Þjóðmál - 01.03.2010, Page 32

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 32
30 Þjóðmál VOR 2010 skattar sem hlutfall af landsframleiðslu hafa hækkað nú þegar frá árinu 2008 . Líklegt er að sú hækkun sé á bilinu 5–10% . Fjármála- ráðherra hefur látið í það skína að þeir verði enn hækkaðir á árinu 2011 (ummæli á Skatta degi Deloitte 12 . janúar 2010) . Niðurstöður reikninganna eru raktar í mynd 2 . Meginniðurstaðan er sú að því meira sem skattar eru hækkaðir þeim mun minni verður hagvöxturinn og þeim mun hægar gengur að komast út úr kreppunni . Séu t .d . skattar hækkaðir um 10% frá því sem þeir voru árið 2008 verður hagvöxtur miklu minni en ella hefði verið . Munar þar einum 15% af landsframleiðslu þegar 15 ár eru liðin (mynd 2) . Séu skattar hækkaðir um 20% verður ekki um neinn umtals- verðan hagvöxt að ræða frá því sem nú er, sam kvæmt þessum reikningum . Rétt er að vara við að taka þessa útreikn- inga of bókstaflega . Þeir byggjast á tiltölu- lega einföldu líkani og er umfram annað ætlað að gefa hugmynd um þau áhrif sem skatta hækkanir geta haft á gang efnahags- lífsins og þær stærðargráður sem í húfi eru . Niðurstöðurnar eru engu að síður í góðu samræmi við nýjustu rannsóknir á áhrif- um þess að jafna ríkissjóðshalla með skatta- hækk un um annars vegar og niður skurði útgjalda hins vegar (Romer og Romer 2007, Alesina og Ardagna 2009) . Þær rannsóknir sem grund vallaðar eru á reynslu fjölda þjóða benda sterklega til þess að skattahækkanir dragi úr möguleikum þeirra til hagvaxtar síðar og séu því frá þjóðhags legu sjónarmiði óæskilegri leið til að jafna hallarekstur hins opinbera en lækkun ríkisútgjalda . Tilvísanir Romer, D . 1996 . Advanced Macroeconomics . McGraw-Hill . Alesina, A .F . og S . Ardagna . 2009 . Large Changes in Fiscal Policy: Taxes versus Spending . NBER Working Paper 15438 . National Bureau of Economics Research . Cambridge, MA . Keynes, J .M . 1936 . The General Theory of Employment, Interest and Money . MacMillan Romer, C and D . Romer . 2007 . Macroeconomic Effects of Tax Change: Estimates Base don a New Measure of Fiscal Shocks . NBER Working Paper 13264 . National Bureau of Economics Research . Cambridge, MA . Hagstofa Íslands . 2010 . http://www .hagstofa .is/ Mynd 2 . Áhrif skattahækkana á vöxt vergrar landsframleiðslu (hagvöxt) .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.