Þjóðmál - 01.12.2010, Side 77

Þjóðmál - 01.12.2010, Side 77
 Þjóðmál VETUR 2010 75 Bókadómar _____________ stundum á þolrif lesenda í þessari bók, einkum í umfjöllun um forsetakosningarnar 1952 og stjórnarmyndunina 1980 . Eins og fram kemur í bókinni skildi Gunn ar Thoroddsen eftir sig um fangs mikil gögn um einkalíf sitt og stjórnmálaþátttöku, dagbók hélt hann frá unga aldri og skrif aði minnisblöð um marga við burði sem urðu um daga hans . Í þessum gögnum, sem fjöl skylda hans hefur varðveitt, mörg hver mjög per sónuleg og vandmeðfarin, fékk Guðni að moða eftir þörfum og eigin mati . Er þessi afstaða fjöl skyld unnar lofsverð því ekki er hún sjálfgefin . Eru raunar mörg dæmi um hið gagnstæða sem gert hafa sagnfræðingum og öðrum höf- undum ævisagna erfitt fyrir . Ekki leynir sér að Guðni ber virðingu fyrir söguhetju sinni, en hann dregur þó engan dul á bresti í fari hennar og breyskleika, þar á meðal vínhneigð Gunnars sem olli honum vandræðum í einkalífi sem opinberum störfum um árabil . Hann vitnar oft til dagbókar Gunnars þar sem er að finna hrein- skilnis legar játningar um hugsanir hans og langanir sem bera vitni um ríkari sjálfsvitund og meiri hégómleika en líklegt er að nokkur maður léti viljandi uppskátt um sjálfan sig . Er mikill fengur að þessu efni . Sumt í dagbókinni er þó þess eðlis að spurningar vakna í huga lesanda um það hvort Gunnar hafi vísvitandi verið að leggja gögn í hendur söguritara framtíðarinnar til að skapa sér þá ímynd og þau eftirmæli sem hann helst kaus . Guðni víkur að þessu atriði á einum stað í bókinni, segist hafa verið á varðbergi, en kemst að þeirri niðurstöðu að margt hafi Gunnar skráð í dagbók sína sem hann geti ekki hafa ætlað á prent . Örlagaríkasti kaflinn í sögu Gunnars er afskipti hans af kosn ingunum 1952 þegar tengd a faðir hans, Ásgeir Ás- g eirs son, var kjörinn forseti Ís lands . Gunnar studdi hann gegn þeim frambjóðanda sem hans eigin flokkur tefldi fram, og varð staða Gunnars innan Sjálf stæðisflokksins aldrei söm eftir það . Flokksbræður hans töldu hann hafa svikið lit og hann uppskar áratuga vantraust . Nú á dög um er vafalaust erfitt fyrir marga að skilja heiftina í þessu máli og þann hugsunar gang sem Gunnar mætti . Gunnari gat þó ekki komið þetta á óvart, því sjálfur var hann innvígður í stjórnmálamenningu þessa tíma, og gerði sér fulla grein fyrir því að afstaða flokkanna og stjórnmálaforingjanna réð úrslitum mála á flestum sviðum þjóð- lífsins . Í dag hlýtur okkur að þykja eðlilegasti hlutur í heimi að maður í sporum Gunnars styðji tengdaföður í forsetaframboði, en lúti ekki flokksvaldi . Það var hins vegar síður en svo sjálfsagður hlutur um miðja síðustu öld . Allt þjóðlífið var gegnsýrt af flokksræðinu . Sem leiðir hugann að því að þótt Gunnar væri miklum hæfileikum gæddur, góður námsmaður, greindur maður og glöggur, réðst frami hans í þjóðlífinu, glæsilegur og að mörgu leyti einstæður, af stjórnmálaþátt-

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.