Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 69

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 69
68 Þjóðmál haust 2013 úr eggjum sínum, þegar Charles Darwin kom til Galápagos­eyja árið 1835 . Talið er, að um fimmtán þúsund risaskjaldbökur séu alls á eyjunum . Í júní árið 2012 drapst síðasta risaskjaldbakan, sem fundist hafði á Pinta­ey, en hún var karlkyns og kölluð „Georg einfari“ (Lonesome George), því að hún gaf sig lítt að hinu kyninu, en reynt hafði verið að koma einfaranum saman við kvenskjaldbökur frá öðrum eyjum, sem náskyldar voru Pinta­skjaldbökum .12 Þriðja dýrategundin, sem ferðamönnum þykir fengur í að skoða á Galápagos­eyjum, er sundeðlur, en ég átti erfitt með að koma auga á þær, þótt talsvert væri af þeim í fjöruborðinu . Þær eru nánast eins á litinn og dökkgrátt hraunið þar og skjótast hratt á milli steina og út í sjó . Jafnan er gert hlé á fundum og efnt til skemmtiferðar einn dag á þingum Mont Pèlerin­samtakanna, og var það vitan lega gert líka á Galápagos­eyjum . Að morgni miðvikudagsins 26 . júní voru risa skjald­ bökur skoðaðar og gengið á fjöll, en síðdegis var haldið í siglingu, og gátu þingfulltrúar þá kastað sér í yfirborðsköfun (snorkeling), svamlað í sjónum og skoðað sig þar um með sundgleraugu, sundfit og öndunarbúnað . Ég hætti mér ekki þangað út, enda var vatnið í kaldara lagi, en þeir, sem það gerðu, sögðu, að ævintýralegt hefði verið að synda neðansjávar innan um loðseli, höfrunga, hákarla og ótal fiska af hinum ólíkustu tegundum . Við sigldum einnig upp að tveimur samhliða, snarbröttum hraun­ dröngum, sem kallast „Kicker Rock“ eða Spyrnu klettar . Nafnið er dregið af því, að þeir höfðu skotist í einu lagi upp úr sjó í eldgosi eins og tappi úr kampavínsflösku, en náttúruöflin síðan smám saman sorfið þá í tvennt . Umhverfis klettana flugu um fuglar af súluætt með heiðbláan gogg og skærbláar lappir eða sátu makindalega á syllum . Á ensku heitir þessi fuglategund „blue­footed booby“, en nafnið á uppruna sinn í spænska orðinu „bobo“ eða aula, því að Spánverjum þótti fuglinn klunnalegur í hreyfingum og í heimskara lagi . Var þessi sigling hin besta skemmtun og menn glaðir í bragði, en sumir dasaðir, þegar snúið var heim á leið . Jafnframt hafði ég tækifæri í kaffihléum og á kvöldin til að endurnýja kynni af gömlum vinum í Mont Pèlerin­samtökunum . Dr . Ed (Edwin) Feulner hefur lengi verið lífið og sál­ in í þeim . Hann er enn gjaldkeri samtak anna og var forseti 1996–1998 . Hann er hávaxinn, þéttvaxinn Bandaríkjamaður með gleraugu, djúpa og skýra rödd og fyrirmannlegt fas, en jafnan með spaugsyrði á vörum . Hann var til skamms forstöðumaður hugveitunnar Heritage Foundation í Washington­borg og hefur einstakt lag á að telja efnafólk á að reiða fram fé til að berjast hinni góðu baráttu . Í stjórnartíð Lýð veldis flokksins (Repúblikana) var Ed áreiðan lega einn áhrifamesti maður­ inn í höfuð borg Bandaríkjanna . Í för með honum var kona hans, Linda, grannvaxin og tíguleg . Deepak Lal, hagfræðiprófessor í UCLA, tók einnig konu sína Barböru með á þingið, en ég hafði kynnst þeim hjónum, Í júní árið 2012 drapst síðasta risaskjaldbakan, sem fundist hafði á Pinta­ey, en hún var karlkyns og kölluð „Georg einfari“ (Lonesome George), því að hún gaf sig lítt að hinu kyninu, en reynt hafði verið að koma einfaranum saman við kvenskjaldbökur frá öðrum eyjum, sem náskyldar voru Pinta­skjaldbökum .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.