Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 6

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 1/1998 Hvers eigum við að gjalda? Hvers eigum við að gjalda sem eigum viðskipti við útibú Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð. Erum við óæðri kynstofn af því við búum í framhéraðinu? Hvers eigum við að gjalda þegar skynsemin segir okkur að hagkvæmara sé að versla annars staðar þó þjónusta afgreiðslufólksins sé eins og best verður á kosið. Lipurð og kurteisi þess er óað- finnanleg, hvort sem keypt er bensín, veitingar eða aðrar vör- ur. Einnig er hrósvert hvað vöruúrval er fjölbreytilegt í ekki stærri verslun. í ljós hefur komið, okkur tryggum við- skiptavinum til hrellingar, að vöruverð er umtalsvert hærra en í Skagfirðingabúð, verslun KS á Króknum, það urntals- vert að skiptir nokkmm þús- undum króna á mánuði fyrir meðalstóra fjölskyldu. Sú fá- sinna stjómar KS að álíta hátt vömverð skili hagnaði á tím- um verðsamkeppni er ótrúleg. Saga Kaupfélagsins á ýmsum stöðum á landinu, sem hafa lagt upp laupana, er rekin með- al annars lil óhagstæðs vöm- verð miðað við aðrar verslan- ir. Þetta heitir „að fylgjast ekki með breyttum tímum.” Fólk munar ekkert um að keyra til Akureyrar, þegar það veit að það hagnast á því, þrátt fyrir bensínkostnað. Nú um jólin kaus Frjáls verslun „menn ársins” og hlutu titilinn feðgamir í Bónus. Skyldi það vera vegna hárrar álagningar? Neytendasamtökin gerðu verðkönnun 30. september sl. Áður á þessu ári hafði verð á mjólkurvörum verið hærra í Varmahlíð en í verslun KS á Króknum. Þegar þessi verð- könnun Neytendasamtakanna var gerð í september hafði stjóm KS séð að sér og leiðrétt misræmið á þeim vömm vegna hneykslunar og kvartana neytenda. Það er vitað að útibússtjór- inn í Varmahlíð hefur lagt sitt að mörkum til að leiðrétta þetta misræmi, enda annt um sína viðskiptavini. Er honum óskað velfamaðar í þeim málum. Hér á eftir er tekið sýnis- hom úr þessari verðkönnun neytendum til fróðleiks. Alls náði könnunin til 127 vömteg- unda. Helga Magnúsdóttir, Steinsstaðabyggð. KS Skr. KS Varm. Emmess, hversdagsís, súkkulaði, 21 dós 398 610 Emmess, skafís, vanillu, 21 dós 449 650 Olífuolía, Filipo Berio, venjuleg 500 ml 298 324 Spergilkál, (fryst), ísl. meðlæti, 250 gr. poki 139 182 Frosted Cherios, General mills, 574 gr. poki 329 363 Kex, Wasa, fmkost, 250 gr. pakki 139 165 Kjúklingur, (frosinn ekki undir 1000 gr. stk.) 599 740 Lifrakæfa, KEA, 120 gr. dós (rauð) 89 116 Aspargussúpa, Campell’s, 295 gr. dós 98 124 Kaffi, Gevah'a, meðalbr. rauður, 500 gr. pakki 349 581 Coka cola, 2 1 flaska 169 189 Appelsínuþykkni, Egils 1,8 1 brúsi 329 429 Klósettpappír, ódýrasti pr. rúlla. (mæliein.verð) 21 45 Tannkrem, Colgate, Karies m/xylitol, 75 ml 149 192 Þvottaduft, Ariel future, í pakka/poka. Mæliein. 419 498 Happdrættisvinningur í snjóflóðahættu „Góðan dag, þetta er hjá Happdrætti SÍBS. Ég er að hringja til að segja þér að hæsti vinningur- inn í þessum mánuði kom á þinn miða”. Sumir halda að verið sé að spauga við þá þeg- ar þeir fá svona símtal og það líður smá tími áður en fólk leyfir sér að fagna. Síðan kemur spum- ingin: „Hvað var hann hár?!” Pálína Fnmannsdóttir og Anton Sigurbjöms- son á Siglufirði fengu tilkynningu um að þau hefðu unnið sjö milljónir í Happdrætti SIBS þriðjudaginn 14. janúar sl. Þau fengu þó ekki langan tíma til að fagna, því á fimmtudeginum þurftu þau að flytja úr húsinu sínu vegna snjó- flóðahættu. Vinningurinn kom sér vel Pálína segir að þau þurfi yfirleitt að yfirgefa húsið tvisvar til þrisvar á vetri vegna flóðahættu. Datt henni ekki í hug að kaupa nýtt hús ann- ars staðar fyrir peningana? „Nei við höfum átt heima í þessu húsi í 28 ár og viljum alls ekki flytja þrátt fýrir þessi óþægindi. Við kunnum vel við okkur hér og emm mjög heimakær. Hins vegar kom vinningurinn sér ákaflega vel. Við eigum sex böm og nokkur þeirra em að byija að búa, sem er erfitt eins og gengur. Þau fengu að- eins að njóta þess að við fengum vinninginn og síðan er gott að eiga smávegis eftir ef eitthvað skyldi koma upp á í framtíðinni.” Gaman að leggja málefninu lið ,JÉg hef átt þennan miða síðan 1959. Ég hef fengið á hann smá vinninga einstaka sinnum en hvort sem miðinn hefur gefið vinning eða ekki Pálína Frímannsdóttir og Anton Sigur- björnsson. þá hefur mér aldrei komið í hug að gefa hann frá mér”, segir Pálína. „Mér hefur alltaf fundist SÍBS svo sérstakt og gott félag að ég hef viljað halda tryggð við það og happdrættið. Ágóðinn af happdrættinu fer til góðra málefna sem gaman er að leggja lið.” Pálína segir að hún og Anton hafi ekki hald- ið sérstaklega upp á vinninginn, enda kannski ekki bestu aðstæður til þess. „Hins vegar getur vel verið að við höldum upp á það þegar eitt ár er liðið frá því við fengum hann”. Sverrir Þór Sverrisson og félagar hans í Tindastóli þurfa að hafa fyrir hlutunum í seinni umferðinni. Þeirra bíða margir erfiðir leikir í vetur. Takmarkið að halda sér meðal 4 efstu liða“ segir Páll Kolbeinsson þjálfari Tindastóls „Takmarkið hjá liðinu er að halda sér í hópi íjögurra efstu liða en það verður mjög erfitt og við þurfum að spila vel í seinni umferðinni til að það takist. Leikjaprófgrammið er erfitt, við eigum eftir marga útileiki gegn liðum í efri hluta deildarinnar. En þetta lítur á margan hátt vel út hjá okkur”, segir Páll Kol- beinsson þjálfari úrvalsdeildar- Uðs Tindastóls í körfubolta. Þegar deildarkeppnin er hálfnuð erTindastóll í öðm sæti með 16 stíg, jafnmörg og Hauk- amir, en Grindvíkingar em efstir með 20 stig. í fjórða sæti em ís- firðingar með 14 stig og síðan em næstu lið skammt undan, þannig að ljóst er að baráttan verður hörð í seinni hluta keppninnar. Átta lið komast í úr- slit og þau fjögur efstu öðlast rétt til að leika fyrst á heimavelli og standa þar af leiðandi betur ef til aukaviðureignar kemur. Tindastóll hefur á að skipa sterku liði um þessar rnundir. Margir óttuðust að það mundi reynast liðinu illa að margir leikmanna er við nám syðra og æfir hluti liðsins þar. Tveirþess- ara leikmanna hafa nú snúið á heimaslóð, þeir Amar Kárason og Skarphéðinn Ingason. Fyrsti leikur Tindastóls í seinni umferðinni verður í Borgamesi annað kvöld, fimmtudagskvöld, gegn Skalla- gnmi. Tindastóll á síðan eftir að mæta á útivöllum: Njarðvík, Keflavík, ísafirði, Haukum og Grindavík. Heimaleikimir verða gegn Akranesi 16. janúar, IR 30. janúar, KR 6. febrúar, Val 6. mars og Þór 12. mars. Áramótahugleiðing 1997 Hugleiðing um mengun Vötn deyja, visnar gróður, vindar blása um berurjóður. Dökk afstráum drýpur dögg. Kvaka fuglar klökkum rómi komast ei hjá skapadómi. Sveipuð mistri sól í hafið sígur. Brýtur á skerinu, brýtur á börnum lands, brotin flest lögmál Skaparans. Skyldi feðranna frón fallið í heimsku og dóp. Sauðárkróki í des. 1997 Edda Vilhelmsdóttir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.