Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 2

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 2
2FEYKIR 1/1998 Framboðsþreifingar að bvrja í Vestur-Húnavatnssvslu Búist við svipuðu framboðs- munstri og á Hvammstanga Þeir sem spáð hafa í spilin Saga á Tröllaskaga varðandi framboð og sveitar- Stuðull Tölvubvinaður Borgarmýri 1, sími 453 6676 Viðgerðarþjónusta á sjónvörpum, myndbandstækjum, tölvum, prenturum ogöðrum rafeindatækjum. PlayStation Verð kr. 16.900 Úrval af nýjum leikjum Nokia 1611 Frábær GSM sími 140 tíma rafhlaða Kr. 22.900 stjómarkosningar í Vestur- Húnavatnssýslu að vori, telja að framboðsmunstur verði nokkuð svipað og verið hefur yfirleitt á Hvammstanga, það er að segja listar skyldir fram- sókn, sjálfstæði og allaböllum, og þeir muni einnig höfða til óháðra kjósenda. „Menn eru famir að raða upp á lista að gamni sínu, og sagt er að það sé gert á öðrum hvomm vinnustað í Vestur-Húnvatnssýslu en ann- ars er lítið farið að ræða um framboðsmál, enda lágu úrslit úr sameiningarkosningum ekki fyrir fyrr en skömmu fyrir jól”, sagði einn viðmælenda blaðs- ins fyrir vestan. Nokkrir þeirra er skipuðu framkvæmdanefnd vegna sam- einingar sveitarfélaga em taldir líklegir til að skipa efstu sæti framboðslista. Þar em nefnd nöfn þeirra Vals Gunnarssonar á Hvammstanga, Olafs Odds- sonar í Víðdalstungu, Heimis Ágústssonar á Sauðadalsá og Þórarins Þórhallssonar á Þór- oddsstöðum. Framsókn hefur sterka stöðu í V.-Hún. og talið líklegt að Valur muni þar verða í fylk- ingarbrjósti. Þá hafi menn einnig verið að gæla við það að Elín Líndal á Lækjarmóti muni gefa kost á sér í slaginn. Hjá Sjálfstæðismönnum er Ólafur B. Óskarsson í Víðidalstungu álitinn mjög vænlegur kostur til forustu. Þá hefur Þóraiinn Þor- valdsson á Þóroddsstöðum einnig gegnt veigamiklu hlut- verki á héraðsgmndvelli í mörg ár, en Þorvaldur Böðvarsson hreppsnefndarmaður á Hvamms- tanga hyggst draga sig í hlé. Forustumaður hjá Alþýðu- bandalagi á Hvammstanga er Guðmundur Haukur Sigurðs- son og talið líklegt að hann muni gefa kost á sér áfram. Þrátt fyrir þessa upptalning- ur er þó mörgu ósvarað þegar menn spá í spilin í V.-Hún„ enda ffamboðsmál rétt að fara af stað. M.a. velta menn fyrir sér hvar Heimir Ágústsson á Sauðadalsá muni skipa sér í sveit. Heimir hefur verið í lyk- ilhlutverki á héraðsvísu, en ver- ið kosinn óhlutbundinni kosn- ingu í sinni sveit og ekki viljað blanda sér í flokkspólitík. Auk oddvitastarfa í Kirkjuhvamms- hreppi hefur hann haft umsýslu með fjármálum byggðasam- lags um rekstur Laugabakka- skóla og sjúkrahúss og heilsu- gæslu á Hvammstanga. Á fundi bæjarstjómar Sauðár- króks fyrir áramót var sam- þykkt að í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar 1998, verði hafnar viðræður við stjóm Umf. Tindastóls um með hvaða hætti megi standa að uppbygg- ingu skíðasvæðis og annarra í næstu blöðum mun ég stikla á stóru við að greina frá verkefni sem hrint var úr vör í april síðastliðnum. Verkefnið hefur verið nefnt Saga á Trölla- skaga og er tilraun til að auka samvinnu milli þeirra sem vinna við ferðaþjónustu í Skagafirði, Siglufírði og víðar eítir því sem verkefhið gefur til- efni tfl. Markmiðin eru að þróa fræðandi dægradvöl út frá söguímynd héraðsins, ná ferða- fólki út af hringveginum til lengri dvalar á Norðvesturlandi en tengja jafnfiramt þjónustuað- ila á svæðinu og auka afrakstur og atvinnu í ferðaþjónustu. Þetta er ekki lítið markmið og enginn getur sagt nákvæmlega til um hvemig vinnan ætti að fara fram. Hugmyndinni hefur þó hvarvetna verið vel tekið því menn gera sér grein fyrir að taka verður á þróun ferðaþjón- ustunnar ef hún á að verða starfsvettvangur kynslóðanna til að taka við. I ljós hefur komið að flestir í ferðaþjónustu á svæðinu stunda hana ffernur sem hliðar- búgrein og reka ekki stór fyrir- tæki. Margir töldu einnig í upp- hafi að örðugt gæti reynst að ná íþróttamannvirkja, en stjóm UMFT hefur óskað eftir því að uppbygging skíðasvæðis verði sett í forgang. Á sama fundi var felld tillaga um að 10 milljóna framkvæmdafé til íþrótta- og æskulýðsmála á þriggja ára áætlun fari óskipt til sundlaugar. upp öflugri samvinnu vegna gamalgróins hrepparígs, sem reyndar finnst einnig milli hverfa í höfúðborginni. Víst er það að mörgum Ís- lendingi lætur betur að rífa upp starfsemi á eigin spýtur og standa og falla með eigin dugn- aði. Fólk hefúr þurft að treysta á mátt sinn og megin til að verða ekki undir í lífsbaráttunni. En í greinum eins og ferðaþjónust- unni þar sem flestir berjast við sameiginleg verkefni: stutta vertíð, dýrar fjárfestingar, vinnufreka markaðssetningu og samkeppni við aðra áfanga- staði, þá ætti samvinna margra smárra að geta skilað öllum betri árangri. Fyrir verkefnis- stjóra sem kemur að utan virðist svo augljóst að öllum þeim sem selja og veita einhvers konar þjónustu, upplýsingadreifingu, gistingu, veitingsölu, dægra- dvöl, ffæðslu, heilsuvemd, elds- neyti fyrir farartæki og göngu- hrólfa, hlýtur að vera styrkur að því að þekkja þjónustu hvers annars, samræma hana og styðja hvem annan. - Hvað er þá sterkara en að hafa samegin- legt leiðarljós og styrkja ímynd héraðsins, söguímyndina. María Hildur Maack. Bæiarstiórn Sauðárkróks Vill flýta gerð Þverár- fjallsvegar Bæjarstjóm Sauðáikróks sam- þykkú samhljóða á síðasta fúndi ársins áskomn til hæstvirts sam- gönguráðherra og þingmanna Norðurlandskjördæmis vestra að beita sér fyrir því að Þverárfjalls- vegur veiði settur inn á langtímaá- ætlun samgöngunefndar Alþingis. Herdís Sæmundaidóttir bar upp tillöguna, en í greinaigerð með henni segir að vegur um ÞveráiTjal! myndi ótvírætt styrkja alla atvinnustarfsemi í Skagafirði og Húnavatnssýslum vemlega, auk þess sem vegurinn myndi treysta búsetugmndvöll í kjör- dæminu öllu. Feykir sími 453 5757 Nýársfagnaður Félagsmálaráð Sauðárkróks býður bæjarbúum 67 ára og eldri til Nýársfagnaðar í Bifröst fimmtudaginn 15. janúar nk. kl. 15. Söngur, ræðumaður dagsins, góðar veitingar á boðstólum og Geirmundur spilar íyrir dansi. Þeir bæjarbúar sem óskar eítir því að verða sóttir heim eru vinsamlegast beðnir um að hringja tímanalega í síma 453 6174 og láta skrá sig. Verið velkomin. Félagsmálastjóri. Viöneður við Tindastól Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4, 550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757 og 453 6703. Myndsími 453 6703. Netfang: feykir @ krokur. is. Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Fréttaritarai" Sesselja Traustadóttir og Örn Þórarinsson. Blaðstjóm: Jón F. Hjartarson, Guðbrandur Þ. Guð- brandsson, Sæmundur Hermannsson, Sigurður Ágústsson og Stefán Ámason. Áskriftarverð 170 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 200 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf. Feykir á aðild að Saintökum bæja- og héraðs- fréttablaða.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.