Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Síða 29

Iðjuþjálfinn - 01.12.1996, Síða 29
27 Linda Aðalsteinsdóttir, iðjuþjálfanemi Útlendingur í eigin landi Ég undirrituð er á 3ja og síð- asta ári í iðju- þjálfun og á námsferli mín- um hef ég gengið í gegn- um 10 alís- lenskar starfs- námsvikur - 5 vikur á Kristnesi á Akureyri (end- urhæfingardeild) og hinar 5 á Reykjalundi (geðsvið). Skólinn minn, sem heitir Hálsohögskolan og er staðsettur í Jönköping í Svíþjóð, hefur reynslu af íslenskum iðjuþálfanemum og einnig í því að senda þá „heim" í starfsnám. Mér þótti tilvalið að skella mér á heimaslóð- ir og sá það sem kost að geta nýtt mér mína eigin tungu til að fá frekari vitneskju um framtíðarvinnuna. Ég man að mér brá í brún þegar ég lenti á fyrsta iðjuþjálfasamtalinu og velti mikið fyr- ir mér hvort konan á móti mér væri yfirleitt að tala íslensku. Orð eins og „vitsmunaþætt- ir" og „snertiformskynjun" voru mér algjör- lega framandi. Mér leið eins og útlendingi í mínu eigin landi þegar ég spurði hvort þetta þýddi það sama og „xxx" á sænsku. En leiðin lá uppá við og mér leist mjög vel á mig á báðum stöðum. íslenskir iðjuþjálfar gefa þeim sænsku ekkert eftir, hvað varðar að handleiða ráðvillta nema í gegnum krók- óttan frumskóg iðjuþálfunar. Sjúklingamir tóku þessu öllu mjög vel og mótmæltu ekk- ert kröftulega er þeir voru settir í hendur mér. Flestir vom þó mjög hissa á því hvað þessi iðjuþjálfanemi sem kom frá Svíþjóð til að taka verknámið, talaði góða íslensku. í verknáminu kynntist ég mjög góðri teymisvinnu og einnig samvinnu milli iðju- þjálfanna. Orðaforðinn styrktist dag frá degi og ég komst smátt og smátt að því hvað vistmunaþættir og snertiformskynjun þýddu. Ég tel mig einnig hafa fengið tæki- færi til að nota mína bóklegu kunnáttu í að meðhöndla sjúklinga. Það eina neikvæða sem ég hef að segja um þetta ævintýri er að verknámstíminn var allt of stuttur og að lík- amlegt form er í stórhættu þar sem iðjuþjálf- um þykir gott að gæða sér á ýmsum kræs- ingum í vinnunni. Niðurstaða mín er sú að íslenskir iðju- þjálfanemar geta óhræddir arkað á heima- slóðir til að taka verknámið - en ég vil þó vara við að breytinga- og framkvæmdaþörf iðjuþjálfanna virðist vera óstöðvandi þar sem ég lenti mitt í slíku bæði á Kristnesi og Reykjalundi. Mig langar að nota tækifærið og óska báðum iðjuþjálfadeildunum til hamingju með nýju aðstöðuna og senda sérstakar kveðjur til Ólafar Leifsdóttur og Guðrúnar Pálmadóttir sem tóku mjög vel á móti mér og kynntu mér starfsemi iðjuþjálfans. Linda Aðalsteinsdóttir er 3ja árs nemi við Halsohögskolan í Jönköping.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.