Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 79

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 79
78 Þjóðmál haust 2013 einstæðingar á Íslandi og ákveða að halda vestur um haf . Valdimar fer alla leið að Kyrrahafi, lærir reiða­ og seglagerð, sest að í Kaliforníu og gerir reiða fyrir fiskibáta, sem veiða lax í Kyrrahafi . Hann býr í San Francisco í Banda ríkjunum árið 1906, þegar jarð­ skjálft inn mikli leggur borgina í rúst snemma að morgni 18 . apríl . Hús hans hrynur, en honum verður til lífs, eins og hann segir síðar kankvís nágrönnum sínum á Galápagos­eyjum, að hann hafði verið að skemmta sér kvöldið áður og eytt nóttinni í húsi lausakvenna . Hann heldur sambandi við gamla skólabræður og ákveður 1911 að fara með Jóhannesi Jóhannessyni og Norðmanninum Olav Strand að leita gulls, olíu og dýrmætra steina í Suður­ Ameríku . Þeir leggja leið sína til Bólivíu, en þar veikjast Valdimar og Jóhannes illa af hitasótt . Þeir ná sér, en ákveða eftir skamma dvöl í Bólivíu að snúa aftur til Norður­ Ameríku . Valdimar sest að í Mexíkó og reynir að komast þar yfir olíulindir . Hann lendir í hringiðu mexíkósku byltingarinnar, sem hefst 1910 og lýkur ekki fyrr en 1920 . Miklir bardagar eru háðir í Tampico, þar sem Valdimar býr . Nú kallar hann sig Walter Finsen, enda er miklu auðveldara að bera það nafn en hitt, sem hann var skírður heima á Íslandi . Í Mexíkó kynnist hann danska verkfræðingnum Rudolph Hother Ræder, sem er þremur árum eldri og vinnur að höfnum og brúm, námum og olíudælum . Ræder kvænist í Mexíkó danskri konu, en Valdimar er áfram ókvæntur . Valdimar þykir fær í að flétta stálvíra fyrir reiða í olíuflutningaskipum . Hann fæst við það í Maracaibo í Venesúela, en þar er feikistór fjörður fullur af olíu . Hann fæst við margt annað . Þeir Ræder smíða saman hvorki meira né minna en 150 olíugeyma í Venesúela . Síðan liggur leið þeirra til Síle, og þar veikist Valdimar snögglega, og segja læknar honum, að hann eigi ekki langt eftir . Hann ákveður því að slást í för með Ræder og konu hans, sem ætla að setjast að á Galápagos­eyjum .48 Valdimar hefur heyrt, að loftslag sé heilnæmt á eyjunum, og þar sé víða fagurt . Þangað fara þau Valdimar og Ræder­hjónin 1931 . Þá eru ferðir til og frá eyjunum stopular, aðeins einn bátur á hálfs árs fresti milli Guayaquil­borgar í Ekvador og stærstu eyjanna . Þau Valdimar og Ræder­hjónin setjast að á Santa Cruz, þar sem nokkrar fjölskyldur frá Noregi búa . Hjónin reisa sér stórt hús við eina víkina, en eiga líka ásamt Valdimar búgarð uppi á fjalli, og þar smíðar hann sér kofa . Þau rækta þar kaffi, maís, banana, melónur og sykurreyr, en niðri við sjó er þurrt og bert og land, lítt fallið til ræktunar . Lítill troðningur er ruddur frá fjallinu niður að strönd . Valdimar aðstoðar ekki aðeins Ræder við jarðrækt, heldur er líka ötull veiðimaður og oft úti við . Eftir skamma hríð er hann orðinn alheilbrigður . Valdimar hafði með sér mikið af bókum til eyjanna og situr löngum við lestur eða viðræður við aðra eyjarskeggja . Þeir ræða um skáldsögur, heimspeki og stjórnmál, en Valdimar fylgist V aldimar býr í San Francisco í Bandaríkjunum árið 1906, þegar jarð skjálftinn mikli leggur borgina í rúst snemma að morgni 18 . apríl . Hús hans hrynur, en honum verður til lífs, eins og hann segir síðar kankvís nágrönnum sínum á Galápagos­eyjum, að hann hafði verið að skemmta sér kvöldið áður og eytt nóttinni í húsi lausakvenna .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.