Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 66

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 66
64 Þjóðmál VETUR 2010 úrræði til að leysa úr ágreiningsmálum . Það getur lagt til þvingunaraðgerðir og beitt þeim gagnvart ríkjum, og geta þær bæði verið af efnahags- og viðskiptalegum toga eða þá hernaðarlegum .1 Dæmi um slík viðurlög er að finna gagnvart Írak í kjölfar innrásar landsins í Kúveit 1991 . Auk þess er umfangsmikilli friðargæslu sinnt víða um heim á svæðum þar sem spenna ríkir í samskiptum þjóða . Hvorki S .þ . né Öryggisráðið hafa yfir herafla að ráða og verður því að treysta á framlag aðildarríkjanna í því efni . Eftir lok kalda stríðsins má segja að aukin áhersla hafi verið lögð á þróunarmál, umhverfismál og mannréttindi á vettvangi Öryggisráðsins . Í ljósi þessara áherslubreytinga hefur verið litið svo á að smærri ríki gætu lagt sitt af mörkum innan ráðsins .2 En flokkast slík afstaða ekki undir óraunhæf markmið og gerviástæður? Frá árinu 1965 hafa fimmtán ríki átt sæti í Öryggisráðinu, en fimm þeirra eiga þar fastafulltúa, sem auk þess hafa neitunarvald um ákvarðanir ráðsins . Þetta eru stórveldin og sigurvegararnir úr seinni heimsstyrjöldinni, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Rússland (áður Sovétríkin) og Kína . Auk þess kýs allsherjarþing S .þ . fulltrúa tíu ríkja til setu í ráðinu í tvö ár í senn eftir tilteknum reglum . Að því verður vikið nánar síðar . I . Nú get ég – ástæður, aðdragandi og hugmynda fræðin að baki Það er enginn vafi á því að sumir íslenskir stjórnmálamenn litu svo á, 1 Skýrsla Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utan- ríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál . (Lögð fyrir Alþingi á 135 .löggjafarþingi 2007-2008) . www . utanrikisraduneyti .is/media/skyrslur/skyrslan .pdf 2 Skýrsla um framboð Íslands og kosningabaráttu til sætis í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009–2010, Utanríkisráðuneytið, (2009), bls . 6 . að lok Kaldastríðsins hafi markað þátta skil í alþjóðlegri stöðu Íslands og breytt henni í grundvallaratriðum . Að allar aðstæður, bæði innri og ytri, hefðu ger breyst . Nú væri svo komið „að íslensk hags munagæsla í hnattvæddum heimi er orðin mun marg- þættari en áður og að Íslend ingar geta mun betur staðið vörð um eigin hags muni . Um leið er ljóst að framsal hagsmuna gæslunnar til annarra ríkja verður sífellt vandasamara og óæskilegra . Ísland verður öðrum fremur að vinna vel með öðrum ríkjum, einkum þar sem um er að ræða mjög stór verkefni, en vonir um að þau gangi erinda, sem Íslendingar geta vel annast sjálfir samrýmast hvorki hagsmunum, reisn né fullveldi . Þá eru ónefndar siðferðilegar og pólitískar skyldur Íslands sem þátttakanda í samfélagi þjóðanna og mikilvægi þess að halda fram þeim gildum sem Íslendingar hafa ávallt sameinast um .“3 Með þessu hætti mat Geir H . Haarde, þá forsætisráðherra, stöðu og hlutverk Íslands í samfélagi þjóðanna . Íslendingum bæri beinlínis skylda til þess að axla frekari ábyrgð á alþjóðavettvangi, í stað þess að vera upp á aðrar þjóðir komnir . Það hafi verið í þessu samhengi sem ákvörðunin hafi verið tekin 1998 að bjóða Ísland fram til setu í Öryggisráðinu í fyrsta sinn . Og forsætisráðherrann stígur skrefið til fulls og segir: „Það var í þessu samhengi sem ákveðið var árið 1998 að bjóða Ísland fram til setu í öryggisráðinu í fyrsta sinn frá árinu 1946 . Ákvörðunin lýsir nýrri sýn á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og nýju sjálfstrausti og virkni í utanríkismálum . Í þessu felst skilgreining á Íslandi sem öflugu smærra ríki en höfnun á þeirri sjálfsímynd 3 Staða Íslands í samfélagi þjóðanna 7 .9 .2007, Ávarp Geirs H . Haarde forsætisráðherra í hátíðarsal Háskóla Íslands föstudaginn 7 . september 2007 . www .forsaetisras/radherduneyti .ira/raedurGHH/ nr/2709
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.