Þjóðmál - 01.09.2008, Blaðsíða 11

Þjóðmál - 01.09.2008, Blaðsíða 11
 Þjóðmál HAUST 2008  sterku varnaðarorðum. Þegar Snorri skráir hana eru 200 ár síðan hún var flutt. Snorri segir líka frá því í Heimskringlu, að landvættir snerust til varnar Íslandi, þegar danskur kóngshrammur ætlaði að seilast hingað með hervaldi. Snorri er einn til frásagnar um þessa æðri íhlutun í málefni Íslands, eins og hann er einn til frásagnar um ræðu Einars. Þær verndarverur Íslands, sem Snorri leiðir fram og gerðu ill áform gegn landinu að engu, þær prýða nú skjaldarmerki íslenska lýðveldisins, en Snorri sótti þær í Biblíuna. Eigum við svo að gleyma öllu, sem Ísland hefur þegið af Biblíunni? Hún kenndi Snorra m.a. það, að til eru verndarenglar, sem þjóna þeim Guði, sem er skapari himins og jarðar, faðir Drottins Jesú, vörður og verndari allra, sem honum treysta. Minnumst þess, að Ísland er honum vígt og helgað. Hann bregst aldrei neinum, hvernig sem mennirnir bregðast honum. Snorri er í frásögn sinni að heita á þann Guð að verja Ísland, bjarga því. Það gæti hugsast, að sú höfuðlausn Egils, sem bjargaði lífi hans, þegar hann hafði hrakist í greiparnar á Eiríki blóðöx, hafi verið skráð á skinn hér í Reykholti sem dulbúin bæn og von um það, að Ísland missti ekki höfuð sitt á höggstokki norsku krúnunnar. En það fór nú samt svo illa. Römm öfl og vond ollu því. Það kemur fyrir, að mennirnir blindast og krossfesta sína eigin gæfu, hjálp og blessun. Verst fer þeim ævinlega, þegar þeir blindast af ímynduðum glansi af sjálfum sér – ég er ekki viss nema einhverjir sperrtir hanar á tildurshaugum samtímans mættu taka þetta til sín. Og það er ekki hættulaust að seljast undir framandi íhlutanir og yfirráð. Hákon konungur reyndist Íslandi óheillavaldur. En verri en Hákon eru þau máttarvöld sum, sem menn eru svo aum- lega flatir fyrir nú á dögum. Ég nefni aðeins það sjúka yfirlæti, sem þykist upp úr því vaxið að gera ráð fyrir neinu æðra sjálfu sér í alheimi, og þann gráðuga Mammon, sem virðir ekkert, enga helgidóma, engar hugsjónir, engin gildi. En Jesús Kristur er hinn sami. Það er dýrmætust sameign okkar með kynslóðum liðinna alda og örugglega liggur þeim öllum í eilífð sinni það þyngst á hjarta, að við bregðum ekki trúnaði við hann, konunginn eina sanna. Kirkjan hans á mikla fortíð í þessu landi. En hún er engin fortíð. Hinn upprisni Jesús Kristur er fram- tíðin, hann er sá dagboði, sem kunngjörir það, að Guð kærleikans hefur fyrsta og síðasta orðið í tilverunni allri. Hann sigrar allt um síðir. Ferill hans, samleið hans með þessari brestóttu, blessuðu þjóð og öllu mannkyni er píslarganga, krossferill. En hann er upprisinn og stefnir með allt inn í ljóma upprisinnar, endurfæddrar tilveru. Fögnum því og þökkum það að mega fylgja honum, stríða með honum, sigra með honum, sakir eilífrar miskunnar hans. Prédikun í Reykholtskirkju á Reykholtshátíð 27. júlí 2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.