Þjóðmál - 01.03.2010, Page 55

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 55
 Þjóðmál VOR 2010 53 Hjörtur J . Guðmundsson Staða smáríkja innan Evrópusambandsins Því hefur talsvert verið haldið fram í umræð um um Evrópumál hér á landi að staða smáríkja væri sérstaklega góð innan Evrópu sam bandsins þar sem þau hefðu áhrif þar langt umfram stærð sína . Jafnvel hefur verið gert að því skóna að smáríki væru á hliðstæðum stalli og stærstu ríki sambandsins að þessu leyti og þá hefur það sjónarmið verið viðrað í fúlustu alvöru að í raun sé Evrópu- sambandið smáríkjasamband . Varla þarf að koma á óvart að þeir sem haldið hafa slíku fram eiga það sameiginlegt að vera miklir áhugamenn um það að koma Íslandi undir stjórn sambandsins . Umræðan um það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki er í raun alls ekkert flókin þó ýmsir hafi haft af því pólitíska hagsmuni í gegnum tíðina að halda öðru fram . Málið snýst í grunninn ein fald- lega um það hverjir eigi að stjórna landinu okkar? Við Íslendingar, þá annað hvort með beinum hætti eða í gegnum kjörna full trúa okkar, eða stjórnmálamenn sem eru kosnir af öðrum en okkur til þess að gæta annarra hagsmuna en þó fyrst og fremst embættis- menn Evrópusambandsins sem enginn kýs og hafa því ekkert lýðræðislegt umboð né búa við nokkuð lýðræðislegt aðhald? Innan Evrópusambandsins gildir sú megin- regla að vægi ríkja sambandsins, og þar með möguleikar þeirra til þess að hafa formleg áhrif innan þess, miðast út frá því fyrst og síðast hversu fjölmenn þau eru . Því fjölmenn- ari sem ríkin eru því meira vægi hafa þau og öfugt . Ísland yrði fámennasta ríkið innan Evrópusambandsins eins og staðan er í dag og fengi í samræmi við það að hámarki þrjú atkvæði í ráðherraráði Evrópu sam bandsins af samtals 342 og mest sex fulltrúa á þing sambandsins af rúmlega 750 . Þeir Íslendingar sem hugsanlega ættu eftir að taka sæti í einhverjum af öðrum helztu stofnunum Evrópusambandsins væru hins vegar ekki fulltrúar íslenzkra hags muna heldur aðeins eins og hverjir aðrir starfsmenn sambandsins . T .a .m . í fram kvæmda stjórn Evrópusambandsins, hæsta rétti sambandsins og Seðlabanka þess . Íslenzk um fulltrúum í þessum stofnunum væri eins og öðrum slíkum bannað að draga taum heimalands síns og yrðu aðeins að horfa til þess sem skilgreint er sem heildar hagsmunir Evrópusambandsins . Flest ríki Evrópusambandsins eru milljóna- þjóðir og því engin smáríki sam bærileg við Ísland . Um helmingur ríkja sam bandsins eru með fleiri íbúa en 10 milljónir eða samtals 13 ríki . Þar af hafa um helmingurinn fleiri tugi milljóna íbúa . Í sex ríkjum búa á bilinu

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.