Þjóðmál - 01.12.2012, Page 17

Þjóðmál - 01.12.2012, Page 17
16 Þjóðmál VETUR 2012 skulda stöðu þjóðarbúsins 2009 . Bjarni sætti sig ekki við að „einum manni“ [Má Guðmundssyni] yrði treyst fyrir ákvörð- unum í þessum máli . Úr þessu ástandi verður ekki brotist nema ný ríkisstjórn komi til sögunnar og taki þessi mál allt öðrum tökum . Því fyrr sem það gerist þeim mun betra . Leiðin til þess að rjúfa þing strax . V . R íkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hef-ur hvað eftir annað mistekist undan- farin fjögur ár að hrinda auðlindastefn unni í framkvæmd sem forsætisráðherra boð aði enn og aftur í stefnuræðu sinni 12 . september 2012 . Að sjálfsögðu eru eng ar líkur á að samstaða takist um þessa stefnu nokkrum mánuðum eða vikum fyrir kjör dag . Deilunum um rammaáætlun er ekki lok- ið . Málsmeðferðin sætir gagnrýni ekki síður en niðurstaðan . Áfram verður hart deilt um þessa áætlun sem stjórnarflokkarnir kusu að spilla með pólitískum afskiptum eftir að ákveðið hafði verið að treysta á ráðgjöf sérfræðinga í von um víðtæka sátt . Allt kjörtímabilið hafa stjórnarflokkarnir viljað kollvarpa fiskveiðistjórnunarkerfinu og þar með grafið undan stöðugleika í útgerð og fiskvinnslu . Flokkarnir ætla að halda þessu áfram á þinginu sem nú situr . Því fyrr sem það verður rofið þeim mun fyrr lýkur þessari hættulegu óvissu . VI . A llt ber að sama brunni . Þingrof strax og kosningar er hið besta sem ríkisstjórn- in getur gefið þjóðinni í tilefni jóla 2012 . Nýherji hf. Sími 569 7700 Borgartúni 37 Kaupangi Akureyri www.nyherji.is/jol Allar sortir fyrir jólin

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.