Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 60

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 60
58 Þjóðmál VOR 2010 Ásíðasta ári kom út hjá JPV útgáfu löng og ítarleg ævisaga Snorra Sturlusonar eftir Óskar Guðmundsson . Í þessari bók segir margt af valdatafli höfðingja á 13 . öld . Það var harka í pólitíkinni á þessum tíma og þátttaka Snorra í stjórnmálum kostaði hann á endanum lífið sem kunnugt er . Óskar notar að sjálfsögðu Sturlungu sem aðalheimild . Frásögn hans vekur líka svip- aðar spurningar og Sturlunga en svarar þeim ekki, enda leyfir Óskar sér ekki miklar vangaveltur eða getgátur – heldur sig að mestu við það sem vitað er með þokka- legri vissu . Ein þessara spurninga, sem mér þykir spennandi að velta fyrir mér, er hvort stjórnmál 13 . aldar hafi aðeins snúist um auð og völd höfðingja og ætta eða hvort jafnframt hafi verið tekist á um stjórnmálastefnur og hugsjónir . Á síðustu öld fór mikið fyrir hug mynda - fræðilegum ágreiningi þar sem lýð ræðis- sinnar deildu við kommúnista og fas ista, frjálshyggjumenn við jafnaðarmenn og und ir aldarlok bar meira og meira á ágrein- ingi græningja við fylgismenn hag vaxtar, tækni og iðnaðar . Skyldu einhver hlið stæð átök milli ólíkra hugmynda hafa verið þátt- ur í valdsorðaskaki Snorra og samtíma- manna hans? Um þetta er ef til vill lítið hægt að full- yrða með vissu . Einstakir staðir í Íslend- inga sög um, Biskupasögum, Heimskringlu, Sturl ungu og fleiri miðaldaritum benda þó til að tvenns konar mjög ólíkar skoðanir um farsæla skipan samfélagsins hafi verið á kreiki hér á landi . Annars vegar má finna hugmyndir sem kenndar eru við sverðin tvö og haldið var fram af talsmönnum kirkjuvalds og virðast líka hafa átt fylgi við hirð Hákonar gamla (1217–1263) . Hins vegar má finna stjórnmálahugmyndir í dúr við íslenska goðaveldið . Ég kýs að kenna þær við höfðingjastjórn . Kenningin um sverðin tvö er stundum eignuð Gelasiusi, sem var páfi í lok 5 . aldar, og kölluð gelasianismi . Hún gerði ráð fyrir að í þessum heimi væri tvenns konar vald, andlegt og veraldlegt og hvort um Atli Harðarson Snorri Sturluson og stjórnmálastefnur 13 . aldar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.