Þjóðmál - 01.03.2010, Side 43

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 43
 Þjóðmál VOR 2010 41 Ég hóf störf í banka árið 2006 . Fékk starfs titilinn „analyst“ á ensku sem var iðulega þýtt sem sérfræðingur á íslensku . Ég var samt vitlaus, hafði enga þekkingu né reynslu á bankaviðskiptum (eins og kannski fjölmargir aðrir) . Frá því ég hóf störf hef ég átt í ýmsum samskiptum við sér fræð- inga, starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, stórra þekktra banka og matsfyrirtækja . Eins og gefur að skilja eru menn mismiklir „sérfræðingar“, en menntun og starfs titl- ar hafa ekkert með það að gera . Skýrslur sérfræðinga er iðulega tengdar nöfnum þekktra fyrirtækja og stofnana eins og Standard & Poor‘s, Seðlabanka Íslands, Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins . Niðurstöðum þeirra er iðulega hampað sem hinum eina sanna sannleika . Sérfræðiguðinn hefur tal að . En niðurstöður í skýrslum þessara aðila eru oft án nokkurs rökstuðnings eða full nægjandi upplýsinga . Þær geta verið margar síður, fullt af vel skrifuðum texta en inni haldið er rýrt . Þessari grein minni er ætlað að opna augu þín, lesandi góður, fyrir hætt unni sem getur stafað af því að trúa sérfræði álitum eins og nýju neti . Spágeta Seðlabankans Seðlabanki Íslands býr yfir risavöxnu módeli til að greina framtíð efnahags- mála . Auðvitað er alltaf óvissa um fram- tíðina enda er um spár að ræða . Stundum reyna menn þó hið ómögulega og meta óvissuna með líkindaútreikningum . Árið 1997 fengu tveir stærðfræðisnillingar nób- els verðlaun í hagfræði fyrir að hafa búið til stærðfræðijöfnu sem reiknaði út verðmæti valréttarsamninga . Hvað ætti banki að rukka Jóa úti í bæ fyrir samning sem kveður á um að Jói megi kaupa 1 hlut í Google eftir 3 mánuði á genginu 600? Jói hefur augljóslega kost á því að hætta við kaupin ef gengið verður lægra en 600 . Stóra spurningin er hins vegar hvað bankinn ætti að rukka Jóa fyrir þennan samning . Við skulum horfa fram hjá því af hverju banki ætti yfir höfuð að taka áhættu með inni- stæð ur almennings til að taka þátt í svona veðmáli . Stærðfræðisnillingarnir hönnuðu formúlu til þess að finna verðmiða á veðmálið . Ári eftir nóbelinn fór nýstofnaður vogunarsjóður þeirra á haugana og tók Örvar Arnarson Sérfræðidýrkun og Icesave

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.