Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.09.2013, Blaðsíða 29
28 Þjóðmál haust 2013 Þess er óskandi að hann standi við stóru orðin . Úrelt lög um fjárfestingarheimildir Hvað sem gjaldeyrishöftum og eigna­sölum líður, þá kemur löggjöf um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna í veg fyrir að þeir geti dreift áhættu sinni með viðunandi hætti og á sama tíma ávaxtað lífeyrissparnað sjóðsfélaga eins og þeim er gert að gera . Sem dæmi er lífeyrissjóðunum einungis heimilt að fjárfesta allt að 20% af hreinni eign sinni í verðbréfum sem ekki eru skráð á skipulegan markað, svonefndum óskráðum verðbréfum . Í kjölfar hrunsins hækkaði löggjafinn hlutfallið úr 10% í 20%, þegar ljóst var að afskrá þurfti hluta­ bréf og skuldabréf fjölmargra félaga úr Kaup höllinni og fyrirséð var að lítið yrði um fjárfestingarkosti í flokki skráðra verðbréfa næstu misseri . Lífeyrissjóðirnir hafa aftur á móti bent á að enn sé hlutfallið of lágt . Þá vekur það furðu að stjórnvöld skuli setja það skilyrði að sjóðirnir ávaxti líf­ eyris sparnað að langmestu leyti í skráðum verð bréfum . Skráningin ein og sér tryggir til dæmis ekki seljanleika, eins og við höfum séð undanfarin ár . Líf eyrissjóðum er einnig gert að takmarka áhættu í erlendum gjaldmiðlum við 50% af hreinni eign . Slíkar kvaðir eru fáum til góðs og síst sjálfum sjóðs félögunum . Lögin um fjárfestingarheimildir lífeyris­ sjóða hafa verið endurskoðuð reglulega og fáeinar breytingar hafa verið gerðar á þeim í gegnum árin . Það ætti að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að taka þau til heildarendurskoðunar . Stór hluti laganna var skrifaður, og samþykktur, á þeim tíma þegar ríkisábyrgð á verðbréfum þótti gulls ígildi . Í dag eru breyttir tímar . Fyrsta skrefið í afnámi hafta Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna er um 130 milljarðar á þessu ári en talið er að þeir muni þurfa að fjárfesta fyrir meira en 2 .000 milljarða á næstu tíu árum . Þess vegna skiptir öllu máli að fjárfestingartækifærin séu næg, þannig að eignir sjóðanna verði ekki einsleitar og eignasafnið áhættudreift . Erfitt verður að snúa við þeirri þróun, sem hefur átt sér stað á eignum lífeyrissjóðanna, en stjórnvöld verða að leita allra leiða til þess . Mikilvægt er að stjórnir sjóðanna, sem og sjóðsfélagar, fái aukið svigrúm til að að móta skýra fjárfestingarstefnu — án afskipta stjórnvalda . Bæði íþyngjandi gjaldeyrishöft og úrelt lög um fjárfestingarheimildir sjóðanna takmarka þetta svigrúm . Nýtt þing getur tekið fyrsta skrefið í afnámi hafta þegar það kemur saman í októbermánuði og heimilað lífeyrissjóðunum að ávaxta fé sitt á erlendri grundu . Það væri skref í rétta átt . F járfestingarþörf lífeyrissjóðanna er um 130 milljarðar á þessu ári en talið er að þeir muni þurfa að fjárfesta fyrir meira en 2 .000 milljarða á næstu tíu árum . Þess vegna skiptir öllu máli að fjár fest­ inga rtækifærin séu næg, þannig að eignir sjóðanna verði ekki einsleitar og eignasafnið áhættudreift . Erfitt verður að snúa við þeirri þróun, sem hefur átt sér stað á eignum lífeyrissjóðanna, en stjórnvöld verða að leita allra leiða til þess .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.