Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 24

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 24
22 Þjóðmál VOR 2010 en um tveir milljarðar manna byggju við eða nærri ströndum álfunnar . Ólafur Ragnar hefði rakið fjölmörg vandamál sem fylgja mundu loftslags breytingum og gætu jafnvel leitt til átaka eða styrjalda milli ríkja . Mætti þar nefna skort á neysluvatni, eyðingu landsvæða og fjölgun flóttamanna . Hætta væri á því að eyríki hyrfu með öllu . Bráðnun jökla í Himalaja-fjöllunum væri mun örari en áður hefði verið talið og hvatti forseti til að ríkin í og við Himalaja-fjöllin fylgdu fordæmi ríkjanna á norðurslóðum og mynduðu sérstakt samvinnuráð í stíl við Norðurskautsráðið . Nýtt Himalaja-ráð gæti orðið áhrifaríkur samstarfsvettvangur . Alþjóðlegu ráðstefnuna um loftslags- breyt ingar og fæðuöryggi sem forseti ávarp aði í Dakka hefði fjöldi áhrifamanna, vís inda manna og sérfræðinga frá 17 lönd- um sótt, m .a . Kína, Indlandi, Pakistan og fleiri löndum í Asíu . Einnig hefðu þar verið stjórnendur alþjóðastofnana á veg- um Sameinuðu þjóðanna sem skipu lögðu ráðstefnuna í samvinnu við heima menn og Ohio ríkisháskólann í Banda ríkj unum . Á ráðstefnunni hefðu Sveinn Run ólfs son, land græðslustjóri, og Dag finn ur Svein- björns son, sérfræðingur í þróunar málum, flutt erindi . Í tengslum við ráðstefnuna hefði Ólafur Ragnar átt viðræður við dr . Rattan Lal, prófessor við Ohio-ríkisháskólann, sem væri einn helsti sérfræðingur heims í landgræðslu og jarðvegsfræðum . Rætt hefði verið um ýmsar leiðir til að auka samvinnu við íslenska vísindamenn og rannsóknarstofnanir, en dr . Lal hefði verið eindreginn hvatamaður þess að rannsóknir á vegum Landgræðslu ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands nýttust á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn landeyðingu . 10. desember 2009 flutti Ólafur Ragnar ræðu í Wooster í Ohio, þegar hann var sæmdur doktorsnafnbót frá Ohio-ríkis há- skólanum . Í ræðu sinni bar hann mikið lof á dr . Rattan Lal og sagði bók eftir hann skipa heiðursess í bókhlöðu sinni á Bessastöðum . Ólafur Ragnar vék einnig að áhyggjum sínum vegna jöklabráðnunar í Himalaja og sagði eftir því sem fram kom á forseti.is: „Sterkar vísbendingar eru um, að Himalaja-jöklarnir, sem skipta þúsundum, kunni að hverfa innan næstu 30 til 40 ára vegna þess hve hraðar loftslagsbreytingarnar eru . Afleiðingarnar kynnu að verða skjótar og hroðalegar fyrir Kína og Indland, verri en nokkur lönd hefðu kynnst . Leiðtogar landanna kynnu réttilega að segja mjög óréttlátt, að meira en tveir milljarðar manna í þessum löndum yrðu svo illilega fyrir barðinu að loftslagsbreytingum, sem einkum megi rekja til efnahagsumsvifa í Evrópu og Ameríku .“ Dagana 12.–18. janúar 2010 var Ólafur Ragnar í opinberri heimsókn á Indlandi . Hinn 14 . janúar tók hann í Delí við Nehru-verðlaununum, sem veitt eru fyrir al þjóð legt framlag til friðar og afvopn- unar . Þau eru kennd við fyrsta forsætisráð- herra Indlands, Jawaharlal Nehru . Þegar Ólafur Ragnar þakkaði verðlaunin gerði hann að sögn forseta.is grein fyrir, hvernig Íslendingar hefðu í krafti vísinda og rannsókna glímt við eldfjöll, jarðhita, jökla og auðnir, sem settu sterkan svip á íslenska náttúru . Í krafti þeirrar þekkingar, sem þannig hefði þróast, gæti Ísland nú fært Indverjum mikilvæga reynslu og tækni . Þá rakti hann, hvernig íslenskir jökla fræðingar og jarðvegsvísindamenn gætu orðið öflugir þátttakendur í að auka þekk ingu Indverja og annarra þjóða í Asíu á því, sem væri að gerast á Himalaja-svæðinu . Norður- heim skautsráðið, sem stofnað hefði verið þegar kalda stríðinu lauk, væri fróðlegt fordæmi um samvinnu ríkja og lýsti hann hugmyndum sínum um hliðstætt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.