Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Page 16

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Page 16
14 kafi við að ljúka verkefnum. Þegar skólan- um lauk, tóku samt 43% nemanna sér smá leyfi áður en heim var haldið. Við kynntumst þarna mörgum góðum dýrum, og góðu fólki sem lagði sig í líma við að aðstoða okkur og gera dvölina sem ár- angursríkasta. Það fyllti langan lista og yrði í anda Óskarsverðlaunaafhendingaþakkar- gjörða ef tíunda ætti alla velgjörðamenn og velgjörðadýr okkar. Þarna þurfti ekki að fara niður á Tjörn til að gefa brabra brauð, held- ur komu þeir inn á heimilið og upp í rúm ef þurfa þótti og tækifæri gafst. í vetur verðum við ekki alveg í samfloti og vinnum að mismunandi tímafrekum verkefnum. Við erum þó með tvær sameig- inlegar námsgreinar fram að jólum. í þeirri fyrri munum við velta okkur upp úr alls konar greiningarmötum. Við byrjum á þeim sálfræðilegu, því þau hafa lengstu hefðina. Svarað verður spurningum um marktækni og áreiðanleika sálfræðiprófa, hvernig þau hafi verið staðfærð, fyrir hverja þau hafi upphaflega verið gerð og á hvern hátt þau séu lögð fyrir. Svo tökum við fyrir ákveðið iðjuþjálfamat og athugum hvort það uppfylli öll sett skilyrði, og sýna í verki að við getum notað það rétt. í seinni námsgreininni er metinn ímynd- aður skjólstæðingur með margþætta sjúk- dómsgreiningu. Þetta verkefni eins og önn- ur í þessu námi krefst þess að nemandinn stingi sér á kaf í heimildaöflun og fræðist um hvað aðrir hafa rannsakað, gert eða sagt um málið. Spumingum eins og á hvem hátt iðjuþjálfin ætli að meta ástand skjólstæð- ingsins og á hvaða forsendum meðferðará- ætlun sé byggð verður svarað. Þá koma við sögu hvaða mælitæki henti best og hvort hægt sé að spá um gang meðferðar. í þess- um áfanga er ekki nóg að gera skýrslu um málið í ritgerðarformi. ímyndaðir áheyrend- ur okkar verða sérfræðingar á hinum ýmsu sviðum heilbrigðismála. Við verðum því að koma þessu frá okkur eins og best hentar þessum aðstæðum s.s. með glærum, lit- skyggnum og á öðru myndrænu formi til að halda athygli áheyrendanna. í þessum áfanga fléttast einnig siðfræði og klínisk rökfærsla iðþjálfa. Það er ekki alveg ákveðið hvenær við för- um út á næsta ári, vor eða haust. Námið hef- ur reynst æði tímafrekt og hafði enga okkar grunað hvað í vændum var, - enda eins gott. Önnur hlutverk okkar taka sinn toll og tog- streitan venst aldrei. Við sjáum ekki ennþá fyrir endann á þessu en höfum nú þegar komist alllangt. Ekki sést enn í toppinn; takmarkið, - fyrir þoku og öskufalli? Hræðsla grípur mann ennþá af og til. Kemst ég alla leið? Örmagnast ég og gefst upp? Villist ég af leið? / Missið ekki af spennandi framhaldi 1997. / Aðeins í Iðju- þjálfanum, blaði allra iðjuþjálfa. AUQLÝSINQAVÖRUR VERÐLAUNAORIPIR Dalshrauni 11 • Hafnarfirði • Símar 565 1 995 og 565 1999 • Fax 565 1811

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.