Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 94

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 94
92 Þjóðmál VOR 2010 Af heimildaskrá verður ekki ráðið, hvort um raunverulegt atvik á götum Stokkhólms hafi verið ræða eða tilbúna umgjörð í því skyni að tengja Davíð Stefánsson inn í söguna í gegnum Ford Zodiac . Hvernig, sem í pottinn er búið, verður ekki annað sagt en tengingin sé langsótt, ef ekki til- gerðarleg . Slík tilgerð á síður við skapgerð Ragnars en hryssingsleg lýsingin á konu Jóns Stefánssonar . Þrátt fyrir aðdáun Ragnars á Laxness, hafði hann þetta að segja í bréfi til Sigurðar Nordals um Gerplu (bls . 241): Hann [Ragnar] viðurkenndi þar [í bréfinu] að við lestur bókarinnar sækti stöðugt á sig „sá óhugnanlegi óþefur, sem leggur af ýmsu því er Laxness hefur skrifað um heimspólitík, virðingarleysi fyrir helgidómum annarra manna og vissri tegund af sýndarmennsku, sem kemur fram í því að eigna sér það sem aðrir hafa gert . Kemur mér t .d . í hug tvennt, sem hvort tveggja nálgast fölsun, að eigna sér eins og hann hefir gert verk Lárusar Pálssonar í Snæfríði Íslandssól og umfram allt verk Jóns Helgasonar, sem er í þessari bók það afgerandi fyrir bókina að hún nálgast að vera verk þeirra beggja .“ Jón Karl segir frá því í heimildaskrá við hvað hann styðst á hverri blaðsíðu bókar- inn ar . Lesandanum er látið eftir að geta sér til um til hvers er vísað á viðkomandi síðu . Stundum er það augljóst en getur einnig verið óljóst . Ragnar í Smára var rúmlega áttræður, þegar hann andaðist, árið 1984 . Bók Jóns Karls er söguhetjunni til sóma . Hún er jafn framt fróðeiksbrunnur um strauma og stefn ur í íslensku menningar- og athafnalífi, þegar Ragnar Jónsson í Smára lét að sér kveða með eftirminnilegum og einstæðum hætti . Rússland Pútíns Anna Politkovskaja: Rússland Pútíns, Elín Guðmundsdóttir þýddi úr ensku eftir þýðingu Arch Yait frá 2004, Urður Bókafélag, Reykjavík 2009, 121 bls . Eftir Guðmund Ólafsson Anna Stepanovna Politkovskaja var fædd 30 . ágúst 1958 og var myrt 7 . október 2006 . Hún var ekki einungis blaðamaður, heldur einnig áköf baráttukona fyrir mann- réttindum og betra lífi í landi sínu Rúss landi . Trúlega mátti hún gjalda fyrir hug sjónir sínar með lífi sínu . Síðustu árin helgaði hún sig einkum blaðamennsku í Tsjetsj- eníu fyrir eitt frjálslyndasta blað Rússa, Novaja Gazetta . Áður hafði hún starfað á Izvestia og síðan á Obzhaja Gazetta undir stjórn þess fræga ritstjóra Jégor Jakovlév, sem átti stóran þátt í að hnika rússneskri blaðamennsku til frjálslyndari hátta . Í bókinni fjallar hún um nokkur mál sem hún telur lýsa ástandinu í landi sínu . Þar segir frá ömurlegu ástandi í rússneska hern um, stór svindlurum og morðingjum í Katrínar- borg, yfirmanni í hernum, Júrií Búdanov, sem varð uppvís að hroðalegum glæpum gegn ungri tsjetsjenskri stúlku, atburðunum við Dúbrovskaja stræti 1 á Nord-Ost sýn- ingunni og fleiri málum sem lýsa því vel hve staða réttarríkisins er veik í Rússandi . Undirritaður hefur fylgst með málum aust- ur þar í marga áratugi og fullyrðir að lýsingar Önnu Politkovskaju eru í samræmi við það sem best er vitað og þess vegna er bók hennar mikilvæg lesning öllum þeim er vilja fylgjast með þróun mála í Rússlandi . Þýðing Elínar Guðmundsdóttur er ágæt (líklega úr ensku), en mannanöfn og staðaheiti eru rituð á íslensku í góðu sam ræmi við umritunar regl- ur Helga Har alds sonar prófessors (sbr . rúss- nesk-ís lenska orðabók bls . 821) .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.