Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 34

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 34
32 Þjóðmál VOR 2010 góðæristímum . Þetta gerði einnig kröfu um sveigjanlegan vinnumarkað . Það sem hins vegar gerðist var að argentínska ríkið safnaði skuldum á árunum 1991–1998 þegar hagkerfið var á fullri ferð . Þannig jukust skuldir ríkisins um fjórðung þrátt fyrir að hagvöxturinn á þessu tímabili hafi verið að meðaltali 5% á ári . Þessi aukna skuldsetning kom að hluta í staðinn fyrir peningaprentun þar sem myntráðið bannaði slíkt . Í kjölfar Asíukreppunnar 1997, Rússlandskrepp unn- ar 1998 og gengisfellingar brasilíska realsins í byrjun árs 1999 drógust umsvif saman í efnahagslífinu og var hagvöxtur neikvæður árið 1999 um 3,4% og 0,8% árið 2000 . Argentína hafði lítið svigrúm til þess að mæta efnahagssamdrættinum með því að auka ríkisútgjöld . Óbilgirni verkalýðsfélaga gerði það að verkum að sveigjanleiki á þeim hluta vinnumarkaðarins sem ekki var neðanjarðar var lítill . Argentína þurfti að lokum að leita eftir lánafyrirgreiðslu hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS) í byrjun árs 2000 þar sem aðgangur að lánsfé á við- ráðanlegum kjörum var ekki lengur til staðar . Í árslok 2001 gat ríkið ekki leng ur staðið við skuldbindingar sínar að óbreyttu . Þá höfðu skuldir sem hlutfall af lands fram- leiðslu tvöfaldast á 10 árum og voru um 60% . Samhliða þessu var áhlaup á banka- kerfið í lok árs 2001, m .a . vegna þess að mikilvægur hluti eigna bankanna voru ríkis pappírar sem höfðu lækkað mikið í verði . Í byrjun árs 2002 var tengingin við bandaríkjadollar afnumin . Fór gengið á doll ar anum í tæplega fjóra pesóa en þá hafði landsframleiðsla dregist saman um fjórðung frá því árið 1998 . Verðbólga á Íslandi var mjög há um langt skeið, náði hámarki á svipuðum tíma og í Argentínu, og á seinni hluta 9 . áratugar 20 . aldar voru umræður um hvort trúverðugleiki Seðlabankans væri það lítill að það borgaði sig að taka upp erlendan gjaldmiðil . Í þessu sambandi var helst rætt um þýskt mark eða bandaríkjadollar sem fýsilega gjaldmiðla fyrir landið . Í kjölfar þjóðarsáttarsamninga 1990 má segja að menn hafi náð tökum á verðbólgunni í fyrsta skipti í mjög langan tíma . Í lok árs 1990 var verðbólga komin niður fyrir 10% og á fyrri helmingi árs 1992 var hún komin niður fyrir 5% á árs- fjórðungsgrundvelli . Tvíburakreppa, bankakreppa og efnahagskreppa Það sem gerðist á Íslandi árið 2008 var gjörólíkt efnahagskrísunni í Argentínu árið 2001 . Þar varð aukning ríkisútgjalda til þess að búa til skuldakreppu sem leiddi til greiðslufalls ríkisins . Á Íslandi var ríkið að greiða niður skuldir en neitaði að horfast í augu við galla sjálfstæðrar peningastefnu sem bjó til gríðarlegt ójafnvægi í hagkerfinu . Það er hins vegar margt líkt með því sem gerðist á Íslandi á síðustu árum og því sem gerðist í Suðaustur-Asíu á tíunda áratug síðustu aldar . Í Suðaustur-Asíu höfðu fjár- magnsflutningar verið gefnir frjálsir og höft á starfsemi banka og fjármálafyrirtækja minnkuð . Ríkisfjárlög voru í jafnvægi eða með afgangi . Ríkin ráku sjálfstæða peninga- stefnu ef frá er talið Hong Kong sem hafði tekið upp dollar í gegnum myntráð .3 Reglu- verk var bágborið og eftirlit með bönk- um og fjármálafyrirtækjum í mjög veikum skorð um . Fram til ársins 1997 var mikið inn streymi fjármagns í þessi lönd vegna þess að vextir voru háir . Þetta olli því að að hagvöxtur var mikill á þessum árum þar sem fjármagn hrúgaðist inn í löndin og mikil eignabóla átti sér stað . Um miðjan tíunda áratuginn voru öll þessi lönd með umtals- verðan viðskiptahalla sem var fjármagnaður að stórum hluta með inn streymi skamm- 3 Hong Kong kom betur en önnur ríki í Suðaustur-Asíu út úr þessari kreppu .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.