Þjóðmál - 01.03.2010, Page 56

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 56
54 Þjóðmál VOR 2010 5–10 milljónir íbúa . Fimm ríki eru með 1–5 milljónir íbúa og aðeins þrjú með undir einni milljón íbúa, Lúxemburg, Malta og Kýpur . Það nær því engri átt að kalla Evrópusambandið smáríkjasamband eins og sumir hafa leyft sér . Stuðningsmenn inngöngu í Evrópu- sambandið hafa haldið því fram að hlut- fallslega hefði Ísland meira vægi innan sambandsins en flest þau ríki sem þegar eru innan þess . Þetta er að vissu leyti rétt þar sem gert er ráð fyrir ákveðnum lágmarksfjölda fulltrúa eða atkvæða fyrir hvert ríki . Hins vegar er deginum ljósara að engu máli skiptir í raun t .a .m . hvort Ísland fengi tvo fulltrúa á Evrópusambandsþingið eða sex þegar heildarfjöldinn er yfir 750 . Vægi Íslands yrði eftir sem áður lítið sem ekkert . Ekki bætir síðan úr skák sú þróun sem átt hefur sér stað innan Evrópusambandsins á liðnum árum að neitunarvald einstakra ríkja hefur verið afnumið á sífellt fleiri sviðum . Við stöðugt fleiri ákvarðanatökur í ráðherraráði sambandsins er ekki lengur krafizt einróma samþykkis heldur nægir nú aukinn og í sumum tilfellum aðeins einfaldur meirihluti . Þessi þróun hefur eðlilega komið sér sérstaklega illa fyrir minni ríki Evrópusambandsins vegna lítils vægis þeirra innan sambandsins og því verr eftir því sem þau eru minni . Þannig er ljóst að sú rödd sem Evrópu- sambandssinnar segja að Ísland fengi inn an Evrópusambandsins yrði afskaplega hjá- róma svo ekki sé meira sagt . Raunar hefur v erið bent á það að við Íslendingar höf um hliðstætt mikla rödd á vettvangi Al þjóða- gjaldeyrissjóðsins og við hefðum innan sambandsins . Og hverju hefur hún skilað okkur? Þar fara stóru ríkin sínu fram rétt eins og innan Evrópusambandsins . Mun urinn er hins vegar sá að Alþjóða gjald eyrissjóðurinn stefnir ekki að því leynt og ljóst að verða að einu ríki . Staðreyndin er einfaldlega sú að ef við Ís- lendingar gengjum í Evrópusambandið væri það í raun eins og að gefa út óútfylltan tékka vegna yfirstjórnar flestra okkar mála og vona síðan að sambandið tæki tillit til hagsmuna okkar við ákvarðanatöku sína enda ljóst að við hefðum eftirleiðis lítið sem ekkert um hana að segja . Það fer furðulítið fyrir fréttinni sem frétta-stofa Stöðvar 2 hafði fyrsta í kvöldfréttum í gærkvöldi (23 . febrúar 2010) . Þar sagði að þau heiðurshjón Jón Ásgeir og Ingibjörg Pálma dóttir hafi fært „eign“ sína 101 hótel á sínar per sónu- legu kenntölur en skilið skuldina, pínulitlar 13 þúsund milljónir eftir . Nú munu þau „eiga“ sitthvor 50% í hótelinu skuldlaust trúlega . Þetta er fallegt ævintýr og gaman að sjá að þurfalingar þessa þjóðfélags skuli fá aðstoð á þessum harðindatímum . Þetta vesalings fólk skuldar reyndar ekki nema 1 .000 milljarða eða svo og þvi eðlilegt að starfsmenn bankans sjái á því aumur enda getur íslensk þjóð klárlega bætt þessu hóteli og skuldum þess á sitt skulduga bak . Ég sé ekki betur en að hér sé fundin lausn á skulda vandræðum okkar og því er rétt að fagna þessum tíðindum . Ég legg til að sá maður sem kvittaði undir þetta í bankanum verði dreginn fram og hann fenginn til að líta sem snöggvast yfir heimilisbókhald venjulegs Íslendings með þessa lausn í huga . Hver segir svo að bankarnir séu ekki að sinna þörfum viðskiptavina sinna þegar þeir lenda í kröggum? af bloggi rögnvalds Hreiðarssonar, Hins „bloggóða“, roggi .eyjan .is, 24. febrÚar 2010. _________________ Lausn á skuldavanda heimilanna fundin

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.