Þjóðmál - 01.03.2010, Side 93

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 93
 Þjóðmál VOR 2010 91 Ólöf Nordal, kona Sigurðar, Þórunn Ástríður Brynjólfsdóttir, kona Jóns Helga- sonar, og Auður, kona Halldórs, koma allar verulega við sögu . Hið sama er að segja um Björgu Ellingsen, konu Ragnars, þótt hún hafi ekki verið með honum í hinni sögu- legu ferð . Þær konur, sem hér hafa verið nefnd ar, koma vel frá sögunni . Ekki verður hið sama sagt um Ernu, eiginkonu Jóns Stefáns son ar, sem spurði Ragnar ekki um annað en um peninga, þegar hann sótti þau hjón heim í Kaupmannahöfn . Um hana er sagt (bls . 61): Ragnari hefur aldrei þótt mikið til Ernu Grünth koma en frá því að þau Jón gengu í það heilaga fyrir tæpum fjórum árum – skömmu eftir 71 árs afmæli brúðgumans – hefur hún verið hálfgerð pest, holdgervingur alls þess versta sem Ragnar hefur mátt kljást við í hlutverki sínu sem bakhjarl íslenskra listamanna og menningarlífs . „Hún var alveg að gera út af við mig, síhringjandi, sníkjandi, blaðrandi og flaðrandi . Það er ljóta flagðið,“ sagði Ragnar í lok fyrsta árs þeirra Jóns og Ernu í hjónabandi . Eins og sjá má af þessum texta er Jón Karl hispurslaus í frásögn sinni, enda drægi hann ekki trúverðuga mynd af söguhetjunni, ef hann færi silkihönskum um menn og málefni . Ragnar í Smára var fylginn sér og enginn átti neitt inni hjá honum, þótt hann veldi ekki alltaf hefðbundnar leiðir við að ljúka því, sem hann gerði fyrir aðra . Augljóst er, að verkið er þaulhugsað af hálfu höfundar . Texti og ljósmyndir tengjast á skemmtilegan hátt og brugðið er upp myndum af miklu fleiri mönnum en Ragnari í Smára og einnig af málefnum, sem eiga ekkert skylt við nóbelshátíðina eða Halldór Laxness . Hátíðin sjálf er í raun aukaatriði . Jón Karl kemur víða við í frásögn sinni . Hann segir meðal annars rækilega frá deilu Ragnars við Vilhjálm Þ . Gíslason, þá ver- andi útvarpsstjóra, um stöðu Sinfóníu- hljóm sveitar Íslands innan Ríkisútvarpsins . Er þeim Ragnari og Vilhjálmi báðum heitt í hamsi vegna málsins . Á þessu ári er þess minnst, að hálf öld er liðin, frá því að sin- fón íu hljómsveitin kom til sögunnar . Stundum verða tengingar Jóns Karls skrýtnar, eins og þegar hann segir, að Ragnar hafi stokkið út á götu í Stokkhólmi, ýtt á kyrrstæðan Ford Zodiac, sem þar var bilaður, og bætir við (bls . 202): Bílstjórinn lítur um öxl og virðist með á nótunum . Það er varla hægt að segja að Ragnar sjái framan í manninn en á því hvikula andartaki sem augu þeirra mætast í baksýnisspeglinum finnst honum að þetta gæti allt eins verið Davíð Stefánsson . Síðan tvinnast saman frásögn af samskipt- um þeirra Ragnars og Davíðs, meðal annars um áhuga skáldsins frá Fagraskógi á að eignast Ford Zodiac, og af hetjulegri fram- göngu Ragnars á einni helstu umferðargöt- unni í Stokkhólmi .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.