Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 97

Þjóðmál - 01.12.2010, Síða 97
 Þjóðmál VETUR 2010 95 frásögn af dauða Kristínar Guðmundar- dóttur sem kennd var við Hollywood . Hún fól Gunnari að annast útför sína og sjá til þess að hvorki prestur né trúartákn kæmu þar við sögu en hann mundi flytja ljóðið Söknuð eftir Jóhann Jónsson . Undir lok máls síns spurði Gunnar sjálfan sig: Skyldi ég nú muna það? Síðan flutti hann ljóðið í setustofu Skálholtsskóla á þann veg að enginn var ósnortinn . Gunnar er frábær leikari og einstakur sögumaður . Honum verður aldrei orða vant og heldur athygli áheyrenda tímunum saman ef svo ber undir . Vegna þessa kveið ég því dálítið, þegar ég hóf lestur bókarinnar Alvara leiksins þar sem Árni Bergmann, rithöfundur, skrá ir ævisögu Gunnars, að safi meistara hins talaða orðs hyrfi við að festa sögurnar á blað . Þeim mun meira sem ég las því betur sann færðist ég um, að Árni hefði svo góð tök á efninu að lesandinn færi aldrei á mis við kjarnann í frásögn Gunnars . Raunar þótti mér vænt um að lesa margt af því sem Gunnar hafði sagt mér á áralöngum kynnum okkar í hinum góða búningi Árna og öðlast á því nýjan og dýpri skilning en áður við lestur . Þegar ég heyrði fyrst hjá Gunnari að hann hefði hug á að fara að óskum margra vina sinna um að láta skrá minningar sínar, bjóst ég við að ekki yrði unnt að ná utan um þær allar nema í nokkurra binda ritverki . Minni hans er einstaklega gott og frásagnargleðin svo mikil, að þessi eina bók er í raun aðeins sýnisbók af öllu sagnasafni hans . Bókin stendur þó vel fyrir sínu og meira en það sem heilsteypt verk . Gildi hennar felst fyrst og síðast í því, að þar gerir Gunnar grein fyrir uppruna sínum og fjölskyldu . Sú saga öll er með nokkrum ólíkindum, enda hefur verið vakið máls á því við hann, að sumt af efninu hæfði vel í dramatíska kvikmynd eða kvikmyndir . Keflavík og æskuárin þar eru ríkur þáttur í lífi Gunnars . Árni Bergmann er einnig Keflavíkingur og að því leyti er hann kjörinn til að rita frásagnir Gunnars . Lýsingar þeirra á fólki og bæjarbrag í Keflavík eru nærfærnar og skemmtilegar . Ég saknaði að vísu frásagnar Gunnars af hernámsdeginum, þegar hin djúpa morgunþögn var rofin af flugvélum, herskip sáust undan ströndum og menn spurðu hvern annan í kvíða og eftirvæntingu frá hvaða landi vígdrekarnir væru . Söguna um hernámsdaginn segir Gunnar gjarnan þegar hann flytur Hrunadansinn, ljóðabálk eftir Matthías Johannessen, sem við nokkrir vinir Matthíasar gáfum út honum til heiðurs á 80 ára afmæli hans í upphafi þessa árs ásamt hljómdiski, þar sem Gunnar flytur bálkinn . Gunnar hefur farið víða undanfarna mánuði og flutt ljóðin 39 utan bókar . Hann spyr gjarnan áheyrendur hvar þeir voru á hernámsdaginn og lýsir eigin reynslu í Keflavík . Gróa Jónsdóttir, amma Gunnars, hafði mikil áhrif á hann . Í sögunni tengir hún rætur hans aftur í vistarbandið . Hjá henni og afa hans Jósef, sem ekki er síður forvitnilegur en Gróa, kynntist hann lífi og lífsviðhorfi fyrri alda . Þau fengu aldrei rafmagn en hún klæddi sig upp og kom heim til Gunnars fyrir hádegi á sunnudögum til að hlusta á útvarpsmessuna en fór síðan með Jósef til kirkju klukkan tvö, eftir að hún hafði gefið honum hádegismat . Á níunda og tíunda áratugnum fórum við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.