Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 27
KONUR Í FRÆÐSLUSTÖRFUM ÞINGA Dr. Lynne Scholefield hélt mjög spennandi fyrirlestur um þroskatækið ENNEAGRAM sem er nútímasambræðingur úr ýmsum ævafornum viskubrunnum. Oscar nokkur Ichazo frá Bólivíu kom speki sem hann hafði viðað að sér víða að undir einn hatt og stofnaði Aricaskólann í Chile til að kenna fræðin. Þetta var um miðja síðustu öld. táknaðar með örvum, sem vísa til þess í hvaða átt einstaklingurinn ferðast þegar hann er undir álagi og þegar hann nýtur velgengni og er öruggur með sig. Samkvæmt líkaninu tekur hver og einn neikvæða eiginleika frá tiltekinni annarri persónugerð á álagstímum og sækir jákvæða eiginleika til hinnar þriðju gerðar á góðum tímabilum. Kannski er ofrausn að tala um persónugerð því flokkunin lýsir fremur þeirri lífssýn sem menn velja sér á þröskuldi fullorðinsára, en inn í það val spilar reyndar skapgerð viðkomandi. Lynne kynnti í lok fyrirlestrar síns helgarnámskeið sem hún heldur um ENNEAGRAM fræðin í gömlu sloti í Englandi, ásamt með tveimur öðrum konum, þar af er önnur nunna. Nunnan sú er víst ótrúlega fundvís á að skera sig úr í hópi annarra nunna þrátt fyrir að þær séu allar klæddar eins, enda „fjarki“, þ.e. í flokki númer fjögur, sem hjá Lynne og fleirum er kallaður „The Tragic Romantic“, en einstaklingarnir í honum eru þekktir fyrir að vera „soldið spes“ eins og Helga Braga orðar það í ostaauglýsingu. En að öllu gamni slepptu þá er ENNEAGRAM miklu meira en bara partíleikur og víða um heim er fólk farið að nota þetta greiningar- og þroskatæki í ýmsu skyni, til að velja í kviðdóm, skapa trúverðugar sögupersónur og skilja þennan erfiða í fjölskyldunni svo einungis fátt eitt sé nefnt. Fyllilega þess virði að kíkja á … og auðvelt að sökkva sér ofan í, enda upphaflega ættað frá Austurlöndum eins og Feng Shui, búddisminn og jógað. keg 27

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.