Þjóðmál - 01.12.2010, Page 26

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 26
24 Þjóðmál VETUR 2010 hún sjálfbær . Hagfræðibloggarinn gerir sér ekki grein fyrir því að aflaheimildir urðu verðmætar þegar útvegsmenn keyptu aðra út, sókn dróst saman, hagræðing varð í skipaflotanum og fjárfesting jókst í tæknibúnaði . Kvótalögin stuðluðu að því að ríkið þurfti ekki að dæla inn fé í sjávar- útveginn, hagræða gengismálum fyrir grein ina og fleira í þeim dúr . Það hefur komið fram í umræðunni að tæplega 90% þeirra sem fengu úthlutað veiðiheimildum árið 1984 hafa selt þær . Áhugavert væri að sjá greiningu á því hvaða aðilar það voru sem seldu . Niðurstaðan slíkrar rannsóknar mun eflaust sýna að bæjarfélög, ríkið, Byggðastofnun o .s .frv . eru stærstu seljendur veiðiheimilda og hlutabréfa í sjávarútvegi . Það er skiljanlegt því hið opinbera var með greinina í fanginu vegna bágrar stöðu hennar . Það má lesa úr orðum hagfræðingsins sprenglærða að hagnaður greinarinnar sé fasti . Hafi alltaf verið til og verði alltaf til . Með þessa for sendu í farteskinu var hafist handa við að smíða skelfilega fyrningarleið til að færa hagnaðinn frá greininni til almennings . Eins og ég mun rökstyðja eru allar líkur á því að hagnaðurinn hverfi vegna fyrningarleiðarinnar, engum til hagsbóta . Fyrningarleið Samfylkingarinnar Samfylkingin telur að sniðugt væri að gjörbylta sjávarútvegskerfinu í von um aukin atkvæði enda skynjar fylkinginn meðbyr um slíkt á fjölmörgum heimilum . Til að ljá sérfræðibrag á verkið var fengin til liðs við fylkinguna hagfræðingurinn Jón Steinsson . Jón er doktor í hagfræði frá Harvard-háskóla og starfar sem lektor í hagfræði í útlöndum . Ég verð að játa að ég – nær ómenntaður hálfvitinn – skelf eilítið við tilhugsunina um að gagnrýna fræðilega nálgun svo lærðs manns á framtíð íslenska sjávarútvegskerfisins . Tilboðsleið Jóns Steinssonar er í hnot- skurn þessi; • G-flokkur (gömlu afla heim ild irn ar). 92% af aflaheimildum útgerðar síðasta árs er endurúthlutað (8% fer í L-flokk) . Útgerð með 100 tonna aflaheimildir verð ur með 92 tonn eftir 1 ár og 84,6 tonn eftir 2 ár (92% af 92 tonnum) . Frjálst fram sal er heimilt með þennan kvóta . • L-flokkur (nýi leigukvótinn). Markaður þar sem útgerðir geta leigt kvóta . Ef leigð eru 8 tonn fyrir árið 2011, fær útgerðin 92% af því 2012 og á hverju ári lækkar úthlutunin um 8% . Þannig er leigt til margra ára en magnið lækkar á hverju ári . Tekjur af leigunni eru hinn svokallaði arður sem rennur til þjóðarinnar . Fram- sal þessa kvóta er óheimilt en hægt að skila inn kvóta aftur á leigumarkað inn t .d . ef skip sekkur . Almennt er Jón á móti viðskiptum milli útgerðarmanna með leigukvótann milli útgerðarmanna . Jón telur upp eftirfarandi jákvæð áhrif sem tilboðsleið hans mundi hafa á sjávarútveg - inn og þjóðarbúið í heild: • Arðurinn rennur til þjóðarinnar, og hann er hvorki of hár né of lágur þar sem út gerðin mun bjóða rétt verð í kvótann . • Opinber tilboðsmarkaður mun jarð- tengja verðið á kvóta, sem auðveldar ný- liðun, enda hefur verð á kvóta verið úr öll um tengslum við arðinn sem auðlind in skilar • Loksins verði sátt um sjávarútvegs- kerfið . En Jón hefur rangt fyrir sér . Enginn arður mun renna til þjóðarinnar . Það eru ýmis

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.