Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 4

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 4
4 FF.YKIR 1/1998 Diilíirfulli auðkýfmgurimi reyndist lausaleiksbarn úr Skagafirði „Lausaleiksbarnið úr Skagafirði sem varð einn auðugasti Vestur-íslending- urinn”. Þannig hljóðaði fyrirsögn greinar í dagblaði að Sewert William Thurston og Ellen konu hans gengn- um. Sagan þama að baki er ævintýra- leg, og lengi vel var hún sveipuð dulúð vegna þess að bakgrunnur Sewerts var hulinn löndum hans fyrir vestan og það var ekki fyrr en á síðustu mán- uðum ævi sinnar sem hann hafði orð á því að vitja æskuhaganna, en entist ekki líf. Sewert hafði það að megin- reglu lífs síns að horfa aldrei um öxl heldur ávallt fram á veg. Svo trúr reyndist hann kjörorði sínu að þeir sem stóðu honum næstir vissu ekkert um uppruna hans annað en það eitt að hann væri íslenskur maður. Þjóðrækniskenndin er rík hjá Vestur- íslendingum og hefur ekki síst orðið vart nú á seinni árum. Á liðnu sumri vitjaði Sherry Thurston dóttir Sewert Thurston æskustöðva íoður síns í Skagafirði og átti þá góðar stundir með frænda sínum Ragnari Guðmundssyni múrarameistara á Sauðárkróki, en hann er af Skíðastaða- mönnum kominn. Sigurlaug Olafsdóttir móðir Sewerts var amma Ragnars. Það var fyrir tilviljun að Ragnar rakst á grein um Sewert Thorston eftir Pétur Thor- steinsson sendiherra í Morgunblaðinu fyrir nokkrum ámm. Það varð til þess að hann hafði upp á þessu skyldfólki sinu vestan hafs og bauð því síðan hingað í heimsókn. Ragnar sagði það hafa verið sérstök upplifun að fá þessa góðu gesti og Sherry og manni hennar Garry Thorsell hefði þótt mikið til koma að heimsækja Skagafjörðinn. Snemma beygðist krókurinn En svo aftur sé vikið að lausaleiks- baminu sem varð einn auðugasti Vestur- íslendingurinn, þá hét hann Sigurður Þorsteinsson. Faðir hans Þorsteinn Olafs- son var frá Daðastöðum á Reykjaströnd. Hann fékk ekki að eiga Sigurlaugu fyrir konu og fór einsamall með Sigurð aðeins árs gamlan vestur um haf. Snemma kom fram í honum þau gen sem sögð em fylgja Skíðastaða- og Hvalsnesættum, ijáraflasemi og dugnaður. Þegar Sigurð- ur komst að því hvað það kostaði að fermast bað hann föður sinn að sleppa við það, hvort hann gæti ekki frekar fengið peninginn sem það kostaði. Þor- steinn faðir hans féllst á það. Sigurður vann ungur hörðum hönd- um í sögunarmyllu, en þjáðist af asmasjúkdómi og þurfti því að skipta urn vettvang. Hann var góður fimleikamað- ur og gekk í sýningarflokk. Slys við þá iðkan batt skjótan endi á ferilinn og þá var það sem Sigurður snéri sér að versl- unaífræðum. Auk þess að læra af sér Vestur-íslensku hjónin í heimsókn hjá frændfólki sínu á Sauðárkróki. Frá vinstri Ragnar Guðmundsson, Sherry Thorsteon, Margrét Einarsdóttir, Margrét Helgadóttir og Garry Thorsell. eldri mönnum, las hann margt hagnýtt er gæti reynst vel í kaupsýslu. Sigurður snéri sér að hótelmennsku. Byrjaði sem næturvörður í gistihúsi, en boltinn hlóð utan á sig. Hann eignaðist með tímanum sitt eigið hótel og stofnaði síðan hótelkeðju og varð mjög auðugur maður. Hafði aldrei neitt samband við landa sína Þegar Pétur Thorsteinsson var sendi- herra Islands í Bandaríkjunum, fýsti hann að ná fundi þessa dularfulla manns. „Mér var tjáð að í útjaðri Bellevue, byggi Seweit Thurston sem áreiðanlega væri auðugastur allra íslendinga. En hann hafði aldrei neitt samband við ís- lendinga og ekki væri vitað um neinn Is- lending sem hefði náð fundi hans. Mér lék strax forvitni á því að hitta þennan mann, einkum af því að þá var verið að stofna Thor Thors sjóðinn og safna í hann fé. Ég hringdi því til Thurstons og bauð hann mér strax heim til sín. Ég dvaldi dagstund á heimili hans og ræddi við hann og Ellen konu hans og tvo tví- burasyni þeiira sem þá vom rúmlega tví- tugir. Húsakynnin voiu stórog mikil, við stöðuvatn. Þama vom bryggjur og bátar, tennisvöllur, sundlaug og annað sem venjulega prýða slíka staði”, sagði Pétur í grein í Morgunblaðinu á sínum tíma. Pétur fékk séra Benjamín Kristjáns- son til að afla upplýsinga um uppmna Sewert Thurston. Sú greinargerð hefst með því að sagt er frá því að ísavorið 1887 fóm um 2000 íslendingar til Vest- urheims. 17. júní kom skip til Sauðár- króks og það tók vikutíma að brjótast í Nýjasta útaáfa sagnanna af Bakkabræðrum Búið að setja þá kyrfilega niður á Bakka í Fljótum Bræðurnir frá Bakka gína yfir grautnum á Hólum í Hjaltadal. Bræðumir á Bakka, Gísli, Eiríkur og Helgi, em með frægari þjóðsagnapersónum þessa lands. Uppmni bræðr- anna hefur þó verið talsvert á reiki, enda bæjamafnið Bakki til víða. Yfirleitt hefur þó verið talið að þeir bræður eins og margir fleiri þjóð- kunnir menn væm úr Svarf- aðardal, þótt gáfur þeirra Bakkabræðra virðist nokkuð minni en flestra annarra Svarfðdælinga. í Þjóðsögum Jóns Ámasonar em til tvær útgáfur af búsetu Bakka- bræðra. í annarri útgáfunni eiga þeir heima í Fljótum, en í hinni í Svarfaðardal. Síðar- nefndu útgáfunni fylgir hins vegar neðanmálsgrein Jóns um að Bakki muni vera í Fljótum. í nýjustu útgáfu af sögunum um Bakkabræðr- um, sem út kom nú fyrir jól- in frá útgáfunni Mál og mynd í Reykjavík, em þeir sagðir úr Fljótum. Blaðið Norðurslóð í Svarfaðardal hefur oft brýnt fyrir mönnum nauðsyn þess að Svarfdælir nýti sér bræð- uma þijá í því skyni að laða ferðamenn að dalnum. Bent hefur verið á að fleiri vilji eigna sér bræðuma og nú er ekki seinna vænna að gera eignamám á þeim bræðmm þar sem ný útgáfa af sögum þeirra setji þá kyrfilega niður í Fljótum. Nýja bókin er fal- lega my ndskreytt af Kristínu Amgrímsdóttur og að sögn útgefenda, Steingríms Stein- þórssonar, þótti rétt að taka af öll tvímæli um lögheimili bræðranna í þessari útgáfu. Að sögn Steingríms em öll kennileiti óljósari í eyfirsku útgáfunni og ekki hægt að átta sig á því hvar þeir búa. Öðm máli gegni hins vegar um skagfirsku út- gáfuna, þar séu margar tilvís- anir í þekkt kennileiti og bendir hann á eftirfarandi sögu því til staðfestingar. Bakkabræður gistu eitt sinn á Hólum í Hjaltadal. Vildu þeir um morguninn hraða sér af stað til að ná heim um daginn, en létu þó tilleiðast að bíða eftir heitum graut sem þeim var boðinn um morguninn. Þegar graut- urinn kom var hann svo heit- ur að þeim kom saman um að það væri ógemingur að bíða eftir að hann kólnaði svo að hann yrði étandi, en eins afargott mundi verða fyrir þá að gína yfir gufunni. Tóku þeir nú það ráð að þeir göptu yfir henni uns þeir hugðu koma saðning sína. Riðu þeir svo af stað. En þegar þeir vom komnir út hjá Sleitustöðum, sem nú er ysti bær í Hólasókn, hóf einn þeirra máls á því að þeir haft gleymt að þakka fyrir mat- inn. Sném þeir þá til baka heim að Hólum til að þakka fyrir matinn. í umíjöllun Norðurslóðar um Bakkabræður segir að þama beri ekki á öðm en að þeir bræður hafi tekið stefn- una út Hjaltadal en ekki upp á Heljardalsheiði eins og eðlilegt væri ef þeir hefðu átt heima í Svarfaðardal. En nú ber þess að gæta að það hefur aldrei þótt sérstak- lega eftirsóknarvert hér á landi að vera talinn heimsk- ur. Það gæti skýrt tregðu manna, jafnt í Fljótum sem í Svarfaðardal, til að eigna sér þá bræður. Og vel mætti hugsa sér að það hefðu verið Eyfirðingar sem hefðu kom- ið sögunum um Bakkabræð- ur úr Fljótum á kreik í því skyni að gera nágrönnum sínum grikk. Og svo hafi Fljótamenn svarað fyrir sig með því að skila bræðmnum aftur austur yfir heiði.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.