Þjóðmál - 01.12.2010, Side 39

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 39
 Þjóðmál VETUR 2010 37 Þróun gengis krónunnar undanfarin ár hefur verið með þeim hætti að margir hafa snúist á þá skoðun að eina færa leiðin í gjald miðlamálum Íslendinga sé að ganga í Evrópu sambandið og taka upp evru . Það er röng niðurstaða . Nær sömu skilyrði þurfa að ríkja í efnahagsmálum þjóðarinnar til að evran henti sem þjóðargjaldmiðill og þurfa að vera fyrir hendi til að krónan geti gegnt því hlutverki . Til að evran gagnist Íslending- um sem gjaldmiðill þarf hagstjórnin að vera með þeim hætti að hún sé trúverðug og skapi stöðugleika . Annars gæti farið fyrir Íslandi eins og Grikklandi og Írlandi . Mun urinn á þessum tveim gjaldmiðlum í hag stæðu efnahagsumhverfi er að krónan verður áfram fljótandi – hugsanlega seig fljótandi – og þjónar áfram því hlutverki sínu að aðlaga hagkerfið en upptaka evru er fast gengisstefna . Fastgengisstefna kallar á að hagkerfið sé aðlagað vinnumarkaði sem leiðir oftar en ekki til atvinnuleysis í óáran . Jafnframt eru hagkerfi fljótari að jafna sig ef aðlögun hefur átt sér stað með gengisbreytingum en ef hún fer fram á vinnumarkaði vegna tregbreytileika launa . Galli við krónuna og fljótandi gengi er hins vegar, eðli máls samkvæmt, meiri sveiflur . Þær sveifl- ur er hins vegar hægt að hemja með réttri hag- stjórn og þar með getur krónan vel þjónað sem gjaldmiðill . Forsagan Meginviðfangsefni hagstjórnar á Vest ur-löndum undanfarna áratugi hefur ver ið að halda verðbólgu og atvinnu leysi í skefjum . Til að hafa áhrif á þessa þætti er annars vegar hægt að nota fjármálaaðgerðir – útgjöld eða tekjur hins opinbera – og hins vegar peninga- mála aðgerðir . Ef íslenskar hagtölur eru skoð- aðar er ekki hægt að neita því að vel hefur tekist til við að útvega vinnufúsum höndum atvinnu (að undanskildum síðustu tveim árum) . Frá lýð veldis stofnun hefur atvinnuleysi einungis verið rúmlega 1% að meðaltali á ári . Það er með því allra minnsta sem þekkist í hinum iðnvæddu ríkjum . Verr hefur hins vegar gengið með verðbólguna en hún var að meðal tali nærri 18% á ári á þessum sama tíma . Há verðbólga endurspeglar mis heppn- aða hagstjórn . Hagfræðingar hafa verið einhuga um að pen inga stefnuna eigi að nota í glímunni við verð bólgu en fjármálastefnuna til að hemja fram leiðsl una – hagsveifluna . Breytt um hverfi pen inga mála undanfarinn áratug hefur hins vegar beint sjónum manna að formlegara sam spili peninga- og fjármálastefnunnar en tíðk ast hefur til þessa . Tryggvi Þór Herbertsson Innleiðing formlegrar fjármálareglu

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.