Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Qupperneq 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 7 að fagmanneskjan sé meðvituð um siðferðilegar skuldbindingar starfs síns og ígrundi reglulega hvernig starfshættir endurspegli best þessar skuldbindingar (Sigurður Kristinsson, 1993). Að þessu leyti má segja að fagmanneskjan sinni starfi sínu af köllun en ekki einvörðungu vegna fjárhagslegs ávinnings. Sigurður skilgreinir fagmennsku með eftirfarandi hætti: Fagmennska er kunnátta, færni og alúð við það starf sem maður hefur atvinnu af og hefur með viðurkenndum hætti sýnt fram á tilskilda færni og þekkingu til að gegna. Alúðin felur m.a. í sér siðferðilegar dygðir á borð við heilindi, heiðarleika og trúnað. Ólíkt lausamanni er fagmaður skuldbundinn starfinu og innri gildum þess, sem greinast í samfélagslegt hlutverk, almenn siðferðisgildi og vandaða starfshætti (Sigurður Kristinsson, 2011). Þetta er nokkuð víð skilgreining á fag- mennsku. Gerð er krafa um færni og þekkingu en einnig lögð áhersla á að starfinu sé sinnt af alúð sem endurspegli tilteknar dygðir í fari fagmannsins. Hér er einnig gerður mikilvægur munur á fagmanni og lausamanni. Hinn síðar- nefndi getur haft til að bera bæði færni og þekkingu á tilteknu sviði, til dæmis málaliði í stríði, en er ekki með neinum hætti skuldbundinn samfélaginu eða almennum siðferðisgildum. Ýmsir höfundar vilja þrengja skil- greininguna á fagmennsku og telja fleiri skilyrði nauðsynleg til að fullnægja kröfum um fagmennsku. Þannig lýsir Daryl Koehn fimm einkennum á starfi fagmanna með eftirfarandi hætti: 1. Þeir þurfa opinbert leyfi til að starfa við fag sitt. 2. Þeir tilheyra fagsamtökum sem setja sér viðmið og reglur um fagmennsku. 3. Þeir búa yfir sérfræðiþekkingu á sínu sviði. 4. Þeir njóta sjálfræðis í starfi (en almenningur hefur oft lítinn skilning á eðli starfanna sem sérfræðingarnir sinna). 5. Þeir lýsa því yfir opinberlega – gefa loforð – að sinna tiltekinni þjónustu við skjólstæðinga sína og axla ábyrgðina sem loforðið krefst af þeim (Koehn, 1995). Það er auðvelt að heimfæra þessi einkenni upp á störf hjúkrunarfræðinga. Þeir undirrita reyndar ekki eiðstaf (eins og læknar) þegar þeir fá opinbert leyfi til starfa en siðareglurnar, sem stéttin hefur sett sér, gefa skýra mynd af markmiðum starfsins og yfirlýstri ábyrgð hjúkrunarfræðinga á velferð skjólstæðinga sinna. Koehn tekur skýrt fram að fyrstu fjögur einkenni fagmennskunnar (sem voru talin upp hér að ofan) séu hvorki nauðsynleg né nægjanleg skilyrði hennar. Það fimmta og síðasta sé það hins vegar. Koehn vill ganga enn lengra og gerir siðferðilegt lögmæti að kjarna skilgreiningarinnar á fagstétt. Án hins siðferðilega lögmætis geti starfsstéttin ekki notið eða verð- skuldað traust. Forsenda traustsins er að fagmanneskjan uppfylli eftirtalin skilyrði: a. Að hún sýni í verki vilja sinn til að bera hag skjólstæðingsins fyrir brjósti b. Reyni að ná eins miklum árangri fyrir hönd skjólstæðingsins og kostur er c. Sýni hæfni í starfi d. Geti krafist ábyrgðar og aga af skjól- stæðingi e. Hafi vald til að endurskoða forgangs- röðun verkefna í þágu skjólstæðingsins f. Hafi sterka ábyrgðartilfinningu og samfélagsvitund (Koehn, 1995). Hérna setur Koehn hegðun og gildi fagmanneskjunnar sjálfrar í brennipunkt. Það er að mörgu leyti nærtækt að fella starf hjúkrunarfræðingsins, eða kennara svo að annað dæmi sé tekið, inn í skapalón Koehns. Góðir fagmenn hafa, að mínu viti, alla þessa eiginleika til að bera. Og einmitt þeir gera þá að góðum fagmönnum. Siðareglur Nú um stundir er nánast alsiða að starfsstéttir setji sér siðareglur, jafnvel þótt þær uppfylli ekki ítrustu skilyrði fræðimanna um fagmennsku. Siða- reglunum er ætlað að vera hluti af hinni opinberu yfirlýsingu stéttarinnar um að starfa með velferð skjólstæðingsins eða viðskiptavinarins að leiðarljósi, af fyllstu fagmennsku og þjónustulund. Telja má óumdeilt að hjúkrunarfræðingar uppfylli skilyrði fagmennskunnar eins og þau hafa verið rakin hér að ofan. Í fyrstu og annarri grein siðareglna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir: 1. grein: Hjúkrunarfræðingur á umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar. Frumskylda hans er að virða velferð og mannhelgi skjólstæðings. 2. grein: Hjúkrunarfræðingur er málsvari skjólstæðings og stendur vörð um rétt hans. Hann ber hag skjólstæðings fyrir brjósti hvar sem starfsvettvangur hans er. (Sjá heimasíðu FÍH.) Hér er strax greint frá frumskyldu hjúkrunarfræðingsins við þá sem þarfnast hjúkrunar. Þá er vikið að atriði sem virðist vega þungt í sjálfsmynd hjúkrunarfræðinga en það er hlutverk þeirra sem málsvarar sjúklinga innan heilbrigðiskerfisins og þá væntanlega gagnvart öðrum heilbrigðisstéttum. Í 5. grein siðareglnanna eru öll tvímæli tekin af í þessu efni: Hjúkrunarfræðingur vekur athygli á því ef ráðstafanir stjórnvalda og annarra stjórnenda ganga gegn hagsmunum skjólstæðings. Ef heilbrigði eða öryggi skjólstæðings er stefnt í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfsfólks ber hjúkrunarfræðingi að tilkynna það viðeigandi aðilum. Fagsamtök hjúkrunarfræðinga hér á landi líta á það sem skyldu sína að gæta hagsmuna sjúklinga, ekki aðeins innan heilbrigðiskerfisins heldur einnig gagnvart stjórnvöldum. Í lokagrein siðareglnanna er skýrt kveðið á um að hjúkrunarfræðingar starfi samkvæmt siðareglum félagsins og kynni þær úti í samfélaginu. Þá getur hver sá sem telur að hjúkrunarfræðingur hafi brotið reglurnar tilkynnt brotið til siða- og sáttanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Í stuttu máli sagt lýsa siðareglur Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga skýrri sjálfsmynd sérfræði- stéttar, faglegum metnaði hennar, ábyrgð gagnvart sjúklingum og ríkri samfélags- vitund. Það er gagnlegt að bera saman siðareglur hjúkrunarfræðinga við siðareglur annarrar mikilvægrar fagstéttar, kennara. Siða- reglur Kennarasambandsins eru einfaldari í sniðum en hjá FÍH en gefa einnig skýrt til kynna markmið kennara starfsins og hvaða skyldum kennarinn hefur að gegna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.