Þjóðmál - 01.12.2010, Page 52

Þjóðmál - 01.12.2010, Page 52
50 Þjóðmál VETUR 2010 Deila okkar Íslendinga við Evrópu sam-bandið um makrílveiðar í íslenzku efna hagslögsögunni á undanförnum vikum og mánuðum hafa um margt verið lær- dóms ríkar . Fyrir það fyrsta hafa þær varpað ljósi á fyrirkomulag sjávarútvegsmála innan sambandsins sem þó var þekkt fyrir . Íslenzk stjórnvöld hafa ekki staðið í samskiptum við ráðamenn í Bretlandi um lausn deil unn ar heldur ráðamenn í Brussel – og svo vitan- lega norsk stjórnvöld enda standa Norð- menn líkt og við Íslendingar utan Evrópu- sambandsins . Vart þarf að fara mörgum orðum um það út á hvað deilan um makrílinn hafa snúist . Makríll hefur á síðustu árum leitað í síauknum mæli inn í íslenzku efna hags- lögsöguna, ekki sízt í ætisleit, og jafnvel munu vera vísbendingar um að hann sé far- inn að hrygna innan lögsögunnar . Evrópu- sam bandið hefur ekki viljað viðurkenna rétt okkar Íslendinga til þess að veiða makríl innan okkar eigin efnahagslögsögu, telur sig eiga makrílstofninn og jafnvel ekki viljað viðurkenna stöðu Íslands sem strand ríkis . Við Íslendingar höfum á móti lagt áherzlu á að við hefðum í krafti fullveldis okkar allan rétt til þess að nýta þær auðlindir sem finnast innan íslenzku lögsögunnar . Það sé út í hött að Evrópusambandið telji sig eiga fiskistofna innan hennar . Ísland sé ekki bundið af neinum samningum um veiðar á makríl þar sem sambandið og Norðmenn hafa ekki viljað semja við okkur Íslendinga fyrr en alveg undir það síðasta . Þá séu hugmyndir þessara aðila um úthlutun kvóta til Íslands algerlega óraunhæfar . Ekki lengur strandríki Erlendir fjölmiðlar, sem fjallað hafa um makríldeiluna, hafa iðulega rætt um strandríkin fjögur („four coastal states“) sem væru aðilar að henni, Ísland, Færeyjar, Noreg og – Evrópusambandið . Þannig er nefnilega mál með vexti eins og bent hefur verið á að ef Ísland gengi í sambandið þýddi það meðal annars að landið hætti að vera skilgreint sem strandríki enda yrði íslenzka efnahagslögsagan eftirleiðis aðeins hluti af sameiginlegri efnahagslögsögu þess og yfirstjórn hennar yrði í Brussel . Ljóst er að þær samningaviðræður sem staðið hafa yfir um makrílinn hefðu aldrei Hjörtur J . Guðmundsson Sjávarútvegurinn, Ísland og Evrópusambandið

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.