Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 21

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 21
SAMRÆÐULIST OG HEIMSPEKI Hvernig vitum við að allt er ekki draumur? Í fyrsta lagi ber að geta þess að kennari verður að hafa í huga hvert hann vill leiða umræðuna. Ekki er þar með sagt að umræðan fari þangað sem hann hafði kosið sér, en án einhvers ramma eða færanlegs tjóðurhæls leiðir umræðan ekki neitt. Tökum sem dæmi spurninguna um draum og veruleika. Ég spyr: „Hvernig vitum við að allt er ekki draumur?“ Hér hef ég fyrirfram mótaðar hugmyndir um hvað felst í orðinu draumur og vil fá fram þau orð eða hugtök sem við notum til að aðgreina reynslu okkar frá draumi. Börnin leitast við að svara út frá reynslu sinni með einföldum staðhæfingum og mögulegum svörum. Þessi svör hjálpa ég þeim til að kryfja nánar og sjá hvort þau séu góð og gild. Ef börnin reyna ekki að greina mun draums og veruleika heldur fara að segja einberar reynslusögur verð ég að grípa inn í og tengja sögurnar við viðfangsefnið, finna hvorumegin hryggjar við flokkum reynsluna sem slíka. Áður en lengra er haldið er gott að hafa eftirfarandi í huga. Í heimspekilegri umræðu með börnum tel ég mikilvægt að þau sitji þekkingarlega við sama borð og ég. Ég veit ekki meira um skil draums og veruleika en þau þannig að ég hef enga þekkingu á mínu færi sem getur tekið af skarið um niðurstöður umræðunnar. Tvenns konar listform Til að stunda heimspeki með börnum verður kennari að mínu mati að leggja sig eftir tvenns konar listformi: list samræðunnar og list spurninganna. List samræðunnar felst í að vega og meta a t h u g a s e m d i r barnanna og sjá hvort þær tengist s p u r n i n g u n u m . Kennari verður að vera opinn fyrir sjónarmiðum barnanna, vega þau og meta af tillitssemi og finna alla mögulega fleti á þeim sem tengir þau spurningunum. Geri kennarinn þetta finnur hann einlægni barnanna og verður margs áskynja um hugsunarhátt þeirra og veruleika sem annars gæti farið framhjá honum. List spurning-anna liggur þessu til grundvallar. Spurningarnar verða að vera opnar en það þarf líka að vera mögulegt að svara þeim. Það getur verið býsna snúið. Dæmigerðar heimspekilegar spurningar eins og „Hvað er tími?“ eða „Hver er tilgangur lífsins?“ leiða okkur ekki neitt, efnið smýgur milli fingranna áður en við fáum hönd á fest. Ég vil fá hugmyndaflug barnanna af stað Í þessari grein langar mig að segja frá tilraunum mínum í heimspeki með börnum sl. vetur. Verkefnið hófst þannig að nemendur í myndlistarkennslu hjá mér báðu mig um að taka sig í heimspekitíma utan venjulegs skóladags, en ég hafði prófað heimspekiumræður með þeim í heilsdagskólanum (dagskrá eftir hefðbundinn skólatíma) nokkrum árum áður. Ég varð við beiðninni. Gekk þetta það vel að mér samdist við skólastjóra um að fá heimspeki inn á stundaskrá mína. Ég valdi fimm til sex nemendur í senn til mín í heimspekiverkefnið í samráði við bekkjarkennara 6. og 7. bekkjar. Kennarar reyndust samvinnufúsir að ljá mér nemendur í verkefnið og komu nokkrir upp hringekju í stærðfræði til að auðvelda mér að fá hópa. Til að byrja með studdist ég við barnabækur sem allir höfðu lesið eða þekktu til eins og bækurnar um Harry Potter eða einhver af ævintýrum H.C. Andersen. Ég fann efni úr bókunum sem bauð upp á heimspekilega umræðu og þreifaði fyrir mér. Svo gerðist það, eins og fyrir slysni, að ég prófaði að spyrja börnin nokkurra einfaldra spurninga t.d. um draum og veruleika, einnig um staðsetningu hugsunarinnar og þá má segja að tímarnir hafi fyrst farið á flug. Upp frá því hef ég stundað beinar samræður við börnin og undrast sífellt skarpleika þeirra og skáldleg tilsvör. Eins og gefur að skilja er þetta tilraunaverkefni og ekki öll kurl komin þar til grafar. Þó vil ég í fáeinum orðum reyna að segja frá aðferðafræði minni eins og hún kemur mér fyrir sjónir nú. Þar sem ég hallast að því að heimspeki í fræðilegri mynd sé ekki fyrir alla, reyni ég að feta einhvers konar milliveg milli heimspekilegrar hugtakavinnu og skáldlegs hugmyndaflugs. Til að stunda heimspeki með börnum verður kennari að mínu mati að leggja sig eftir tvenns konar listformi: list samræðunnar og list spurninganna. List samræðunnar felst í að vega og meta athugasemdir barnanna og sjá hvort þær tengist spurningunum. Heimspeki með börnum tilraun í Grandaskóla, Reykjavík „Svör barnanna nálgast oft að vera ljóðræn spakmæli,“ segir Jón Thoroddsen. 21

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.