðu mína, buxnaræflana, og kom mér makindalega undir stýrið. Ég lauk mínum málum í bæn- um, svo var mér ekkert að van- búnaði, sveitin sjálf framundan og sólin enn að leika sér hátt í Austurijöllunum, og þó jóla- fasta. - Það er svo sem greinilegt hvar best er að vera. I sveitinni undir þessum sviphreinu ijöll- um Tröllaskagans svifú sólar- geislar rétt áðan. Sólin sendir geisla sína þangað löngu efúr að sest er vestur í firðinum. Vegur- inn þráðbeinn fram, svo langt sem séð varð og það var bjart á þessum degi sem oft áður á þessu góða ári. Var því hvorki hik né hangs, hratt í botn var slegið. BíUirm eigi brást til gangs á bensíninu legið. í sömu andrá var mér litið niður á nýju buxumar mínar og.... Þvílíkar buxur, drottinn minn dýri, dásamlegt þeim að vera í. Er líka kátur undir stýri eins og það vœri sumarfrí. Svo gefég í botn og bíllinn þýt- ur, brautin undir rennur skjótt. Franuni í sveit enn sólar nýtur, svona er ennþá langt í nótt. Gunnar Gunnarsson. Okeypis smáar Til sölu! Til sölu Toyota Corolla Sedan 1300, 8 ára, árg. ‘88, ekinn 150.000 km. Topp bfll. Upplýsingar í síma 453 6206 eftirkl. 20. Gunnar. Til sölu tvær kefldar kvígur. Upplýsingar í síma 452 7131. Húsnæði til leigu! Til leigu einstaklingsíbúð niðri í bæ. Upplýsingar í síma 453 5577 e. kl. 18. Fást gefíns! Hvolpur af blönduðu kyni, 10 vikna gamall, fæst gefins. Upplýsingar í síma 453 5225. Fallegur hvolpur fæst gefins ef einhver hefur áhuga hafið samband fljótt í síma 453 8187. Bændur og hestamenn athugið! Tek í tamningu og þjálfun frá og með 1. jan. Tek einnig að mér jámingar. Vönduð og góð vinna. Upplýsingar í síma 453 6764 eftir kl. 18. Stefán Steinþórsson, Kýrholti. Tamningar - þjálfun Tek hross í tamningu og þjálfun frá 1. febrúar. Upplýsingar í síma 453 5747 og 898 5234. Friðgeir Kemp, Laugartúni 11. Hestamenn - bændur - athugið! Tek hross í tamningu og þjálfun í vetur. Vinsamlegast staðfestið eldri pantanir sem fyrst. Gunnlaugur Jónsson Stóru-Gröf í síma 453 8208. Góðir áskrifendur! Þeir sem enn eiga ógreidda innlieimtuseðla vegna áskriítargjalda ern vinsamlegast beðnir að greiða hið allra fyrsta. Feykir. Vöruflutningar Sauðárkrókur - Skagaljörður Vörumóttaka hjá HSH í tollvörugeymslunni Héðinsgötu 1-3 - Sími 581 3030 Bjarni Haraldsson simi 453 5124. Auglýsing í Feyki ber árangur Auglýsing um svæöissldpulag í Skagafíröi Tillaga að svæðisskipulagi Skagafjarðar, skipulagsuppdráttur og tillögugreinargerð ásamt forsenduhluta liggur frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunum á Sauðárkróki, alla virka daga kl. 8 til 17 frá 7. janúar 1998 til 5. febrúar 1998. Byggingafulltrúinn Sauðárkróld.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.