Þjóðmál - 01.09.2008, Page 80

Þjóðmál - 01.09.2008, Page 80
78 Þjóðmál HAUST 2008 ingi.nefnds.lagaákvæðis,“.sögðu.hæstaréttar- dómararnir.ábúðarfullir,.„og.skiptir.hér.ekki. máli,. þótt. aðalstefndi,. Úlfar. Þormóðsson,. sem. starfaði. á. umræddu. tímabili. sem. blaðamaður.við.Þjóðviljann,.hafi.í.máli.þessu. lýst. yfir. því,. að. hann. sé. höfundur. grein- anna .“.–.Er.óhætt.að.segja.að.vegir.íslenskra. dómstóla. séu. órannsakanlegir,. svo. sem. við. höfum.kynnst.í.seinni.tíð . Þegar.dómar.féllu.var.settur.á.fót.svokall- aður. „Málfrelsissjóður“. til. stuðnings. þeim. sem. sóttir. væru. til. saka. á. grundvelli.meið- yrðalöggjafar .. Jafnframt. var. hafin. fjársöfn- un.handa.þeim.sem.dæmdir.voru.í.málum. Varins.lands.til.greiðslu.miskabóta.og.máls- kostnaðar ..Undir.ávarp.Málfrelsissjóðs.skrif- uðu.ýmsir.þjóðkunnir.vinstri.menn. (sjá. til. hægri.á.þessari.opnu,.bls ..79) . Margar. sögur. mætti. segja. af. mála-ferlunum,“. segir. Þorsteinn. Sæm- undsson. í. samtali .. „Sú. ákvörðun. okkar. að. höfða. mál. var. vel. ígrunduð .. Okkur. þótti. mjög.gróflega.á.okkur.brotið ..Ég.hefði.aldrei. búist. við.því. að.menn.gætu.hagað. sér. jafn. svívirðilega. eins. og. þeir. gerðu .. Þetta. gekk. svo.langt.að.litlu.strákarnir.mínir.tveir,.annar. fimm.ára.og.hinn.sjö.ára,.urðu.fyrir.aðkasti. fullorðins. fólks. úti. á. götu .. Það. voru. gerð. hróp. að.þeim.og. sagt. að.pabbi. þeirra. væri. vondur. maður .. Svipaða. sögu. heyrði. ég. frá. einum.félaga.minna,.Ragnari.Ingimarssyni,. en. sjö. ára. sonur. hans. varð. fyrir. þessu. líka .. En. verstar. voru. þó. svívirðingarnar. sem. birt- ust. í.Þjóðviljanum ..Hann.var.helgaður.þessu. málefni,.dag.eftir.dag,.viku.eftir.viku.og.mán- uð.eftir.mánuð ..Svo.mikið.þótti.við.liggja .. Svavar. Gestsson. var. þá. ritstjóri. og. ábyrgðarmaður.. Þjóðviljans .. Ég. hlustaði. á. útvarpsviðtal.við.hann.daginn.fyrir.alþingis- kosningarnar. 1974 .. Þar. endurtók.hann. mörg.af.þeim.ærumeiðandi.ummælum.sem. hann. hafði. áður. viðhaft. um. forvígismenn. Varins. lands .. Hann. fullyrti. meðal. annars. að. undirskriftasöfnunin. væri. ekki. innlent. framtak. heldur. gerð. að. undirlagi. CIA,. leyniþjónustu.. Bandaríkjanna .. Þetta. var. auðvitað. gróf. ásökun .. En. Svavar. gekk. skrefi. lengra .. Hann. lýsti. því. yfir. að. þessi. fullyrðing.væri. ekki. úr. lausu. lofti. gripin .. Hann. hefði. sannanir. sem. hann. gæti. lagt. fram. fyrir. rétti .. Svavar. fékk. tækifæri. til. þess. þegar. við. höfðuðum. meiðyrðamál,. því.að. fyrir.Hæstarétti.var.hann.minntur.á. ummælin.og.gefinn.kostur. á. að. standa.við. þau ..Hvað.gerði.Svavar.Gestsson.þá?.Hann. sagði.ekki.neitt,.bara.þagði ..Dómurinn.var. orðaður. þannig. að. aðdróttanir. Svavars. stæðu.öldungis.órökstuddar .. Þótt. mesti. óhróðurinn. væri. í. Þjóð- viljanum,. kom. einnig. mikið. í. Nýju landi,. Stúdentablaðinu. og. fleiri. blöðum .. Birtar. voru.af.okkur.háðsmyndir.og.okkur.líkt.við. hunda,.nasista.og.annað.eftir.því ..Níðvísur. fylgdu.með ..Í.Stúdentablaðinu.var.þess.krafist. að.mér.og.þremur.öðrum.forvígismönnum. Varins.lands,.sem.störfuðu.við..Háskólann,. yrði. sagt.upp.störfum ..Þarna.var.úr.vöndu. að.ráða.því.að.það.var.heldur.óskemmtilegt. fyrir.háskólastarfsmenn.að. fara.að. lögsækja. stúdenta.við.Háskólann ..Við.sem.hlut.áttum. að. máli. skutum. á. fundi,. og. niðurstaðan. varð.sú.að.óska.eftir.því.við.Háskólaráð.að. það. ávítti. ritstjóra. Stúdentablaðsins. og. láta. þar. við. sitja .. En. ef. Háskólaráð. skyldi. af. einhverjum. ástæðum. ekki. vilja. samþykkja. ávítur,.yrðum.við.að.stefna.ritstjóranum.eins. og.öðrum ..Þessi.fundur.okkar.var.haldinn.í. Norræna.húsinu ..Þegar.þetta.gerðist.átti.ég. sjálfur.sæti.í.Háskólaráði.sem.fulltrúi.Félags. háskólakennara. og. hlaut. því. að. víkja. af. fundi.þegar.málið.kom.til.umræðu.í.ráðinu .. Skemmst.er. frá.því.að. segja.að.Háskólaráð. hafnaði. því. að. áminna. ritstjórann,. Rúnar. Ármann. Arthursson,. en. sendi. honum. þess. í. stað.vægilega.orðað.bréf ..Þess.má.geta.að. Rúnar.Ármann.endurtók..svívirðingarnar.og. hnykkti.reyndar.á.þeim.í.svarbréfi.til.rektors,. sem.birt.var.bæði.í.Stúdentablaðinu.og.Þjóð- viljanum .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.