Þjóðmál - 01.09.2013, Page 29

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 29
28 Þjóðmál haust 2013 Þess er óskandi að hann standi við stóru orðin . Úrelt lög um fjárfestingarheimildir Hvað sem gjaldeyrishöftum og eigna­sölum líður, þá kemur löggjöf um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóðanna í veg fyrir að þeir geti dreift áhættu sinni með viðunandi hætti og á sama tíma ávaxtað lífeyrissparnað sjóðsfélaga eins og þeim er gert að gera . Sem dæmi er lífeyrissjóðunum einungis heimilt að fjárfesta allt að 20% af hreinni eign sinni í verðbréfum sem ekki eru skráð á skipulegan markað, svonefndum óskráðum verðbréfum . Í kjölfar hrunsins hækkaði löggjafinn hlutfallið úr 10% í 20%, þegar ljóst var að afskrá þurfti hluta­ bréf og skuldabréf fjölmargra félaga úr Kaup höllinni og fyrirséð var að lítið yrði um fjárfestingarkosti í flokki skráðra verðbréfa næstu misseri . Lífeyrissjóðirnir hafa aftur á móti bent á að enn sé hlutfallið of lágt . Þá vekur það furðu að stjórnvöld skuli setja það skilyrði að sjóðirnir ávaxti líf­ eyris sparnað að langmestu leyti í skráðum verð bréfum . Skráningin ein og sér tryggir til dæmis ekki seljanleika, eins og við höfum séð undanfarin ár . Líf eyrissjóðum er einnig gert að takmarka áhættu í erlendum gjaldmiðlum við 50% af hreinni eign . Slíkar kvaðir eru fáum til góðs og síst sjálfum sjóðs félögunum . Lögin um fjárfestingarheimildir lífeyris­ sjóða hafa verið endurskoðuð reglulega og fáeinar breytingar hafa verið gerðar á þeim í gegnum árin . Það ætti að vera forgangsverkefni nýrrar ríkisstjórnar að taka þau til heildarendurskoðunar . Stór hluti laganna var skrifaður, og samþykktur, á þeim tíma þegar ríkisábyrgð á verðbréfum þótti gulls ígildi . Í dag eru breyttir tímar . Fyrsta skrefið í afnámi hafta Fjárfestingarþörf lífeyrissjóðanna er um 130 milljarðar á þessu ári en talið er að þeir muni þurfa að fjárfesta fyrir meira en 2 .000 milljarða á næstu tíu árum . Þess vegna skiptir öllu máli að fjárfestingartækifærin séu næg, þannig að eignir sjóðanna verði ekki einsleitar og eignasafnið áhættudreift . Erfitt verður að snúa við þeirri þróun, sem hefur átt sér stað á eignum lífeyrissjóðanna, en stjórnvöld verða að leita allra leiða til þess . Mikilvægt er að stjórnir sjóðanna, sem og sjóðsfélagar, fái aukið svigrúm til að að móta skýra fjárfestingarstefnu — án afskipta stjórnvalda . Bæði íþyngjandi gjaldeyrishöft og úrelt lög um fjárfestingarheimildir sjóðanna takmarka þetta svigrúm . Nýtt þing getur tekið fyrsta skrefið í afnámi hafta þegar það kemur saman í októbermánuði og heimilað lífeyrissjóðunum að ávaxta fé sitt á erlendri grundu . Það væri skref í rétta átt . F járfestingarþörf lífeyrissjóðanna er um 130 milljarðar á þessu ári en talið er að þeir muni þurfa að fjárfesta fyrir meira en 2 .000 milljarða á næstu tíu árum . Þess vegna skiptir öllu máli að fjár fest­ inga rtækifærin séu næg, þannig að eignir sjóðanna verði ekki einsleitar og eignasafnið áhættudreift . Erfitt verður að snúa við þeirri þróun, sem hefur átt sér stað á eignum lífeyrissjóðanna, en stjórnvöld verða að leita allra leiða til þess .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.