Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 40

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 40
38 Þjóðmál VOR 2010 kallað afnotagjald . Sé miðað við síðasta reikningsár fyrirtækisins má reikna með að auglýsingatekjur og kostun gefi fyrirtækinu um eða yfir 1 .200 milljónir til viðbótar . Alls hefur Ríkisútvarpið því úr að spila um eða yfir 4 .400 milljónum króna á ári og eru þá ótaldar aðrar tekjur sem námu yfir 200 milljónum . Hér er um gríðarlegar fjárhæðir að ræða, en í þessu sambandi má benda á að ríkis- stjórnin hefur nýlega samþykkt að leggja Byggðastofnun til 3 .600 milljónir í aukið eigið fé og er það hluti af stefnu í upp- byggingu atvinnulífsins . Ráðstöfunarfé Ríkis út varpsins á þessu ári verður að líkind- um um eitt þúsund milljónum króna hærra, en það sem ákveðið hefur verið að leggja í Byggða stofnun . Í liðnum mánuði var 29 starfsmönnum Ríkis útvarpsins sagt upp störfum og var það hluti af aðhaldsaðgerðum sem nauðsynlegt er að grípa til . Samhliða þessu tilkynnti Páll Magnússon útvarpsstjóri að stórlega yrði dregið úr innkaupum á innlendu sjón- varpsefni, s .s . heimildarmyndum og minna fé varið í kaup á sýningarrétti á innlendum kvikmyndum . Margt reynslumikið og hæfileikaríkt fólk sem sinnt hefur sínum störfum af trú- mennsku var látið taka pokann sinn og var kaldranalega staðið að verki í einhverjum tilvikum, eins og komið hefur fram í fréttum . Reiði íslenskra kvikmyndagerðarmanna í garð stjórnenda Ríkisútvarpsins er einnig skiljanleg enda kaup fyrirtækisins á innlendu sjónvarps- og kvikmyndaefni forsenda fyrir rekstri margra í greininni . Vandræðabarn Sá sem þetta ritar óttast að enn og aftur verði reynt að lappa upp á Ríkisútvarpið til að tryggja að stofnunin starfi áfram í óbreyttri mynd . Fyrirtækið verður því vand- ræða barn sem sinna þarf á nokkurra ára fresti svo ekki verði siglt í strand . Því miður virðist sem meirihluti stjórnmálamanna sé tilbúinn til að standa vörð um fyrirtæki sem er líkt og steinrunninn þurs í nútíma sam- félagi . Tæknin, breyttar aðstæður og breytt viðhorf kalla á nýja hugsun og nálgun . Hér er því eftirfarandi lagt til: 1. Ríkisútvarpið lagt niður í núverandi mynd . Fasteignir fyrirtækisins (þá fyrst og fremst Efstaleiti) seldar og skuldir greiddar niður og starfsemin flutt í lítið og hentugt húsnæði . Að teknu tilliti til veltufjármuna má gera ráð fyrir að hægt sé að lækka skuldir um allt að 4 .000 milljónir króna á nokkrum mánuðum . Raunar má gera ráð fyrir að innan tveggja ára frá því að ákvörðun er tekin, verði Ríkisútvarpið skuldlaust og gott betur . Þá er gengið út frá að eignir fyrirtækisins séu metnar með réttum hætti í ársreikningi . 2. Ríkisútvarpið rekur eina útvarpsrás og eina sjónvarpsrás . 3. Ríkisútvarpið hættir allri dagskrárgerð, fyrir utan að reka fréttastofu fyrir útvarp en sjónvarpsfréttir verða lagðar niður . (Eftir að fréttastofur Sjónvarps og Útvarps voru sameinaðar, hafa sjónvarpsfréttir ekki orðið mikið meira en útvarpsfréttir í mynd, og að stærstum hluta endurtekning á útvarpsfréttum .) Einkareknum útvarps- stöðvum verði heimilt að útvarpa frétta- tímum RÚV óski þær þess . (Hér verður ekki farið í að deila um hvort rétt sé að ríkið reki sérstaka fréttastofu) . 4. Ríkisútvarpið hættir kaupum á öllu af þreyingarefni frá erlendum aðilum en heldur samningum við norrænar ríkis- sjónvarpsstöðvar . RÚV getur eftir sem áður keypt erlent fræðslu- og menn- ingarefni enda fari sá kostnaður ekki yfir 10% af heildardagskrárkostnaði . Sett verði regla um að erlent dagskrárefni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.