Þjóðmál - 01.03.2011, Side 83

Þjóðmál - 01.03.2011, Side 83
 Þjóðmál VOR 2011 81 verkfræði og tölvunarfræði . Þessar greinar verða að sjá framleiðsluknúnum íslenzkum fyrirtækjum fyrir þekkingu og þróunargetu til framleiðslu­og framleiðniþróunar . Ís lenzka menntakerfið er á rangri braut, því að of margir nemendur verða utanveltu í því; það ungar út of mörgu háskólafólki án gagnlegrar menntunar fyrir atvinnulífið, og þá bíður þess aðeins ríkisjatan, jafnvel án nýtingar á sérgrein . Þetta er sóun mannauðs . Rekstrar­ formum þarf að fjölga á öllum stigum skóla og snúa af braut einokunar opinbers rekstrar . Erlendis eru góðar fyrirmyndir fyrir hendi að hentugu menntakerfi og má þar nefna þýzka menntakerfið, sem sér framleiðsluknúinni út flutningsvél Þýzkalands fyrir nauðsynleg­ um mannauði . Stoð 4 – uppstokkun ríkisbúskapar Ljóst er, að með vaxandi tekjum ríkissjóðs, á tímum skattalækkana og hagvaxtar, þandist starfsemi og útgjöld ríkisins út yfir allan þjófabálk á síðasta velmegunarskeiði . Kastaði tólfunum á árunum 2007–2008, þegar Samfylkingin hafði verið leidd til valda . Miklar skatttekjur af fjármálageiranum hurfu eins og dögg fyrir sólu, þegar hann féll, sem, ásamt öðru, hefur valdið gríðarlegri skuldasöfnun ríkissjóðs síðan . Þetta er háskabraut . Við árslok 2010 námu skuldir og skuldbindingar ríkissjóðs a .m .k . 110% af vergri landsframleiðslu . Ekki fer á milli mála, að þetta er yfir hættumörkum, og er ríkinu lífsnauðsyn að snúa strax af braut skuldasöfnunar . Ríkisstjórn Samfylkingar og vinstri grænna er ófær um þetta . Kropp í lífsnauðsynlega starfsemi dreifbýlisins, t .d . í heibrigðisgeiranum, ber vott um ráðleysi og hugmyndafátækt . Sjálfstæðisflokkurinn hefur á hinn bóginn lagt fram áætlun um afnám hallans og hefur kynnt lausnir sínar á bráðavandanum . En betur má, ef duga skal . Það verður að hleypa einkaframtakinu að, þar sem ríkið stundar nú einokun, til að lækka kostnað skattborgaranna af starfsemi ríkisins og til að efla metnað til góðs árangurs í stað þess að hjakka í sama farinu . Stærstu útgjaldaliðirnir eru heilbrigðis­ og trygginga mál . Sú hegðun ríkisstjórnar innar að skera blint niður framlög til heilbrigðis ­ mála er ábyrgðarlaus . Fjárfesta þarf í nýjum búnaði til lækkunar viðhaldskostnaðar og auk innar fram leiðni heilbrigðisstarfsfólks . Minnka þarf marklítið eftirlit ráðuneyta og eyðublaða kvöð þeirra á heilbrigðisstofnunum um allt land, sem skapar óarðbær störf og dregur úr framleiðni í fremstu víglínu . Einka­ væðing fækkar afætum . Sjálfseignarstofnanir með árangurshvata til starfsfólks koma vel til greina ásamt einkareknum stofnunum í stað ráð stjórnarfyrirkomulags . Stoð 5 – ný utanríkisstefna Utanríkisstefna ríkisstjórnar Samfylking­ar og vinstri grænna er misheppnuð . Hald ið hefur verið inn á afdrifaríka braut án lýð ræðislegrar ákvörðunar og opinberrar stefnu mörkunar þar að lútandi . Engin frambæri leg hagsmunagreining liggur að baki stefnu ríkis stjórnar þessara flokka um að hefja strax aðlögun stjórnkerfis landsins að kröfum ESB . Landið á vissulega samleið með Evrópu, en fullveldisframsal til stofnana ESB er hag sæld landsmanna allt of áhættusamt og getur ekki gefið smáríki í miðju Norður­Atlants hafi neitt í aðra hönd . Vissir hagsmuna aðilar í landinu eru að sönnu málpípur aðildar, en talsmenn meiri hagsmuna eru á móti miðað við núverandi aðstæður . Síðast en ekki sízt benda skoðanakannanir til, að öruggur meiri hluti landsmanna gjaldi svo mikinn varhug við ESB, að hann muni hafna aðildarsamningi . Samningaviðræður við ESB munu þess vegna ekki leiða til neins, nema sóunar tíma og fjár og móðgunar stækkunarstjórans í Brüssel yfir

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.