Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 5

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 5
1/1998 FEYKIR 5 gegnum ísinn vestur með landinu. A Sauðárkróki hafði komið um borð 37 ára verkamaður ógiftur, sem hét Þor- steinn Olafsson, þreklegur maður en ekki hér vexti, rammur að afli og karlmenni. Ekki var hann með neinu fólki öðru nema hvað hann bar á handlegg sér dreng um það bil 1 árs eða tæplega það. Hét sveininn Sigurður og ætla ég víst að það sé sá hinn sami og síðar kallaði sig Sewert William Thurston. Ekki er unnt að finna fæðingardag hans af bókum, því að kirkjubók sú sem það geymdi brann í húsbruna á Sauðárkróki um síðustu alda- mót. Fengu ekki að setjast á brúðarbekk Hvemig stóð nú á ferðum þessa manns og hverju sætti það, að hann var með dreng þennan í fangi sér, sem hann reyndi að hlynna að eftir föngum, enda sýndist að bamið væri aleiga hans. Mundi kona hans vera dáin? Okunnugir hefðu getað ímyndað sér það, því að maðurinn var dapurlegur á svipinn, talaði fátt og brosti sjaldan. Það var auðséð að hann bar harm í huga. Til vom þeir menn í hópnum sem höfðu hugmynd um það, hvað að þessum einmana manni amaði og hvaða sorgarleikur það var sem kom- ið hafði honum til að flýja ættjörð sína. Þorsteinn Ólafsson fæddist árið 1849 og ólst upp hjá föður sínum Ólafi Gísla- syni bónda að Daðastöðum á Reykja- strönd. Stundaði hann sjómennsku frá unga aldri bæði fyrir norðan og sunnan, alls um 14 ára skeið og var talinn hinn röskasti sjómaður. Eftir það gerðist hann vinnumaður hjá Skúla bónda Bergþórs- syni, sem lengi bjó á Meyjarlandi á Reykjaströnd. Hann var talinn greindar- maður og hagyrðingur góður. Kona hans Sewert Thurston á efri árum. hét Elín Jónsdóttir talin skaphörð nokk- uð. Þau vom vel efnuð og talin í betri bænda röð. Höfðu þau átt eina dóttur bama, sem þau misstu á æskuskeiði, og hörmuðu að vonum mikið. Arið 1882 keyptu þau jörðina Kálfárdal í Göngu- skörðum og bjuggu þar til æviloka. Þor- steinn fór með þeim í Kálfárdal. Vorið 1855 höfðu flust að Kálfárdal. Ólafur Rafnsson bóndi og Sigríður Gunnarsdóttir kona hans, þá nýlega gift. Ólafur andaðist 3. maí 1865 frá nokkmm bömum ungum. Yngsta bamið hét Sigur- laug, f. 9. sept. 1865, ijómm mánuðum eftir dauða föður síns. Það bam tóku þau hjónin á Meyjarlandi til fósturs og ólu stúlkuna upp, sem sitt eigið barn og skyldi hún ganga til arfs eftir þau. Sigur- laug Ólafsdóttir ólst upp hjá fósturfor- eldmm sínum að Meyjarlandi og síðan í Kálfárdal í miklu eftirlæti og ástríki, og þótti nú einna álitlegasti kvenkostur sveitarinnar, enda stóð hún til að verða jarðeigandi. Það kom því mjög á þau hjónin, þeg- ar þau urðu þess vör, að fósturdóttir þeirra, Sigurlaug, og Þorsteinn vinnu- maður tóku að fella hugi saman og vom leynilega heitbundin. Hafði henni verið ætlaður annar ráðahagur, sem fósturfor- eldmnum fannst álitlegri. En meira varð þeim um og þó einkum fósturmóðurinni, er það kom brátt í ljós að Sigurlaug var kona ekki einsömul og Þorsteinn hafður fyrir sökinni. Varð af þessu mikil óánægja og ekki að tala um að Þorsteinn fengi konunnar, og var talið að Sigurlaug sætti harðræðum nokkmm af fóstm sinni íyrsta sinni. Var hún harm- þmngin og fékk ekki að gert. Var Þor- steini vísað á brottu. En þó varð sá endir þessa máls, að hann fengi að halda bam- inu, þó honum væri þverlega synjað um stúlkuna. Fannst Sigurlaugu hún ekki geta farið frá fósturforeldrum sínum, sem nú vom orðin gömul og slitin, og höfðu gert vel til hennar áður. Kannski hugsuðu þau sér að reyna að ná saman seinna. Á faraldsfæti fyrir vestan En Þorstein langaði ekki til að eiga lengur heima í þessari sveit, sem lék hann svo grátt og fýstist af landi brott með bam sitt. Fór hann fýrst til Nýja Is- lands (Gimli) þangað sem Sigurður bróð- ir hans var kominn fyrir fám ámm og var hjá honum í tvö ár. Síðan var hann tvö ár í Seattle, hálft ár í Wash, fluttist þá til Grafton í N-Dakota og átti þar heima alls um sjö ára bil. Þar hygg ég að hann hafi kynnst konu sinni Sigurveigu Jónsdóttur af Langanesströndum og gifst henni. Hún mun hafa verið fædd að Gunnars- stöðum á Langanesi 5. okt. 1844. Fluttust þau hjón aftur vestur á ströndina til Blaine og bjuggu þar til æviloka. Um eitthvert skeið bjó Þorsteinn þó í Mari- ette, 18-19 ár, en fluttist til Blaine 1917. Um það leyti dó Sigurlaug en ekki hef ég í höndum heimild um dánardag Þor- steins, hygg að hann hafi dáið á ljórða áratugnum. Misskipt er manna láni Það er af Sigurlaugu að segja að hún bar harm sinn í hljóði og var áfram hjá fósturforeldmm sínum í Kálfárdal. Fékk hún engin fararefni til vesturferðar enda gat hún nú ekki fengið sig til að fara frá fósturforeldrum sínum í elli þeirra. Liðu svo átta ár að hún giftist ekki. En er hún frétti af giftingu fyrrverandi unnusta síns giftist hún að lokum 22. júní 1895, þó sámauðug að því er talið var, einum helsta bóndasyni sveitarinnar, Sölva Guðmundssyni og áttu þau nokkur böm sem sum dóu úr berklum. Sigurlaug Olafsdóttir andaðist að Skíðastöðum í Laxárdal 2. febrúar 1922. Var haldið að hún hafi ávallt tregað æskuunnusta sinn”, segir í greinargerð Benjamíns. Hannes Pétursson segir í bókinni „Misskipt er mannaláni”, í þætti um Skúla Bergþósson á Meyjarlandi þar sem Sigurlaug Olafsdóttir og Þorsteinn Ólafs- son koma við sögu. „Ami Daníelsson og Heiðbjött Björs- dótúr frá Veðramóú áttu hin fyrri hjúskp- arár sín heima í Blaine, en seinna á Sjáv- arborg í Skagafirði í Skagafirði um langa hríð. Arið 1923 og ‘24 vitjaði þeirra þar vestra Þorsteinn Olafsson. Hann spurðist fyrir um Sigurlaugu, unnustu sína frá gömlum dögum, og virtist reyndar sem hann kæmi sérstaklega í því skyni að frétta um hagi hennar”. N D OG STRANDIR Ný tt áskr ift ar ár e r h afi ð eppnin öur þín hér milljónir óskiptar á einn miða 14. JANUAR 'ir aukavinningar: ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK tu vinningslíkur í Hvammstangi Róberta Gumipórsdóttir Lækjargötu 6, sími 451-2468 Blönduós Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi, sími 452-4200 Skagastrónd Guðrún Pálsdóttir Bogabraut 27, sími 452-2772 Sauðárkrókur Friðrik A. Jónsson Háuhlíð 14, sími 453-5115 Hofsós Ásdís Garðarsdóttir Kirkjugötu 19, sími 453-7305 Siglujjörður Guðrún Ólöf Pálsdóttir Aðalgötu 14, sími 467-1228 Grimsey Steinunn Stefánsdóttir Hátún, sími 467-3125 ólafijjörður Reykjahlíð Valberg hf. Hólmfríður Pétursdóttir Aðalgata 16, sími 466-2208 Víðihlíð, Myvatnssvcit, sími 464-4145 Hrísey Krla Sigurðardóttir, sími 466-1733 Dalvík Sólveig Antonsdóttir Hafnarbraut 5 , sími 466-1300 Hiisavík Kristín I.inda Jónsdóttir, Miðhvammi Aðaldal, sími 464-352 Skóbúð Húsavíkur Garðarsbr.13, sími 464-1337 Akureyri Björg Kristjánsd. Strandgötu 17, sími 462-3265 Kópasker Oli Gunnarsson Klifagata 10, sími 465-2118 Sigríður Guðmundsdóttir Svalbarði, sími 462-3964 Grenivík Brynhildur Friðbjörnsdóttir Túngötu 13B, sími 463-3227 Laugar Rannveig H. Ólafsdóttir Laugum, Rcykdælahr. S.-Ping., sími 464-3181 Raufarhófii Stella Porlaksdóttir Nónas 4, sími 465-1170 Þórshöfn Sparisjóður Þórshafnar og nágrennis sími 468-1117 Óbreytt miðaverð: 700 kr. íslensku stórhappdrætti

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.