Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 25

Skólavarðan - 01.08.2003, Blaðsíða 25
ÞRÓUNARVERKEFNI þjónustu innan mismunandi kerfa og leitast við að færa hana nær daglegu umhverfi barnsins og hámarka þannig árangur íhlutunar. Mynduð verða tvö teymi sem skarast, annars vegar stórt þjónustuteymi með öllum þeim aðilum sem að málinu koma og hins vegar kjarnateymi sem í sitja foreldrar barnsins,leikskólasérkennari, stuðningsaðili barnsins í leikskólanum og ráðgjafar frá Greiningarstöð og Skólaskrifstofu Kópavogs einnig kemurfjölskylduráðgjafi inn með heimarágjöf.“ Þjónustulíkanið sjálft er enn í mótun og er það samvinnuverkefni milli aðila frá Skólaskrifstofu Kópavogs og Greiningarstöðvar ríkisins. Samkvæmt þjónustulíkaninu funda sérfræðingar Greiningarstöðvarinnar með foreldrum um niðurstöður greiningar og sé um einhverfuröskun að ræða er foreldrum afhent fræðslu- mappa með ýmsum upplýsingum um einhverfu, helstu leiðir í meðferð og kennslu og félagsleg réttindi. Á fundinum er þjónustutilboðið sem þróunarverkefnið felur í sér einnig kynnt fyrir foreldrum.) En í hverju nákvæmlega er þjónustu- tilboðið fólgið? „Þetta er einstaklingsmiðuð þjónusta,“ segir Sigrún. „Tekið verður mið af hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar (Early intervention). Hún er skilgreind sem þjónusta við börn með sérþarfir undir sex ára aldri sem hefur það að markmiði að draga úr áhrifum þroskavandamála og fötlunar hjá börnum. Það sem einkennir þessa þjónustu er áhersla á markviss og skipulögð vinnubrögð í kennslu og þjálfun barnsins sem byggir á traustum vísindalegum grunni. TEACCH-hugmyndafræðin (Treatment and Education of Autistic and Related Communication Handicapped Children) verður einnig höfð að leiðarljósi varðandi kennsluaðferðir. Mikil áhersla verður lögð á fræðslu og ráðgjöf til foreldra og starfsfólk, bæði á sérstökum námskeiðum og vinnufundum inni í leikskólunum”. TEACCH-líkanið er upprunnið í Norður-Karólínufylki í Bandaríkjunum og þangað hélt Sigrún árið 1990 til að nema fræðin, en hún hefur unnið í aldarfjórðung með einhverfum. Erla leggur áherslu á að það sé frábært að hafa jafnreynda manneskju innanborðs og Sigrúnu í verkefni af þessum toga. „Við hér í Kópavogi höfðum áhuga á að nota TEACCH aðferðina, okkur finnst hún henta vel í leikskólum,“ segir Erla. „Einn af meginþáttunum TEACCH er svokölluð „skipulögð kennsla“, (Structured teaching model). Þar er mikil áhersla lögð á sjónrænt vel skipulagt umhverfi. Myndir, tákn og skrifuð orð er mikið notað í kennslunni til að auðvelda barninu að skilja umhverfi sitt reglur. Einnig eru myndir markvisst notaðar í málörvuninni og til að örva frumkvæði að boðskiptum. Mikil áhersla er lögð félagsfærni barnsins með markvissri leikíhlutun og leikfélagar barnsins taka þátt í þeirri íhlutun. Reynt verður að nýta kosti leikskólastarfsins eins og mögulegt er.” „Mesta nýmælið í verkefninu er þó þessi mikla þverfaglega vinna og samþætting þjónustu,“ segir Sigrún, „sem við teljum að muni gagnast fólki afskaplega vel. Þeir fagmenn sem að þessu verkefni koma eru sálfræðingur, félagsráðgjafi, iðjuþjálfar, talmeina- fræðingur, leikskólasérkennarar, og fjölskylduráðgjafi. Þannig lítur teymið út í dag en það geta auðvitað orðið einhverjar breytingar á faglegri samsetningu. En hvað tekur svo við þegar barnið fer í grunnskóla? „Það er að mörgu leyti erfiðara að vinna með leikinn og félagslega þáttinn þegar í grunnskólann er komið,“ segir Erla, „til dæmis vegna minna svigrúms til að vinna í litlum hópum. Litlir hópar eru vel til þess fallnir að stýra samskiptum og kenna þau.“ „En meiningin er,“ skýtur Sigrún inn í, „að þjónustulíkanið renni ljúflega milli skólastiga. Fyrir hvern og einn verður annars vegar gerð þjónustuáætlun og hins vegar einstaklingsnámskrá. Þessi þróunarvinna sem mótuð var í leikskólanum kemur væntanlega til með að fylgja einstaklingnum áfram á næsta skólastig. Teymisvinnan heldur áfram þótt fagmenn innan teymisins verða aðrir.” „Síðasta árið hjá okkur í þróunarverkefninu tengist grunn- skólanum og flutningi barnsins í hann,“ segir Erla, „og auðvitað vonum við að sams konar vinnubrögð komist á varðandi mót grunnskólans og framhaldsskólans.“ „Í allri þessari vinnu er fjölskyldan alltaf í fókus,“ segir Sigrún, „hún er miðpunkturinn. Það er því ekkert sem ræðir að þjónustan verði skilgreind og afgreidd í eitt skipti fyrir öll, sífellt verður leitað leiða til að samþætta enn betur, nýta fyrri reynslu og gera enn heildstæðara líkan.“ keg Erla Stefanía Magnúsdóttir og Sigrún Hjartardóttir leggja áherslu á mikilvægi þess að fólk leggi þekkingu sína í púkk og vinni samam þegar kemur að menntun barna með hinar ýmsu fatlanir. Þjónustulíkanið gengur út frá þverfaglegri samvinnu og skilvirkri samhæfðri þjónustu fyrir leikskólanemendur með einhverfu og fjölskyldur þeirra. 25

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.