Þjóðmál - 01.12.2007, Qupperneq 21

Þjóðmál - 01.12.2007, Qupperneq 21
 Þjóðmál VETUR 2007 19 höndlaður með öðrum hætti en annar lífeyrir hvað varðar skerðingar á lífeyri al- mannatrygginga. Það er ekki skynsamlegt. Iðgjöld til séreignarsparnaðar hafa verið skattfrjáls eins og önnur iðgjöld til lífeyrissjóða. Það er eðlilegt að meðhöndla lífeyrinn með sama hætti og aðrar greiðslur úr lífeyrissjóðum. Íslendingum hættir til þess að telja sig mesta og besta á öllum sviðum. Oft er það gorgeir en lífeyriskerfi landsmanna er líklega í alvöru með þeim bestu í heimi. Eignir lífeyrissjóðanna eru nærri því helmingi meiri en verg landsframleiðsla en það er hæsta hlutfall í heimi. Þetta er mikilvægt, því að með því að spara með þessum hætti er lífeyririnn betur tryggður fyrir sveiflum í efnahagslífinu en ef notað er gegnumstreymiskerfi almannatrygg- inga. Þegar tiltölulega lágt hlutfall þjóð- arinnar er á ellilífeyri eins og núna er lífeyrir almannatrygginga ekki þung byrði. Stórir eftirstríðsárgangar eiga hins vegar bara nokkur ár í „löggildingu“ á ellinni og þá fjölgar lífeyrisþegum mikið. Það er skynsamlegt að sem stærstur hluti þeirra elli- lífeyris komi úr þeirra eigin lífeyrissparn- aði. Auðvitað er það freistandi fyrir stjórn- málamenn að kaupa sér vinsældir með því að auka lífeyrisgreiðslur almannatrygginga nú þegar afgangur er á ríkissjóði. Því verður hins vegar að treysta að forsætis- og fjármála- ráðherra standi hér eftir sem hingað til vörð um hagsmuni almennings í þessu efni. Merkileg er sú árátta að tala alltaf í sama orðinu um aldraða og öryrkja. Fátt er þó sameiginlegt með elli og örorku. Sem fyrr segir er það öllum sameiginlegt að eldast. Meirihluti ellilífeyrisþega er sem betur fer ágætilega hress andlega og líkam- lega. Öryrkjar eru fólk sem af einhverjum ástæðum hefur skerta orku. Sumir fæðast þannig, aðrir verða fyrir sjúkdómum eða slysum sem verða til þess að orkan þverr. Um öryrkja gildir það sama og um aðra. Þeim er mikilvægt að fá að vinna og lifa þannig að þeir geti notið sinna hæfileika sem allra best. Hagfræðingurinn Arthur Laffer sem kom hingað til lands nýlega sagði að besta velferðarhjálpin væri full atvinna (mig minnir reyndar að hann hafi vitnað um þetta í Kennedy Bandaríkjaforseta). Varla er hægt að mæla sannari orð. Einstaklingur- inn á að fá að njóta hæfileika sinna til fulls og þá nýtur þjóðfélagið þeirra líka. Þess vegna er það mjög mikilvægt að hætt verði að líta niður á fólk sem hefur skerta starfsorku. Stjórnmálamenn sem berja sér á brjóst fyrir manngæsku tala um „okkar minnstu bræður“ rétt eins og um gallaða vöru sé að ræða. Staðreyndin er sú að mikill munur er á öryrkjum. Sumir hafa litla skerðingu á orku, aðrir mjög mikla. Samt er það þannig að margir þeir sem hafa skerta hreyfigetu hafa fulla hugarorku og geta því unnið mörg störf eins og hver annar. Andlega fatlaðir geta líka margir unnið vel fái þeir tækifæri til þess. Þess vegna ber að fagna því að fyrir liggja tillögur um nýtt kerfi við mat á örorku þar sem litið er á starfsgetu hvers og eins og bætur í samræmi við hana í stað þess að nær allir séu dregnir í einn dilk. Ungt fólk sem er blint eða hreyfihamlað á ekkert meira sameiginlegt með öldruðum en jafnaldrar þess sem sjá fulla sjón og hreyfigetu. Þess vegna er til dæmis sameiginlegt framboð öryrkja og aldraðra út í hött eins og reyndar sýndi sig síðastliðið vor. Reyndar eru stjórnmálaskoðanir fólks örugglega eins ólíkar hjá þeim sem hafa skerta orku og hinum. Farsælast og eðlilegast væri fyrir öryrkja að heyja sína baráttu fyrir jafnrétti við aðra á eigin forsendum. Meginatriði er að í þjóðfélaginu verði skapaðar aðstæður þar sem hver og einn fái að njóta sín sem best, ekki að menn fái sem mestar bætur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.