Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 3

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 3
1/1998 FEYKIR 3 Þrettándagleði Heimis Vinsæl skemmtun Oft hefur þrettándaskemmt- un Karlakórsins Heimis verið vel sótt, en aldrei eins og sl. laugardagskvöld. Félagsheimil- ið Miðgarður var gjörsamlega troðið út úr dyrum og margir urðu ítú að hverfa. Samt létu all- margir gestir sér lynda að standa á þriðja tíma meðan skemmtun- in stóð. Láta mun nærri að á sjöunda hundrað manns hafí þama verið saman kominn, en reyndar var fyrirfram reiknað með rnjög góðri aðsókn. Nokk- ur eftirvænting ríkti þar sem vit- að var að kórinn var búinn að æfa upp nýja söngskrá og nokk- ur lög yrðu frumflutt á þessari skemmtun. Sumir komu langt að til að fylgjast með söngnum og er það dæmi um hinar geysi- legu vinsældir Heimis að fólk kom allaleið austan frá Raufar- höfn, úr Reykjavík og úr ná- grannabyggðum, Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og Húnvetn- ingar voru (jölmennir í Mið- garði á laugardagskvöld. Heimismenn voru með 13 laga prógramm á skemmtuninni en undirtektir gesta voru slíkar að 20 lög höfðu verið sungin þegar yfir lauk, aukalög og end- urtekningar laga, en beðið var um endurflutning a.m.k. fimm laga, þar á meðal alra frumfluttu laganna, eftir þá Björgvin Þ. Valdimarsson, Geirmund Val- týsson og Hörð G. Olafsson. Sjálfsagt hefur mesta eftirvænt- ingin verið að hlýða á lög þeirra tveggja síðamefndu, og greini- legt var að samkomugestir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Söngur Heimismanna var kraftmikill og einsöngvaramir skiluðu sínu mjög vel. Sérstaklega fengu þeir Einar Halldórsson og Osk- ar Pétursson góðar undirtektir áhorfenda. Kynnir samkomunnar var Hjálmar Jónsson alþingismaður og var hann með gamanmál á vömm að vanda, sem og Stein- grímur Sigfússon alþingismað- ur, sem boðið var til samkom- unnar sem skemmtikrafti og var ekki annað að heyra en hann næði að uppfylla þau skilyrði. Steingrímur er mjög lipur hag- yrðingur og sagði margar skemmtilegar sögur, m.a. af lit- ríkum karaktemm af sinni heimaslóð á Langanesinu. Heiðursgestur kvöldsins var Vestur-fslendingurinn Davíð Gíslason og frú frá Svaðastöð- um á Nýja-íslandi. Davíð var Óskar Pétursson stórtenór þenur raddböndin. Páll Dagbjartsson afhendir heiðursgestunum gjöf sem þakk- iætisvott fyrir góða aðstoð í Kanadaferð kórsins, Vestur Islend- ingnum Davíð Gíslasyni og konu hans Gladvs Gíslason. Það var kraftur í söng Heimismanna að vanda. Heimismönnum mjög innan handar í Kanadaferð þeirra fyrir tveim ámm. Hann sagði í ávarpi sínu að jólakveðjumar sem hann hefði fengið frá Heimis- mönnum væm svo margar að það hefði verið langeinfaldast fyrir sig að koma á skemmtun hjá þeim og endurgjalda þær á þann hált. Davíð er mikill söng- unnandi og kveðstósjaldan hlusta meðan hann situr í þreskivélinni á snældu með Heimismönnum. Hann talar ótrúlega vel íslensku og þakkar það frænda sínum Herði Ingimarssyni á Sauðár- króki, hversu mikla rækt hann hefur lagt við málið, og þannig auðveldað sér að halda tengslum við land og þjóð, en þeir hafa skrifast át'40ár. Auglýsing um svæðisskipulag Skagafjarðar Samkvæmt 13- grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu að svæðisskipulagi Skagafjarðar. Skipulagstillaga þessi nær yfir núverandi og fyrirhugaða byggð og aðra landnotkun næstu tólf árin í þeim tólf sveitarfélögum sem aðild eiga að samvinnunefndinni. Tillaga að svæðisskipulagi Skagaíjarðar, skipulagsuppdráttur og tillögugreinargerð ásamt forsenduliluta liggur frammi almenningi til sýnis frá 7. janúar 1998 til 5. febrúar 1998 og er öllum heimilt að skoða hana á þeim sýningarstað sem þeir kjósa. Tillagan liggur frammi á eftirtöldum stöðum: 1. Akrahreppi, Félagsheimilinu Héðinsminni. 2. Fljótalireppi, Ketilási 3. Hofshreppi, skrifstofu hreppsins Hofsósi 4. Hólahreppi, Bændaskólanum Hólum. 5. Lýtingsstaðahreppi, skrifstofu Iireppsins Lækjarbakka 5,Steinsstaðabyggð 6. Rípurhrcppi, Félagsheimili Rípurlirepps 7. Sauðárkróki, bæjarskrifstofunum í Búnaðarbankaliúsinu, Sauðárkróki 8. Seylulireppi, Félagsheimilinu Miðgarði 9. Skarðshreppi, Félagsheimilinu Ljósheimum 10. Skefilsstaðalireppi, Félagsheimilinu Skagaseli 11. Staðarhreppi, Félagsheimilinu Melsgili 12. Viðvíkurhreppi,skrifstofa hreppsins Enni 13-Skrifstofa Héraðsnefndar Skagfirðinga, Stjómsýsluhúsinu á Sauðárkróki 14. Skipulagsstolhun, Laugavegi 166, Reykjavík Oddvitar veita nánari upplýsingar um opnunartíma þar sem sýnt er í félagsheimilum.Athugasemdum við skipulagstillöguna, ef einliverjar eru, skal skila til samvinnunefiidar um svæðisskipulag Skagafjarðar hjá Héraðsnefnd Skagfirðinga í Stjómsýsluhúsinu á Sauðárkróki eigi síðar en 18. febrúar 1998 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni. Samvinnunefnd um svæðisskipulag Skagafjarðar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.