Þjóðmál - 01.12.2007, Page 70

Þjóðmál - 01.12.2007, Page 70
68 Þjóðmál VETUR 2007 Á.þessu.ári.ævi.minnar,.fyrsta.árinu.sem. ég.hef.verið.lögráða,.hefi.ég.afrekað.meira. í.námi.mínu.heldur.en.ég.hef.áður.gert,. síðan. ég. kom. í. Háskólann .. Það,. sem. mér.finnst.mest.um.vert,.er.að.ég.hef.á. þessu.ári.sannfærzt.um.að.ég.hef.enn.hið. sama.energí.og.þol.til.að.sitja.við.lestur. og. ég. áður. hafði. og. námshæfileikarnir. eru.ekki.minni ..Þetta.var.ég.þó.farinn.að. draga.í.efa.meðan.ég.sló.slöku.við.námið. á.fyrstu.stúdentsárunum.og.gaf.mig.allan. að. öðru,. svo. sem. stjórnmálastarfsemi,. félagslífi.og.dýrkaði.Amor .13 Gunnar.Thoroddsen.myndi.nú.setja.markið. hátt .. Á. komanda. ári. yrði. starfið. „a .m .k .. tvöfalt.meira. og. gagnlegra“. og. ekki. gæfist. hann.upp.þótt.á.móti.blési:.„[A]ldrei.dugar. að. efast,. og. sízt. um. að. maður. komist. til. hins.setta.marks ..Og.markið.á.hinu.næsta. ári. er. þetta,. að. verða. bezti. lögfræðingur,. sem.lokið.hefir.prófi.við.Háskóla.Íslands .“14 „Vinna.af.slíkum.dugnaði.og.logandi. áhuga,.að.vekja.aðra.með.sér“ Fram. hefur. komið. að. Gunnar. Thor-oddsen. náði. markmiði. sínu. ekki. alveg;. hann. varð. „aðeins“. þriðji. bestur. og. gekk. ekki. upp. til. prófs. fyrir. árslok. 1933 .. Árangurinn.var.engu.að.síður.glæsilegur.og. Gunnar.ætlaði.sér.frekari.frama.í.fræðunum .. Um. mánaðamót. apríl. og. maí. 1934. sótti. hann. um. styrk. úr. Sáttmálasjóði. Háskóla. Íslands. til. framhaldsnáms. í. refsirétti. í. útlöndum,.lengst.af.í.Þýskalandi.en.einnig.í. Kaupmannahöfn.og.ef.til.víðar .15 Áður. en. að. því. kæmi. gæfist. þó. færi. til. starfa. í. þágu. flokksins. og. hugsjónanna .. Strax. að. loknu. prófi. hafði. Gunnar. enda. tekið. sæti. í. stjórn. Heimdallar. á. nýjan. 13.GTh ..Ótitlað.minnisblað,.28 ..des ..1932 . 14.Sama.heimild . 15.GTh ..Uppkast.að.bréfi.til.Sáttmálasjóðs,.30 ..apríl.1934 . leik. og. til. tals. hafði. komið. að. hann. tæki. að. sér. formennsku. í. félaginu .. Síðla. kvölds. í. janúarbyrjun. 1934. setti. Gunnar. Thoroddsen. saman. langan. lista,. „Nokkur. verkefni.ef.ég.tek.formennsku.í.Heimdalli“ .. Fundir. skyldu. haldnir. að. minnsta. kosti. tvisvar. í.mánuði.og.skemmtanir.reglulega,. blásið. yrði. til. kappræðna. við. önnur. ung- liðasamtök. og. athuga. mætti. stofnun. bók- menntafélags. ungra. sjálfstæðismanna .16. Fyrst.og.fremst.þyrfti.hann.þó.að.fá.trausta. félaga. í. lið.með. sér,. „duglega,. áhugasama,. óþreytta.og.viljuga.stráka“ ..Og.sjálfur.yrði. hann. að. „[v]inna. af. slíkum. dugnaði. og. logandi.áhuga,.að.vekja.aðra.með.sér .“17 Út.á.við.var.líka.verk.að.vinna ..Ungliðar. Sjálfstæðisflokksins. voru. kappsamir. á. þessum. árum. og. þóttust. sjá. að. harkan. ein. dygði. í. slagnum. við. andstæðingana .. Á. kreppuárunum. komu. kommúnistar. og. sósíalistar. upp. liðssveitum. sem. reyndu. að. hleypa. upp. fundum. og. blóðug. átök. eins. og.Gúttóslagurinn.í.nóvember.1932.festust. mönnum. vitaskuld. í. minni .. Sín. á. milli. ræddu. Heimdellingar. öðru. hvoru. um. að. skipuleggja. einhvers. konar. varðflokk. og. í. maí.1933.stofnuðu.þeir.og.landsmálafélagið. Vörður.sameiginlegt.„fánalið“ .18.Lítið.fór.þó. fyrir.því.og.á.verkefnalista.sinn.rúmu.hálfu. ári.síðar.skrifaði.Gunnar.um.nauðsyn.þess. að.„koma.lífi.í.það,.ákveða.búninga,.halda. göngur.o .s .frv .“.Einnig.lét.hann.sér.detta.í. hug. að. stofna. róðrarflokk. og. íþróttaflokk. enda. var. ætlunin. alls. ekki. að. „fánaliðið“. væri.vopnað.eða.þjálfað.í.barsmíðum . Heimdellingar.vildu.þó.geta.sýnt.mátt.sinn. og.megin.á.götum.úti.og.varið.hendur.sínar. ef.því.væri.að.skipta ..„Agitation“.eða.áróður. 16.GTh ..Minnisblað,.„Nokkur.verkefni.ef.ég.tek. formennsku.í.Heimdalli ..Ritað.rétt.fyrir,.um.og.eftir. miðnætti,.8 ..jan ..‘34“ . 17.Sama.heimild . 18.GTh ..Fundargerðabók.Heimdallar ..Stjórnarfundir.24 .. maí.og.13 ..júní.1933 ..„Fánaliðið“,.Morgunblaðið,.28 ..maí. 1933 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.