Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 29
SMIÐSHÖGGIÐ Goðsögur eru perlur fortíðarinnar, arfleifð sem menningin hefur skilað okkur og lýsa hugmyndum fyrirrennara okkar á jörðinni um lífið og tilveruna. Nútímamaðurinn nálgast þær á margvíslega vegu, m.a. sem skemmtilegar sögur, vitnisburð um frumstæðari menningu en hans, jafnvel sem hjátrú forveranna um gangverk veraldar og þátttöku guðanna í daglegu amstri mannanna. Óáran í hinni forngrísku borg Þebu og landskjálftar á norðlægari slóðum fengu sínar skýringar í slíkum frásögnum. Jafnframt lýsa þessar goðsögur því sem á síðari tímum hefur verið kallað sammannlegar aðstæður, aðstæður sem homo sapiens virðist standa frammi fyrir aftur og aftur, oft ráðþrota því aðstæðurnar eru nýjar fyrir hvern og einn, fyrir sérhverja kynslóð. Kreon og Antígóna tókust á um lögin andspænis trú, sannfæringu og siðferði. Sem fulltrúi laga og réttar telur Kreon konungur að Polýneikes (bróðir Antígónu) hafi fallið óhelgur og skuli honum því ekki veitt greftrun en Antígónu rennur blóðið til skyldunnar og vill hylja líkið moldu enda trú hennar sú að fyrr hljóti bróðir hennar ekki samastað. Sigrún Högnadóttir (og margar stöllur hennar fyrr og síðar) stóð frammi fyrir því að velja á milli mannsefnis sem faðir hennar hafði ætlað henni og þess sem hjarta hennar þráði. Hvorugur kosturinn var algóður, færi hún að vilja föður síns yrði hún óhamingjusöm en léti hún hjartað ráða för kallaði hún yfir sig reiði föður síns og ættarinnar. Eru klisjurnar goðsögur nútímans? En lifir nútímamaðurinn í goðsagna- lausum heimi? Enn lesum við þessar fornu frásagnir og gerum okkur mat úr þeim með ýmsum hætti svo líkast til segja þær okkur eitthvað um okkur sjálf. Hins vegar er réttara að spyrja hvort við búum okkur ekki sjálf til nýjar goðsögur eða fellum kjarna þeirra eldri að nýjum aðstæðum. Þrátt fyrir allt er ennþá vandi að vera maður, enn togast á gagnstæð sjónarmið og enn orkar ýmislegt tvímælis þá gert er. Mér er nær að halda að nútíma- maðurinn nálgist sínar goðsögur í formi klisjunnar og mér er skapi næst að skilgreina hana sem ranghverfu goðsögunnar: yfirborðslegt og innihaldslaust orðagjálfur, þar sem forðast er að brjóta merkingu til mergjar, hvað þá að reynt sé að rökræða sannleiksgildið. Tökum dæmi: Nú, í upphafi 21. aldarinnar, á tímum mikils hraða og aukinnar hnattvæðingar, lifum við í fjölmenningarlegu upplýsingasamfélagi, frelsi einstakl- ingsins til náms og athafna hefur aldrei verið meira og möguleikar hans á auknum efnislegum lífsgæðum nær ótakmarkaðir. Á sama tíma lýsa heilbrigðisyfirvöld því yfir að þunglyndi sé orðið sjúkdómsfaraldur. Hellum ekki hraðar en trektin og flöskuhálsinn taka við Ég er móðurmálskennari og því er það m.a. starf mitt að rýna í merkingu orða en í þetta sinn veiti ég lesendum það frelsi að skilja samhengi síðustu málsgreina á sinn hátt hafi þeir tíma til þess því hratt flýgur stund og lífshamingjan handan við hornið. Sjálfur ætla ég að snúa mér að öðru: Það krefst tíma, fjármuna og fyrirhafnar að vera Íslendingur og er þá nokkur ástæða til þess að vera að rembast við það? Eins og ég gat um áður snýst starf mitt um móðurmálið. Ég er m.ö.o. þeirrar gæfu aðnjótandi að segja ungu fólki á aldrinum milli tektar og tvítugs til í tungumáli og bókmenntum Um goðsögur og klisjur Eins og ég gat um áður snýst starf mitt um móðurmálið. Ég er m.ö.o. þeirrar gæfu aðnjótandi að segja ungu fólki á aldrinum milli tektar og tvítugs til í tungumáli og bókmenntum þjóðarinnar. Gæfan er m.a. fólgin í því að sjá þetta unga fólk taka út þroska eins og sagt er. Hvert ár er risaskref í þeim efnum og það ungmenni sem ég kveð að vori hefur stikað heila þingmannaleið þegar við heilsumst að hausti. Og oftar en ekki er það hinn líkamlegi þroski sem er nokkrum skrefum á undan þeim andlega þó yfirleitt nái andinn líkamanum að lokum, - en ekki alltaf! „Er framhaldsskólinn þess umkominn að „þjálfa nemendur í öguðum og sjálfstæðum vinnubrögðum og gagnrýninni hugsun“ á skemmri tíma en nú er gert?“ spyr Knútur Hafsteinsson í grein sinni. 29

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.