Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 82

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 82
80 Þjóðmál VOR 2010 ans rás . Þar sem vitleys urn ar úr þessari bók hafa nú ratað í virðu lega ævisögu er rétt að nota tækifærið hér í Þjóð mál um og rifja upp þessi skrif mín, en grein ar í Þjóðmálum eru efnisteknar í Gegni og koma því fram þegar heimilda er leitað í leitar vél Gegnis . Vonandi verður það til þess að minnka líkurnar á því að fleiri láti glepjast af rugl inu í bók Arnar Helgasonar, Kóng við viljum hafa! Íbókinni er því haldið fram fullum fetum að þrír nafnkunnir Íslendingar – Jón Leifs tónskáld, Guðmund ur Kamban rithöfund- ur og Kristján Al berts son rithöfundur – hafi árið 1938 gengið á fund þýsks prins og boðið honum að verða kóngur á Íslandi, ekkert minna! Höfundur bókarinnar er sál - fræð ingur, búsettur í Noregi að því er segir á bókarkápu og „áhugamaður um sagn - fræði“ . Ekki skulu bornar brigður á áhug- ann og sé þá þessi bók rituð af miklum áhuga en þekkingin ekki risið undir áhug- anum . Bókin er, sannast sagna, hvorki fugl né fiskur, mestan part fáránlegar bolla legg- ingar byggðar á flugu sem sat fast í höfðinu á hinum þýska prinsi sem augsýnilega var ekki með öllum mjalla . Svo vill til að ég var handgenginn Krist- jáni Albertssyni á efri árum hans og skrifaði meðal annars litla samtalsbók um ævi hans . Í samtölum okkar barst umræddur þýskur prins í tal en Þór Whitehead hafði vikið að honum í einni af sínum gagnmerku bókum um Ísland í síðari heimsstyrjöld . Fyrir yngri kyn slóð er rétt að taka fram að Kristján Al- bertsson var einn kunnasti maður sinnar tíð- ar, einn fremsti pólitíski blaðamaður lands- ins og menningarfrömuður í sex áratugi, leikrita-, skáldsagna-, ævisögu- og ritgerða- höfundur, sendiráðunautur í París, fulltrúi Ís lands á þingum Sameinuðu þjóð anna, heims borgari par excellence og þjóð frægur af frásagnarsnilld sinni . Grein mína skrifaði ég til varnar Kristjáni . Ég spurði: Hvernig getur nokkrum heilvita manni dott ið í hug að jafngáfaðum og þjóðhollum manni og Kristjáni Albertssyni, sem gerþekkti ís lenskt stjórnmálalíf, hafi komið til hugar að gera þýskan prins að konungi á Íslandi? Kristján Albertsson heyrði fyrst um þennan þýska prins frá vini sínum Jóni Leifs, trúlega 1938, ef ekki síðar . Kristján var þá lektor í íslensku við há skólann í Berlín . Jón Leifs var sem kunnugt er stór merkur maður en átti til að fá óraunhæfar hugmyndir, auk þess sem skapgerðargallar gerðu honum erfitt um vik . Flestar hnigu hugmyndir Jóns að því að auðga menningar líf Íslands á einhvern hátt og voru þær jafnan stórar í sniðum . Ein- hvern tíma á fjórða áratug 20 . aldar hefur Jón fengið þá hugmynd að þegar við skiljum við Dani 1943 sé okkur best borgið með því að fá þýskan fursta til að verða konungur á Íslandi, helst mann af ríkri ætt sem gæti þá gert eitthvað fyrir Ísland í menningarlegu tilliti, en Jóni var auðvitað kunnugt um hvað hinir mörgu þýsku smáfurstar höfðu gert mikið fyrir listir og vísindi, ekki síst tónlistarlíf . Jón þekkti þýskan embættis- mann, Ernst Zückner að nafni, sem starfaði í áróðursmálaráðuneyti Goebbels og hafði Norð ur lönd á sinni könnu, og biður hann að benda sér á vænlegan prins . Zückner vísar honum á prins Friedrich Christian zu Schaumburg-Lippe, sem vann í áróðurs- mála ráðu neytinu og var í vinfengi við sjálf- an Goebbels . Kristján taldi ekki líklegt að Zückner hefði tekið þessari málaleitan Jóns alvar- lega, sem sést af því að hann vísar honum á prins inn, samstarfsmann sinn, sem hann vissi hinn mesta einfeldning . Jón Leifs stofnar síðan til kynna við þennan prins og virðist telja honum trú um að hann ætli sér að vinna að því að prinsinn verði konungur á Íslandi! Kristján kvaðst ekki hafa orðið var við að Jón hefði haft samráð við aðra
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.