Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 80

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 80
78 Þjóðmál VETUR 2010 þankar um ljóðagerð, undirmeðvitund og vísindi Freuds, þar sem margt og margir koma við sögu . Að því leyti svipar Matthíasi til nafna síns Jochumssonar að hann hefur tilvitnanir á hraðbergi og heims bók mennt- irnar undir, er ekki ragur við að vísa til þeirra, hafna þeim eða draga af þeim ályktanir eftir atvikum . Þeir nafnarnir skrifa um allt milli himins og jarðar í sömu andránni, – það er það sem gefur þeim sér stöðuna og styrkinn! Fyrirvaralaust kviknar mynd: Allt sem bundið er jörðinni er dæmt til tortímingar, dauða; gleymsku . Tilgangur steingervingsins! Og nú kemur í ljós, að þessir þankar eru inngangur að ljóði eða kannski öllu heldur lýsing á því hvernig ljóð verður til . Heiti sitt sækir það í Njálssögu: „ . . . gekk maður út úr gnúpnum og var í geithéðni og hafði járnstaf í hendi . . . “ Ljóðið er síðbúið sam tal við Freud og lýkur eins og það byrjaði: . . . nei, Freud það vantar Lómagnúp í umhverfi þitt . „Fjöllin eru vaxfílar .“ Matthías hefur alltaf verið forvitinn og duglegur í forvitni sinni . Að þessu sinni var það Wang Ronghua, kín verskt skáld og sendiherra, sem fangaði hug hans . Þeir lásu saman ljóð og fengust við þýð ingar á íslensku . Matthías segir það mikla áskorun og harla erfiða að koma útlendu umhverfi í skikkanlegan búning þess samtíma sem er umgjörð nútímalífs á Íslandi, – þetta litla ljóð segi þá sögu í hnot skurn: Kínverskt skáld segir að kirkjugarðurinn sé í órækt og vindurinn skríði í arfanum eins og snákur, hvað getum við sagt í höggormslausu landi? Frá Kögunarhóli blasir við ljót malargryfja fyrir ofan Þórustaði . Matthías er viðkvæm- ur fyrir náttúru landsins og svipmóti þess eins og sagan birtist í örnefnunum: Þar sem andi Ingólfs dó inní fjallið blasir við sviðugrátt svöðusár, í þessa opnu und sækja bráðdrepandi sýklar, ógna helgri tign þessa forna örnefnis . „Að fjallabaki“ er kvæði um líf og dauða: Við vitum hvort eð er ekki hvað er handan fjallsins, ekki frekar en íbúar fyrirheitnalandsins sem er ekki til . Það er mikið um að vera á vígvelli Matthías- ar eins og vant er, fagur skáldskapur er í öndvegi, sterkar skírskotanir og sið ferðileg- ar kröfur . Það særir höfundaræru hans sem skálds að hæstiréttur skyldi vísa mál- verkafölsunarmálinu út í hafsauga en helstu listmálarar landsins liggja óbættir hjá garði: „Minnir á tölvupóstsþjófnaðinn sem birtist í Fréttablaðinu sællar minningar . Og svo auðvitað í DV . Hæstiréttur lagði blessun sína á verknaðinn, sem var loks verðlaunað ur á hátíðarsamkomu Blaðamannafélagsins!“ Og í öðru samhengi: Rógberar og kjaftaskar sækja í þessa nýju „fjölmiðla“ eins og flugur í kúaskít . Og gulna! Og sjónvarpið er ekki undanskilið, það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.