Þjóðmál - 01.03.2010, Side 42

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 42
40 Þjóðmál VOR 2010 ríkisins yfir höfuð að standa í slíku . Eitt lítið dæmi er sú furðulega ráðstöfun að hafa rithöfunda líkt og áskrifendur að launum . Ef ríkissjóður er á annað borð að styrkja rithöfunda (sem er í besta falli um deilanlegt) er þá ekki skynsamlegra að styrkja ungan og upprennandi rithöfund sem berst í bökkum, en greiða þeim sem hefur fengist við skriftir í áraraðir og fengið sitt tækifæri og er jafnvel metsöluhöfundur . Með núverandi kerfi er skipulega reynt að koma í veg fyrir að nýtt blóð, nýjar hugmyndir og jafnvel nýir snillingar fái að þrífast þar sem þeir sem eldri eru sitja fyrir á sínum stalli í skjóli skattgreiðenda . Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur einstakt tækifæri til að skera upp allt þetta kerfi og þá er skynsamlegt að byrja á Ríkisútvarpinu . Nú er andrúm til að gera róttækar breytingar og byggja upp . Við þurfum á því að halda . Það væri ekki ónýtt fyrir sitjandi menntamálaráðherra að skrifa nafn sitt í bækur sögunnar sem sá ráðherra sem ruddi brautina fyrir blómaskeið íslenskrar menningar og lista . Í kaupbæti fær ráðherrann styrkari fjöl- miðlun í takt við aukna áherslu á gegnsæi og lýðræði . Með því að Ríkisútvarpið hverfur af auglýsingamarkaði, mun staða einkarekinna fjölmiðla styrkjast en varlega áætlað má ætla að tekjur þeirra aukist um 360 milljónir króna eða 30% af auglýsingatekjum Ríkis- út varpsins . Um leið verður tryggt að fleiri sjónarmið fái að njóta sín á öldum Rík is- útvarpsins, þar sem einstaklingar um allt land munu koma með beinum hætti að dagskrárgerð . Og við munum öll njóta þess með einum eða öðrum hætti . Fjárglæfrastofninn íslenski var í útrým-inga rhættu þegar VG og Samfylkingin tóku við stjórnartaumunum í febrúar 2009 . Síðan hafa velferðarflokkarnir okkar grænu unnið kraftaverk – ekki bara með allsherjarfriðun stofnsins heldur alls kyns aðgerðum honum til aðhlynningar . Þar hefur ríkisbönkunum okkar verið óspart beitt í hjálpar- og uppbyggingarstarfinu með góðum árangri . Stofn sem kominn var að fótum fram hefur nú aftur á að skipa sömu kraftmiklu einstaklingunum með sömu brilljant viðskiptahugmyndirnar . Pokasjóður verslunarinnar fékk hins vegar það hlutverk að annast almenning . Var það snjöll verkaskipting af hálfu ríkis stjórn- arinnar . Ef mig misminnir ekki lét sjóð- urinn af hendi rakna 50 milljónir króna til mæðrastyrksnefnda og Hjálparstarfs kirkj- unnar fyrir síðustu jól, eða þar síðustu, og vakti hvarvetna lukku . Ég hlýt sem félagi í VG að fagna sérstak- lega félagslegum áherslum ríkisstjórnar inn ar og almennt frábærum árangri . Geri ég það loks að tillögu minni að stjórnin láti vinna heildstætt umhverfismat á almenningi til að skanna frekara greiðsluþol hans . Það er nefnilega mikilvægt að láta ekki staðar numið við uppbyggingarstarfið – fólkið í landinu verður að gjöra svo vel að láta af hendi rakna í samræmi við getu . Allir verða að leggjast á eitt og veita fjárglæfra stofn- inum áframhaldandi vaxtar mögu leika og fljúgandi byr inn í nýtt hagvaxtarskeið . Lesendabréf eftir Þjóðólf á heimasíðu Ögmundar Jónassonar alþingismanns, ogmundur .is, 24 . febrúar 2010 . _____________________ Stofninn hjarnar við

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.